Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 35
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 6. MAl2006 43
#2 Hinn fullkomni glæpur
Númer tvö á listanum er flótti sem ekki hefur
oft verið sagt frá í fjölmiðlum en er þó fyrir löngu
orðinn goðsagnakenndur á meðal fanga á Litla-
Hrauni.
Flóttinn átti sér stað á sjöunda áratugnum og
hefði að öllum lfkindum verið hinn fulikomni
glæpur, ef ekki hefði verið fyrir málglaðan fanga
sem kom upp um félaga sinn.
Á meðal fangavarða á Litla-Hrauni er sag-
an sögð á þann veg að góðkunningi lögreglunn-
ar ákvað í félagi við nokkra samfanga sína að gott
væri að eiga sér varasjóð sem biði þeirra þegar þeir
losnuðu úr betrunarvistinni á Hrauninu. Það var
því afráðið að kippa því í liðinn og snilldaráætlun
var kokkuð upp í snatri.
Rændi Buick oddvitans
Upp úr miðnætti eitt haustkvöldið var áætl-
unin sett í framkvæmd. Á þessum tíma var allt-
af einn fangavörður á næturvakt. Nokkrir fang-
ar áttu því auðvelt með að afvegaleiða hann með
ýmsum verkefnum á meðan félagi þeirra laum-
aði sér út Hann skokkaði áleiðis inn á Eyrarbakka
í leit að farartæki og staðnæmdist ekki fyrr en hann
hafði komið auga á fallegasta bílinn í bænum. Silf-
urgrænan Buick sem var í eigu þáverandi oddvita
Eyrarbakka, Vigfúsar Jónssonar.
Með peningaskáp kaupfélagsins í skottinu
Fangi þessi var vel skólaður í afbrotafræðunum
og átti því ekki í miklum vandræðum með að kom-
ast inn í bjúikkinn og ræsa hann. Því næst var ekið
til Hveragerðis. Fangamir á Hrauninu voru á þess-
um tímapunktí hættir að angra eina fangavörðirm
á vakt og gat hann því hallað sér á beddann sinn án
þess að verða var við að nokkur væri horfinn. Bjú-
ikknum var því ekið í mestu makindum tíl Hvera-
gerðis án þess að nokkur gerði athugasemdir.
í Hveragerði var haldið beint að húsnæði kaup-
félags bæjarins. Og á meðan bærinn svaf svefiii
hinna réttlátu burðaðist fanginn með peninga-
skáp kaupfélagsins í farangursgeymslu bjúikksins.
Því næst var ekið aftur á Eyrarbakka.
Fjársjóðurinn grafinn
Þegar þangað var komið fann fanginn pen-
ingaskápnum stað til þess að grafa hann í sandin-
um og það var gert með þeim hættí að auðvelt væri
að finna hann aftur hefðu menn réttar leiðbeining-
ar. Og áður en morgunsólin kom upp, og dagvakt-
in mætti á Litla-FIraun, var fanginn kominn aftur
í ldefann sinn. Án þess að nokkur, nema nokkrir
félagar á sama gangi, hefði áttað sig á því að hann
hefði nokkum tímann horfið.
Biðin eftir f relsinu óbærileg
Daginn eftir uppgötvaðist innbrotið í Hvera-
gerði. Það þótti stórt rán í þá daga enda sjóðir
kaupfélaganna yfirleitt feitir. Greint var frá innbrot-
inu í fjölmiðlum. Þar kom fram að lögreglan hafði
Buick Blll oddvitans á Eyrarbakka vareittsinn notaður
viðæsilegtinnbrot.
engan grunaðan um ránið. Þó þóttí líklegt að söku-
dólgurinn væri úr borginni.
Fanginn, sem tryggt hafði sér og nokkrum fé-
lögum sínum vænan eftirlaunasjóð, hugsaði sér
gott til glóðarinnar. Biðin eftir frelsinu varð hins
vegar enn óbærilegri en áður þegar menn fóm
að ímynda sér hvað hægt væri að gera við alit það
fé sem þeir vissu af gröfrtu fáeinum metrum fyrir
utan girðinguna á Litla-Hrauni.
Kjaftaskúmur kemur upp um allt
En tétt um það bil sem lögreglan var orðin von-
lítil um að finna nokkum tímann kaupfélagsræn-
ingjann í Hveragerði gaf kjaftaskúmur sig fram við
fangaverðina á Litla-Hrauni.
Sá hafði krafist þess að fá hlutdeild í eftirlauna-
Eyrarbakki Fanginn skimaði bæinn í leit að álitlegri
flóttabifreið.
Hveragerði I skjóii nætur braust strokufanginn inn I
kaupféiag bæjarins og hafði á brott með sér stútfuiian
peningaskáp.
sjóðnum og hótaði að kjafta yrði honum neitað.
Þegar það var gert lét hann verða af hótunum sín-
um og kom upp um samfanga sína. Peningaskáp-
urinn fannst skömmu síðar. Hann hafði aldrei ver-
ið opnaður og var skilað til kaupfélagsstjórans í
Hveragerði. Oddvitanum á Eyrarbakka var líka til-
kynnt, honum til mikillar fúrðu, að bjúikkinn hans
hefði verið notaður við innbrotíð í Hveragerði.
Hann hafði þó aldrei hátt um aðkomu sína að mál-
inu.
Sólbaðsstofuneninginn sleppur
Miðvikudaginn 28. júlí 1993 struku þrír fang-
ar af Litla-Hrauni og héldu áleiðis til Reykjavík-
ur. Flóttí þeirra vakti mikla athygli, enda þótti einn
strokufanganna, Björgvin Þór Ríkharðsson, með
hættulegri glæpamönnum landsins.
Björgvin er í daglegu tali nefiidur sólbaðsstofú-
ræninginn. Viðumefnið hlaut hann efttr óhuggu-
legt rán sem hann framdi á sólbaðsstofu á Akur-
eyri í nóvember 1992. Þar mddist hann inn með
stærðar hníf sem hann lagði að hálsi afgreiðslu-
stúlkunnar og hótaði lífláti afhenti hún ekki alla
peningana.
Ránið vaktí mikla athygli, ekká síst vegna um-
fangsmMlar leitar lögreglu að Björgvini sem
fannst tveimur dögum síðar á Hótel íslandi. Á
meðan hann sat í varðhaldi hrönnuðust upp á
hendur honum alvarlegar ásakanir um að hann
hefði nauðgað þremur ungum konum á hrotta-
fenginn hátt fyn: það sama ár. Björgvin hótaði
konunum ítrekað og hélt þeim í heljargreipum
löngu eftír að nauðganimar áttu sér stað. Það var
því mikill óttí sem greip um sig þegar það spurð-
ist að Björgvin hefði strokið úr prísundinni á Litla-
Hrauni.
Strokið olli skelfingu
Ásamt Björgvini
struku þeir Hörður Karls-
son og Hans Emir Við-
VX A < ^ ^
Björgvin Þór Ríkharðsson Þótti einn hættulegasti
giæpamaður iandsins. Flúði Hraunið ásamt tveimur
félögum. Fannst eftir að fjölmiðlar birtu afhonum mynd
og nafn.
arsson. Við flóttann notuðu þeir blað úr jámsög
sem þeir höfðu stolið af verkstæði fangelsisins og
söguðu í sundur rimla eins klefagluggans. Fyrir
utan fangelsið beið þeirra svo flóttabíll, af gerð-
inni Suzuki Fox, og bílstjóri sem
keyrði með þremenning-
ana til Reykjavíkur.
Þeir Hörður og
Hans Emir
fund-
ust innan við 24 tímum eftír að þeir flúðu fang-
elsið, báðir undir miklum áhrifúm fíkniefna. En
hvorki tangur né tetur fannst af manninum sem
allir óttuðust.
Fátt var um annað talað þann tíma sem Björg-
vin var laus en hvar hann gætí verið niður kom-
inn. Lögreglan fékk fjöldann allan af vísbending-
um eftir að fjölmiðlar höfðu birt nafri hans og
mynd og leiddu þær vísbendingar lögregluna á
endanum á sporið. Til marks um móðursýk-
ina, sem sumir segja að einkennt hafi þann
tíma sem Björgvin gekklaus, bámst lög
reglunni tilkynningar um að til Björg-
vins hefði sést í Hvalfirði, á Akureyri,
á Austfjörðum, í Breiðholtí og á
Laugavegi á sama tfina.
Á endanum var Björg-
vin handtekinn í kjallaríbúð
f Yrsufelli þar sem fyrrverandi
ástkona hans hafði aðset-
ur. Hann streittist ekki á mótí handtöku en sagð-
ist hafa ætlað að skila sér sjálfur aftur á Hraunið
eftír helgina. Margir önduðu léttar þegar tilkynnt
var að sólbaðsstofuræninginn hefði náðsL í nóv-
ember þyngdi Hæstiréttur svo tíu ára fangelsis-
dóm hans í tólf ár.
Fangelsisyfirvöld gagnrýnd
Nokkuð bar á gagnrýni í garð fangels-
isyfirvalda, annars vegar vegna þess
að að minnsta kostí hálftími leið frá
því að fangaverðir á Litla-Hrauni
fengu visbendingu um strok
úr fangelsinu þar til staðfest
var að mennimir hefðu
strokið. Einnig vom
það mistök við efttrlit
með verkfærum í fang-
elsinu sem ollu því að
engan grunaði að strok
væri í undirbúningi.