Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006
Sviðsljós DV
Hin árlega útskriftarsýning Listaháskólans í Reykjavík verður opnuð með pompi og pragt
í dag í Hafnarhúsinu. Hún stendur yfir til 25. maí og er þekkt fyrir að vera sú alfrumlegasta
og skemmtilegasta í bænum. DV spurði fjóra nemendur um framtíðina, listina og verkin.
>j J 0»
JJTÍa
"JíJí'J
JiJJilT
Oddný Magnea
Arnbjörnsdóttir
Útskrifast úr vöru-
hönnun og þrlvlöri
hönnun.
1
u
f '
Kristjana Rók Guðjohnsen
Útskrifast úr myndlist.
„Ég ákvað að hanna vöru sem ég geri alveg
sjálf. Bjó til mótið, umbúðir og kynningar-
bæklinga fyrir súkkulaðið," segir Oddný
Magnea Ambjörnsdóttir, sem sýnir
súkkulaði í formi alls kyns líkamshluta.
„Ég fékk hráefnið þaðan sem bakarar
versla. Gott súkkulaði. Þetta eru líkams-
partar en hugmyndin kom frá innyflum.
Ég byrjaði á því að taka mót af mér og tók
eftir því hvað línurnar í húðinni eru falleg-
ar og smáatriðin æðisleg," segir Oddný.
Hún bjó til tær, varir, tungu, tennur, fmg-
ur og kjúkur og viðurkennir að hún sé hálf-
gerður nammigrís.
Afhverjulistin?
„Þetta er mitt helsta áhugamál og á best
við mig. Hæfileikar mínir fá að njóta sín
eftir að ég komst að því að ég væri á réttri
braut."
Framtíöin?
„í sumar ætía ég ásamt sjö manns að opna
vinnustofu á Grettisgötu. Síðan ætía ég að-
sjá í hverju mig fangar að sérhæfa mig."
Peningaáhyggjur?
„Ekkert sérstakar. Það er björt ffamtíð í
hönnun á íslandi. En þetta verður basl, ég
vissi það áður en ég fór í skólann."
Súkkulaðiö ljúffengt?
„Ljúffengt, gott og kom skemmtilega á
óvart."
„Þetta eru sex verk og þau tengjast öll.
Hálfgerð sería sem er abstrakt. Verkin eru
glansandi og það er eins og þau fljóti á
striganum. Ég teiknaði upp hreyfingar á
myndum sem ég tók upp í Noregi," segir
Kristjana Rók Guðjohnsen en verkið
hennar heitir Ég vil heldur dansa.
Hver er stefnan?
„Ég vinn vonandi sem listamaður í stúdíói
í eitt ár. Svo ætía ég að sækja um master-
nám í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég er
ótrúlega spennt. Þetta er í raun ný byrjun.
Það er mildlvægt að vinna sem listamaður
á meðan maður hefur tækifæri til þess."
Veröuröu rík aflistinni?
„Ég hef aldrei pælt neitt í því. Ég á alltaf
eftir að vinna sem myndlistarmaður hvort
sem ég verð rík eða ekki."
■im
Erstriginn aö deyja?
„Allt hefur sínar hæðir og lægðir. Yngri
nemendur í skólanum vinna margir með
striga. Ég held að hann sé að koma inn aft-
ur.“
Innblástur?
„Innblásturinn er ég sjálf. Ég og umhverf-
ið. Þetta er allt voðalega jarðbundið."
Listamenn framtíðarinnar
sýna súkkulaði, teppi, málverk og boli
/il'ÍiJiJfiJJJJiliJ
JjílJjJiJ/Í yy/'j'UjifrÍ
iiuu'jjllf
Helga Lilja Magn-
úsdóttir Útskrifast
úr fatahönnun.
„Hönnunin mín er byggð út frá frum-
byggjaflokki sem ég rakst óvart á þegar ég
bjó í Amsterdam á seinustu önn. Þeir nota
gamla boli og gera þá að sínum. Ég tók boli
og „dreiperaði" þá á gínu og út frá því
kemur mín lína," segir Helga Lilja Magn-
úsdóttir.
Afhveiju fatahönnun?
„Ég slysaðist inn í þetta fyrir þremur árum.
Hafði alltaf mikinn áhuga á að sauma fyrir
vini mína, ákvað að sækja um og komst
inn."
Ahyggjur afblankheitum?
„Nei, ég er með góða aðila í kringum mig.
Ég hef ekki áhyggjur."
Hvaö tekur viö?
„Lffið tekur við. Skólinn er búinn og nú
þarf maður að byrja að taka ábyrgð á sjálf-
um sér og reyna að komast áfram í þessu.
Myndiröu taka þátt i „Project Runway"?
„Eg er í raun búin að taka þátt. Þessi skóli
er Project Runway. Við könnuðumst öll
við það sem þau voru að ganga í gegnum."
„Þetta er algjör bilun. Tíu þúsund bútar.
Saumakonan saumaði heilan kílómetra af
efni og það tók rúmlega tvö hundruð
klukkutíma. Hún heitir Jóhanna Vilborg og
er sú besta á íslandi. Þetta á víst að vera
eitthvert met," segir Siggi Eggertsson.
Afhverju bútateppi?
„Ég fékk æði fyrir þessu í sumar. Rakst á
myndabók fýrir teppi og sá þar svipaða
hluti og ég hef gert undanfarið."
Ánægöurmeö útkomuna?
„Þetta er 100 prósent fullkomið. Örugg-
lega stórkostíegasta teppi íslandssögunn-
ar."
HvaÖ tekur viö?
„Ég veit það ekki. Ætía að slaka aðeins á.
Fer síðan að vinna sjálfstætt og er með
nokkur áhugaverð verkefni erlendis við
hendina."
Innblásturinn?
„Myndefni teppisins er æskuminningar
mínar. Ýmsir hlutir sem höfðu áhrif á mig,
jafnvel Michael Jordan. Þegar ég var 12 ára
var hann átrúnaðargoð mitt þannig að það
er stór mynd af Michael á teppinu, umvaf-
in táknum og tilvísunum í æsku mína."
Ætiaröu aökúra undir teppinu?
„Ég veit ekki hvort að ég tími því. Kannski
eina nótt, það er mjög kósí."