Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Page 44
52 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 Tölvuleikir DV MarvekUltimate I Alliance Leikurinn býður upp á helstu hetjur Marvel. Líklegt þykir aö kvikmyndarisarnir ráði úrslitum um hvort PS3 eða Xbox 360 mun sigra í leikjatölvustríðinu frekar en leikjaframleiðendur eins og talið var. Hollywood ræður úrslrtum í nýja tæknistríðinu Kóði: Medium Rare Please. Virkni: 10.000 matareiningar. Kóði: Give me liberty eða Give me coin. Virkni: 10.000peningar. Kóði: Nova & Orion. Virkni: 10.000 reynslustig. Kóði: Speed always wins. Virkni-.Eykur byggingar- og söfnunarhraða hundraðfalt. Kóði: Give me wood Virkni: 10.000 viðar- einingar Sega á fullt íleikina Tölvuleikjafýrirtækið Sega er að undirbúa útgáfu nokkurra leikja, þar á meðal leiknum Sonic Rivals fyrir PSP. Þar verður á ferðinni fjölhæfur tvfvíddarleikur með þrívíðan bakgrunn. Hann verður blanda af gamla góða Sonic og allt að fjögurra manna þráðlausri fjölspilun. Auk hans eru á leiðinni leikimir Full Auto 2, Sega Rally, World Snooker Championship/Challenge 2007, Super Monkey Ball: Banana Blitz og Virtual Tennis. Age of Empires III FyrirPC Ýtið á Enter á meðan á leik stendur og sláið inn kóða. GSM-leikir sífellt betri Nú er GSM-útgáfa af leiknum Orcs & Elves á leiðinni. Fyrirtæk- in Electronic Arts og id Softwear hanna leikinn en notendur eiga að geta náð f leikinn í símana sína 9. maí. Ekki er langt síðan símaútgáfa af leikn- um Doom kom út og fékk ágætis móttökur. Tæknin og gæðin em alltaf að aukast og fyrr en varir verða símar orðnir litlar PSP-vél- FIFA Worldcup funheitur í aðdraganda HM í fótbolta er tölvuleikurinn FIFA Worldcup 2006 heldur betur að slá f gegn. Hann er vinsælasti leikurinn í Bretlandi um þessar mundir og feikna vinsæll hér á landi líka. í öðru og þriðja sæti á breska vin- sældalistanum em svo leikirnir Tomb Raider: Legend og Football Manager 2006. Yfirleitt em tölvuleikjaframleiðendur taldir mikilvægastir þegar rætt er um hvaða þriðju kynslóðar leikjavél; Xbox 360, PlayStation 3 eða Nintendo Wii, verður ráðandi á markaðnum næstu ár. Ekki em þó allir á sama máli og telja margir spekingar nú að kvikmyndafyrirtækin muni ráða úrslitum. Þeir segja að það eigi eftir að skipta öllu hvort fyrirtækin velji að afrita vin- sælustu myndir sínar á HD-DVD diska Toshiba eða Blue-ray diska Sony. Þetta em diskamir sem taka við af hinum hefðbundnu DVD-diskum sem við notum í dag en þeir taka margfalt gagnamagn og bjóða þar af leiðandi upp á miklu betri gæði. Vegna þess að Xbox360 les af HD-drifi en PS3 af Blue-ray-drifi er talið að á endanum sé það DVD-markaðurinn sem eigi eftir að ráða örlögum hinna nýju Ieikjatölva, ekki leikimir sjálfir. Microsoft og fjölmörg önnur fyrirtæki standa að baki Toshiba og HD-DVD en síðustu misseri hefur Sony verið dug- legt við að safna sér stuðningsmönnum, sem senda frá sér yfirlýsingar um að þeir ætli aðeins að nota Blue-ray. Upp á síðkastið hafa það síðan verið kvik- myndafyrirtækin sem vinsælast er að safna í stuðningshópinn. En eins og oftast þegar tvær svipaðar tækninýjungar koma fram í einu hlýtur önnur að standa uppi sem sigurvegari. 12 tommu vínyll vs. 7 tommu vfnyll Stóðsem hæst íkringum 1950. A endanum var samkeppnin drepin með því að gera spilara sem léku báð- ar gerðir platna. Vínyllinn hvarfsvo nánast þegar geisladiskurinn kom. 12 tomman lifir þó betra llfi í dag. 12 tommu vfnyll vs. 7 tommu vfnyll Stóð sem hæst I kringum 1950. Á endanum var samkeppnin drepin með þvi að gera spilara sem léku báð- ar gerðir platna. Vlnyllinn hvarfsvo nánast þegar geisladiskurinn kom. 12 tomman lifir þó betra lífi I dag. ' V * Nyir diskar, nýir spilarar Þeir nýjungagjörnustu þurfa að I vp fara að huga að þvi að skipta I gamla DVD-spiiaranum útfyrir B HD DVD eða Blue-ray-spilara. ■■ MiniDlsc vs Dlgital Compact Cassette Sony gaf út MiniDisc og Philips gafút DCC. MiniDisc sigraði samkeppnina en dó út mjög skömmu eftir að MP3-spilararnir tröllriðu markaðnum. „8-track" spólur vs. Kassettur 8- track spólurnar urðu til 1964 og lifðu góðu lifi i tæpan áratug þegar £ kassettan eða Compact Audio Cas- f sette kom á markað 1972. Margir reyndu að halda í 8-trackið en það dó alveg á endanum enda kassettan mun handhægari. DVDvs. DIVX DIVX varsvipað DVD. Hægt var að horfa á DlVX-diska að vild fyrstu 48 tímana en svo þurfti maður aðborga fyrir að virkja þá aftur i 48 tíma. Til þurfti sér- staka spilara sem voru tengdir við —---------y.'-.’j-T- símalínu. DIVX er ekki það sama og DivX og VHS vs. Betamax VHS-spólurnar eru þessar venjulegu vídeóspólur sem allir þekkja.JVC fann upp VHS-tæknina en Sony kom með Betamax.JVC opinber- aði VHS-tæknina sem gerði það að verkum að fyrstu leigumyndirnar voru aðeins fáanlegaráVHS.Á hálfu ári varð VHS algjörlega ráöandi á leigu- markaðnum. ..jsÉhx er utdautt þo svo að mörg stærstu stúdíóin hafi nýtt sér tæknina í byrjun Á leiðinni er tölvuleikur sem inni- heldur yfir tuttugu Marvel-persónur á borð við Spider Man og Blade. Risa Marvel-hetjuleikur Tölvuleikjaframleiðendumir Activision og Raven em að vinna að sannkölluðum stórleik ásamt myndasögurisanum Marvel. Leikur- inn mun heita Marvel: Ultimate Alli- ance og mun koma út á allar næstu kynslóðar leikjavélar ásamt þeim sem fyrir em. I leiknum er að finna íjöldann allan af söguhetjum úr safiii Marvel og þar af 20 spilanlegar persónur. Persónur sem verður meðal ann- ars hægt að spila em Spider Man, Blade, Captain America og Wolv- erine. Auk þess verður að finna í leiknum mun fleirí X-Men persónur en áður hefur verið í tölvuleikjum auk fleira góðgætis. Framleiðendur segja að leikurinn verði með skemmtilegum söguþræði sem muni ekki aðeins ákveða örlög jarð- arinnar heldur líka Marvel-heims- ins. Leikurinn verið einnig hæfur til spilunar á netinu. Þar geta leikmenn keppt hver við annan og byggt upp persónur með reynslustigum. Fram- leiðendurnir segja hjarta leiksins vera nýtt bardagakerfi sem gerir leikmönnum kleift að berjast í lofti, á jörðinni og jafnvel í vatni. Þeir geta notað glímubrögð, beygt sig undan Marvel stærstir í brans- anum Hetjureins og Hulk, Fan tastic Four, X-Men, Spider Man, Captain Amer- icaog margirfleiri. árásum, varist þeim, notað hluti úr umhverfinu til að slást með, hlaðið upp kröftum og ráðið niðurlögum óvina með eins og tveggja handa vopnum. asgeir^dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.