Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Friðrik Indriðason • Okkar maður í álf- heimum Magui stend- ur sig vel þessa dagana og raunar eru margir farnir að hafa áhyggjur af því að hann komist alla leið inn í band- ið Supemova. Spumingin er neifii- lega hvort það sé hollt fyrir tónlistar- feril hans. Þrátt fyrir nafnið er bandið skipað tónlistarmönnum sem í besta falli em taldir meðalmenn í rokkinu. Og hinn eini þeirra sem er verulega heimsfrægur, Tommy Lee, er frægur fyrir allt annað en tónlistarhæfileika sína. Tommy er þekktastur fyrir að hafa búið með ofurgellunni Pamelu Anderson og hafa hrundið af stað með henni einkamyndbandsæði sem síð- an hefur tröllriðið heimsbyggðinni... • Kárahnjúkakappinn Ómar Ragn- arsson hefur dvalið oft og mörgum sinn- um austur á fjörðum í sumar og íbúar þar hafa tekið eftir því að yfirleitt sefur hann í bíl sínum þegar hann er staddur þar. Barátta hans gegn Kárahnjúka- virkjunimri kostar víst sitt og því kannski ekki miklir peningar aflögu tii hóteldvala. Þetta fór soldið fyrir brjóst- ið á hópi fólks sem leið átti um Egils- staði á dögunum. Tók það sig því til og borgaði fyrir hann gistingu eina nótt á hótel Valaskjálf... * Útvarpskonan Lísa Pálsdóttir sér um þáttinn Flakk síð- degis á föstudögum á RÚV. Hún hefur verið að flakka um höfnina að undanförnu og tók sér m.a. far með Magna,' nýja hafnsögubátnum, til að afla efnis í einn þáttinn sinn. Um borð voru þeir Gísli Hafisson og Karl Hjaltested, fyrrum vert á Grand rokk en nú hafnarvörður. Var spjall Lísu við þá tvo á svo skemmtilegum nótum að Lísa hafði efni í tvo þætti eftir þessa sjóferð og þurfti að klippa út mörg gufikomin en notar þau kannski síðar. Raunar er Lísa enn að dóla um höfri- ina í flakki sínu og í dag er umfjöliunin hvalveiðibátamir sem nú er verið að reisa til fyrri vegs og virðingar... • Baltasar Kormákur er nú staddur Ií Noregi með stykk- ið sitt Pétur Gaut. Frumsýningin var í gærkvöldi en uppselt er á báðar sýningam- ar sem verða í Nor- egi. Eftir það heldur leikhópurinn yfir til Bretlands með verkið og setur það upp þar. Er mik- il bjartsýni í hópnum um góðar við- tökur í Bretlandi. Baltasar er aftur á móti á leið til Kaupmannahafnar nú um helgina til að vinna við Mýrina, nýjustu mynd sína, eftir samnefndri skáldsögu Amalds Indriðasonar. Mun hann klára litgreiningu á filmunni í Kaupmannahöfn... • Komið er upp athyglisvert vanda- mál fyrir forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi eftir að Áma Johnsen var óvænt veitt uppreisn æm í vikunni. Þar á bæ hafa menn haldið því stíft fram að frambjóðendur flokks- ins í næstu kosningum verði að vera með óflekkað mannorð. Hins vegar hefur „uppreisn æm" hvorki í för með sér náðun, sakaruppgjöf eða hreins- un sakaravottorðs. Fari Ámi fram í Suðurlandskjördæmi fyrir flokkinn mun hann því alls ekki hafa óflekk- að mannorð eins og krafa er gerð um. Hann er eftir sem áður dæmdur þjóf- ur hvað sem „uppreisn æm" annars þýðir f þessu tilviki... Arnar Jensson, aöstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, mun starfa i nýrri greiningardeild embættisins sem verður sett á laggirnar 1. janúar næstkomandi. Arnar hefur þegar hafið störf ásamt Sigríði Björku Guðjónsdóttur, sýslumanni á ísafirði, við undirbúning deildarinnar sem hefur gengið undir nafninu „leyniþjónustan“ manna á milli. Arnar genginn Ueyni- þjónustu löggunnar Sigríður Björk og Arnar sitja einnig bæði í starfshópi ásamt Jóhanni R. Benediktssyni, sýslu- manni á Keflavíkurflugvelli, Harafdi Johannessen ríkislögreglustjóra og Stefáni Eiríkssyni, nýskipuðum lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis- ins, sem hefur haft það verkefni að vinna úr tillögum úr nýlegri mats- skýrslu um hryðjuverk og að þeim ákvæðum nýsettra laga um lög- reglumál sem fjalla um greiningu og áhættumat. Bæði hæf Ljóst er að Sigríður Björk og Arn- ar eru bæði hæf til að stýra þessari deild. Sigríður Björk hef- ur verið sýslu- „Ég hefþegar hafið störfvið undirbúning greiningardeildarinnar og mun starfa þar með Sigríði Björku." maður á ísafirði frá árinu 2002 og hefur lokið lögfræðiprófi sem og framhaldsnámi í skatta- og Evr- ópurétti og meistaranámi í Evrópurétti frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Arnar hef- ur verið í stjórnunarstöðum innan lögreglunnar í hart- nær þrjá áratugi og lauk einn- ig meistaranámi frá Há- skóla íslands nú í vor. Lokaritgerð hans fjallaði um öryggis- þjónustu og áhættu- sem grein- ingar á sviði yggis- mála. Genginn gardeild stjóra. tnynd Valli Hús Ríkislögreglustjóra /þessu húsi viö Skúlagötu mun greiningardeildin hafa aðsetur. í undirbúningi ritgerðarinnar heimsótti Arnar fjölmargar leyni- þjónustur víðs vegar um Evrópu og kynnti sér starfsemi þeirra. Það má þó kannski segja að Arnar sé tölu- vert umdeildari en Sigríður Björk enda hefur töluvert borið á honum í tengsl- ** ffii f ‘I um ^ víðfræga Baugsmál, þar sem hann hefur oftar en einu komið fram málsvari efnahags- brota- deildar- innar í fjölmiðl- um. Sigríður Björk Guðjóns- dóttir Sýslumaöur- inn á Isafirði vinnur meö Arnari Jenssyni aöstofnun greiningardeildar Rlkislögreglustjóra. Spennandi málaflokkur Arnar staðfesti í samtali við DV að hann væri hættur í efna- hagsbrotadeildinni og að Grímur Grímsson væri kominn í hans stað. „Ég hef þegar hafið störf við undir- búning greiningardeildarinnar og mun starfa þar með Sigríði Björku. Þetta er spennandi málaflokkur sem þarf er að skoða," sagði Arnar sem vildi ekki gefa neitt út um það hver yrði yfirmaður þessarar nýju deildar. Hlutabréfin hafa hækkað „Það hefur ekki verið rætt hver verður yfirmaður deildarinnar og það þýðir lítið að spyrja mig um það. Ég get ekki tjáð mig um eitt- hvað sem hefur ekki gerst," sagði Arnar spekingslega. Því er þó ekki að leyna að það er mikill metnaður í Arnari. Þannig segir hann á vef meistaranáms Há- skóla íslands að MBA gráða frá Há- skóla íslands hafi „hækkað hluta- bréfin í honum" verulega og hann eigi möguleika á störfum innan lögreglunnar og opinbera kerfisins sem hann hafði alls ekki áður. oskar@dv.is Þann 1. janúar næstkomandi hefur greiningardeild Ríkislög- reglustjóra starfsemi sína. Hlutverk greiningardeildarinnar verð- ur að greina og meta hættur sem steðja að íslensku þjóðinni bæði innanlands sem utan. Tveir starfsmenn hafa þegar verið ráðnir við deildina. Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á ísafirði, hefði verið ráðin til áramóta til að vinna að undirbúningi deildarinnar og nú hefur aðstoðar- yfirlögregluþjónninn Arnar Jensson einnig gengið til liðs við deildina. Konur eru sjaldgæf sjón í slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir vilja stjórnenda Aðeins ein kona starfar í útkallsliði slökkviliðsins Aðeins ein kona er starfandi í út- kallsliði Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins en í heild vinna um 120 manns í þeim hluta slökkviliðsins. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðs stjóri höfuðborgarsvæðisins seg ir stöðuna ekki vera góða hvað það varðar. „Það starfar ein kona í útkallsliðinu núna og hún hefur starfað frá árinu 2001. Sama ár byrjuðu þrjár í liðinu hjá okk- ur en þessi eina er eftir," segir Jón Viðar og bendir á að í slökkviliðið vanti fleiri konur, þó nokk- uð margar séu að vinna innanhúss hjá slökkviliðinu. „Við viljum fá kon- jónViðar ur í lið með okk- siökkvillösstjórinn ur en við erum að viH fá konur I liö glíma við sama meösérívinnunni. vanda og slökkvi- iið nágrannaþjóða okkar," segir hann og bætir við að það sé þó engin af- sökun. Jón segir að af öryggis- ástæðum þurfi slökkvilið- ið að gera miklar kröfur til starfsmanna sinna og hugsanlega sé það, ásamt vaktavirmu, að fæla konur frá því að sækjast í störfin. Aðspurður segir hann að til greina komi að skoða kröfumar en það geti vissulega verið vara- samt: „Það má alls ekki gerast á kostn- að öryggis starfs- manna," seg- ir hann og vísar í að störf slökkvi- liðs- og sjúkra- flumingamanna séu hættuleg. „Við viljum hafa þetta blandað af báðum kynjum." Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók við umsóknum í störf slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna á dögunum og eru þrekpróf nú í gangi. Aðeins ein kona er í þeim hópi sem stendur en um 30 karlmenn. „Það er okkar von í fr amtíðinni að fleiri kon- ur sjái sér fært að sækja um. Við vilj- um fá þær í lið með oldoir." gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.