Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Maskari frá Logona: „Mjög góður maskarí sem ég nota daglegaBerglind segir mikilvægt að endurnýja maskara á þríggja mánaða fresti þvi bakteríur eiga það til að hreiðra þar um sig enda þjóna augnhárþeim tilgangi að forða bakteríum frá augunum. GIoss frá Logona: „Ég er mjög skotin í þessum, hann er mjög frísklegur og klistrar ekki. Ég nota hann bæði hversdags og efég vil vera fin en þá set ég aðeins meira og þá er ég orðin mega beibj' segir Bergiind og hlær. Augnskuggi frá Logona: „Plein augnskuggi sem ég nota bæði hversdags og spari. Miidur, góður og mikiö notaður." Meikfrá Logona: „Meiksem þekur hvorki ofmikið né oflítið. Mjög gott að dreifa úr þvi og likt og með aðrar vörurfrá þessu merki felur það í sér mikið afgóðum og húðhollum olium." Bólufelari frá Logona: Jhonumeru rósmarín og saiía en það eru bakteríu- drepandi jurtir." LOGON .orrettorc allá salvta ijckstift Solv'ia *■ •'TSOLLIEWIf i^nfflKosMcniii Berglind Heiður Andrésdótt- ir leyfir lesendum DV að gægjast í snyrtibudduna sína að þessu sinni. Berglind er förðunarfræðingur að mennt og vinnur sjálfstætt sem slíkur ásamt því að vinna í verslun- inni Maður lifandi. Eftir að Berg- lind útskrifaðist segist hún í fyrstu hafa notað þær snyrtivörur sem hún lærði með en undanfarið hef- ur hún verið að skipta þeim út fyrir líffænar snyrtivörur. „Það eru nátt- úrulega rotvarnarefni í lífrænum snyrtivörum og engin kemísk efni. Það eru líka olíur í þeim sem eru mjög góðar fyrir húðina. Þeir sem kaupa helst þessar vörur er fólk með viðkvæma húð en svo eru líka margir sem eru farnir að forðast að setja kemísk efni í andlitið á sér." En er ekki eitthvað sem kemískar snyrtivörur hafa fram yfir h'frænar? „Vegna þessara aukaefna sem þær hafa endast þær aðeins lengur. En ef maður passa sig á að loka öllum umbúðum vel og geymir krem inn í ísskáp geta lífrænar snyrtivörur enst mjög vel." Vörurnar sem Berg- lind Heiður talar um eru allar frá Logona og eru seldar í Maður Lif- andi en þar stendur Berglind vakt- ina og ráðleggur fólki meðal ann- ars um snyrtivörur. Stefanía Thors, leikkona, hefur búið í Prag í 10 ár. Hún ætlar nú að prófa að búa á báðum stöðum þar sem son hennar langar að prófa að búa á íslandi. Stefanía var ekki lengi að redda sér vinnu. Hún frétti að Guðný Halldórsdóttir væri að hefja tökur á nýrri biómynd, hringdi í hana og hún var ráðin. Langar að fara ein í mótmælagöngu „Ég var í leiklistarskóla í Prag og ætlaði upphaflega að vera í fimm ár en svo ílengdist ég," segir Stefama þegar hún er spurð út í fjarveru sína. „Ég hef ekki komið mikið til íslands á þessu tímabili því ég fæ ég alltaf nóg eftir tvo mánuði." segir hún og hlær. Síðan Stefanía kláraði mastersgráðu sína í leiklist hefur hún verið ótrúlega dugleg við að skapa sér ný verkefni. Hún er í tveimur leiklistargrúppum sem hafa unnið til verðlauna, tek- ið þátt í fullt af stórum listahátíðum í Tékklandi og víða um heim. Notaðar stelpur „Ég skrifaði masters-ritgerðina mína um location theatre en það virkar þannig að við setjum upp sýn- ingar í ýmsum húsakynnum. f Prag er haldin árleg leikhstarhátíð þar sem þessi hugmyndafræði er höfð að leið- arljósi. f fyrra var hún haldin í dýra- garðinum. Þar var ég með verk í ís- bjarnarbúrinu ogsýndiþarvídeóverk og var með gjörning. Á sömu hátíð vorum við Rebekka A. Ingimundar- dóttir með gjörning í gamalli tann- læknastofu. Ég sá heimildarmynd um fyrirsæmr sem borða pappír svo þær fitni ekki. Ég fékk sjokk og hugs- aði með mér að ég yrði að gera eitt- hvað við þetta. Svo við Rebekka tók- um okkur til og pökkuðum inn fullt af pappírssneplum. Svo hmdum við merkimiða á og skrifuðum banana- Athafnakonan bragð, ávaxtabragð, kjötbragð, fisk- bragð og kynntum íýrir fólki. Það er auðvitað orðið stórhættulegt að borða mat nú til dags. Svo fólk á bara að borða pappír," segir Steffi' og kald- hæðnin leynir sér ekki. „Nú þegar fuglaflensan ríður yfir heimsbyggð- ina, kúariða, allt grænmetí er úðað og hormónum sprautað í ávextí." Er hægt að vera listamaður á fslandi? Stefama ætlar að vera á íslandi í vetur en þó með annan fótinn í Prag þar sem hún er enn að sinna fullt af spennandi verkefnum. „Já, ég ætla að prófa og sjá til. Annars er ekkert grín að vera listamaður á íslandi. Ég er búin að vera blönk í 10 ár en það hef- ur alltaf reddast. En hvernig í ósköp- unum það á að vera hægt hér á landi, hef ég ekki hugmynd um," segir Steffi' og pirringurinn kraumar undir. „Ég er að leita mér að íbúð og fór að skoða hús um daginn. „200.000 kall", sagði konan. Ég spurði hvort hún væri að grínast. Það er líka bannað að gera allt í leiguhúsnæði en samt situr mað- ur uppi með einhverjar skítugar mu- blur frá fólkinu af því að það tímir ekki að leigja geymslu," segir Stefan- ía sem segist vera komin með lang- an mótmælalista. „Mig langar að fara ein í mótmælagöngu. Það gerir eng- inn neitt." Ég þekki pabba þinn og bróður... En þrátt fyrir mótmælalistann ætl- ar Steffi' þó að láta sig hafa það í smá tíma enda er spennandi verkefni framundan hér á landi. „Guðný Hall- dórsdóttir réði mig sem skriftu fyrir nýju myndina sína. Við erum að taka upp á Snæfellsnesi núna en það mun taka okkur þrjár vikur og svo förum við aftur í stúdíó í bænum og verðum þar í þrjár vikur. Þetta er mjög spenn- andi verkefni og góður og skemmti- legur hópur. Það segja líka allir sem hafa unnið með Guðnýju að það sé skemmtilegt svo ég hlakka til að fylgja þessu eftir." segir Steffí en myndin sem um ræðir heitír Veðramót. „Guð- ný skrifaði handritíð sjálf en það er ofsalega dramatískt. Myndin fjall- ar um hugsjónafólk sem tekur við betrunarheimili en uppgötva fljót- lega að þær hugsjónir sem þau lögðu upp með duga ekki alls staðar." En helstu leikarar í myndinni eru Hilm- ir Snær, Atli Rafn og Tinna Hrafns- dóttir. „Guðný hringdi í mig og sagði; ég þekki pabba þinn og ég þekki Óla bróður þinn og nú er kominn tími til að kynnast þér," segir Stefií að lokum og svo er bara að bíða og sjá hvort stelpan þrauki á klakanum lengur en tvo mánuði. Á viöskiptavefsíðunni forbes.com birtist fyrir skömmu pistill sem varar karlmenn við því að kvænast frama- konum. Skrif þessi hafa vakið hörð viðbrögð kvenna um allan heim. Ekki giftast körlum með minnimáttarkennd! Á viðskiptavefsíðunni forbes.com gefur maður að nafni Michael Noer karlmönnum hjónabandsráðgjöf. „Srákar; giftist fallegum konum eða ljótum. Smáum eða stórum. Ljós- hærðum eða brúnliærðum. En hvað sem þið gerið, ekki giftast frama- konu." Pistil sinn byggir herra Noer á rannsókn sem á víst að varpa ljósi á að ef maður giftist framakonu eykur það líkur á erfiðleikum í hjónabandi. Framakonur eru, samkvæmt þess- ari rannsókn, líklegri til að sækja um skilnað, líklegri til framhjálialds og ólíklegri tíl að eignast böm. Fólk hefur alltaf val. Sumar kon- ur hafa ekki löngun til að lifa því lífs- mynstri sem framakona þarf að lifa. Þær kjósa heldur að hlúa vel að heim- ili og börnum. Það er gott og gilt. Auð- vitað þykir öllum notalegt að koma heim á hreint heimili, börnin búin að læra heima og maturinn alveg að verða tilbúinn - konum og körlum. En er sanngjarnt að gera þessar kröf- ur til fólks sem hefur ekki vilja til þess að uppfylla þessar óskir? Nú ef hjón eru bæði í vellaunuðum vinnum er alltaf möguleiki á að ráða fólk til þess að sjá um heimilishaldið. Ef eitthvað er til í þessari rann- sókn sem herra Noer vitnar í er lík- legt að þær framakonur sem sækja um skilnað hafi gifst mönnum með minnimáttarkennd. Mönnum sem þykir það fyrir neðan sína virðingu að hjálpa til með heimilishaldið, mönn- um sem styðja þær ekki í því sem þær vilja taka sér fýrir hendur, mönnum sem nota orðið femínistí sem blóts- yrði. Er þá ekki skiljanlegt að þær vilji söðla um og eiga í eldheitu ást- arsambandi með mönnum sem bera virðingu fyrir þeirra vah? Konur, ekki giftast mönnum með minnimáttar- kennd! „Ekki giftast framakonum" Pistillsem vakið hefur hörð viðbrögð kvenna um allan heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.