Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Auglysmg fra kristnum trufelög- um um aö hægt sé að lækna sam- kynhneigö vakti hörð viöbrögð. Ungur maður skrifaði í kjölfarið grein i Morgunblaðið, þar sem hann greindi frá sjálfsvígi frænda síns, eftir að trúsystkini hans höfðu snúið við honum baki. i@SíS®% Jósef S. Gunnarsson | Finnst trúfélögin föstl fjötrum bókstafstrúar. Auglýsing frá „Samvinnuhópi kristinna trúfélaga", sem birtist í Morgunblaðinu á Gay Pride-daginn, vaktí hörð viðbrögð. Þar var samkynhneigðum boðin lækning og dagana á eftír var mikið rætt um hverjir stæðu að baki auglýsingunni og í hvaða tilgangi. Jósef Smári Gunnarsson, formaður „Betra lífs - hagsmunafélags", ritaði grein í Morgunblaðið undir heitínu „Allir eru jafnir fyrir guði" þar sem hann sagði frá frænda sín- um á sextugsaldri, háttsettum í hvítasunnuhreyfingunni, sem svipt hefði sig lífi eftir að trúbræður hans og -systur höfðu snúið við honum baki. „Með þessari grein var ég að mótmæla því að trúfélögin skuli láta sér til hugar koma að birta auglýsingu af þessu tagi," segir Jós- ef Smári í samtali við DV. „Samkyn- hneigð er ólæknandi, einfaldlega vegna þess að hún er meðfædd. Það er kannski hægt að heilaþvo fólk með því að segja því að sam- kynhneigð sé synd, en slíkur heila- þvottur skaðar; oft til æviloka." Trúbræður og -systur sneru baki við samkynhneigðum Þekkir þú persónulega til slíkra einstaklinga? „Já. Ég veit dæmi þess að ein- staklingar hafi þurft að leita á geð- deild eftir viðskipti við þessa „háu herra" í trúfélögunum. Við erum sköpuð eins og við erum og eng- inn getur breytt því, hvorki Gunn- ar í Krossinum né nokkur annar." Segðu mérsögu frœnda þíns. „Frændi minn hafði ver- ið kvæntur í mörg, mörg ár og þau hjónin áttu uppkomin böm. Frændi minn hefur væntanlega sjálfur alltaf gert sér grein fyrir því að hann væri samkynhneigð- ur, en opinberaði það ekki fyrr en árið 2004 og þá frétti ég af því gegnum ættingja. Hann tilkynnti föður mínum að hann væri skil- inn við eiginkonu sína og væri farinn að vera með manni. Sum- ir ættingjar sneru baki við honum - aðrir töldu þetta vera tímabund- ið skeið. „Tímabundið skeið" er það sem margir samkynhneigðir fá að heyra þegar þeir segja ffá því hverjir þeir raunverulega eru; eitt- hvað sem á að „líða hjá". Enn ein firran sem þetta fólk þarf að hlýða á. Svo voru margir sem tóku þessu sem sjálfsögðum hlut. Frændi minn var háttsettur í hvítasunnu- söfnuði á landsbyggðinni og þar var algjörlega snúið við honum baki. Eg veit ekki hvort söfnuður- inn hafi tekið hann í sátt eftir að hann lést, en hann svipti sig lífi á aðventunni í fýrra..." Hvemig sneri söfnuðurinn baki við honum? „Með algjörri afneitun. Mót- læti í hans garð kom fram þegar hann opinberaði kynhneigð sína og ég held að þessir söfnuðir spari ekki stóru orðin þegar að fordóm- um kemur. Hann ræddi það við ættingja og vini sem og við prest í Reykjavík sem er þekktur fyrir að vera umburðarlyndur í garð sam- kynhneigðra. Hann gat hins veg- ar ekki rætt við trúsystkini sín, því hann vissi afstöðu þeirra. Þá var líka einhver heift í gangi milli hluta fjölskyldu hans og ástmanns hans, svo hann átti erfitt uppdráttar." Sjálfsvíg í kjölfar útskúfunar Bará vanlíðan hjá honum áður en hann svipti sig lífi? „Já. Hann hafði verið bindind- ismaður allt sitt líf, en var farinn að neyta áfengis síðustu misser- in sem hann lifði. Hann skildi eft- ir sig bréf þar sem hann útskýrði þá ákvörðun sína að taka eigið líf. Sjálfsvíg eru hræðileg og þeir sem grípa til slíkra örþrifaráða eru oft fólk sem hefur upplifað höfhun af einhverju tagi, sér enga lausn eða, eins og í tilviki frænda míns, upp- lifir sig útilokað frá samfélagi sem það hefur áður búið í." Þú talar líka um í greininni að það séu miklirfjötrar að fara gegn- um lífið, ósáttur við sjálfan sig. Var frændi þinn ósáttur? „Frændi minn hafði verið gift- ur í fjöldamörg ár og börnin hans voru uppkomin. Hann lifði aldrei í sátt við sjálfan sig. Þeir sem búa við fjötra gera það oftast vegna afneit- unar í garð sjálfs sín og hræðslu við umhverfið. Orðið „hommi" var tabú í æsku frænda míns." Þjóðkirkjan mjakast í rétta átt Ertþú sjálfur trúaður? „Já, ég hef mjög sterka trú. Um tíma sótti ég samkomur hjá Hvítasunnusöfnuðinum en hætti því þegar ég gerði mér grein fýr- ir stefnu hans í garð samkyn- hneigðra. Helsti galli trúfélaganna er að mínu mati öfgarnar sem þau setja fram. Það er orðið of mikið um bókstafstrúarstefnu hjá þeim. Á hitt ber þó að líta að sum trúfé- laganna hafa gert góða hluti fyr- ir þá sem hafa verið langt leidd- ir af áfengis- og vímuefnaneyslu. Þau mega til með að halda áfram á þeirri braut, en hætta afskiptum af einkalífi fólks. Það þarf í raun að setja lög um hversu langt trúfé- lögin mega ganga í dómum sínum um einstaklinga." Hvemig finnst þér þjóðkirkjan standa sig í þessum málum? „Þjóðkirkjan er að mjakast í rétta átt og prestar innan henn- ar að verða umburðarlyndari. Það hefur enda orðið mikil endurnýj- un í prestastéttinni og yngri prest- ar eru að koma inn með önnur viðhorf." Erþá reiði ígarð kirkju og trúfé- laga ofmikil að þínu mati? „Nei, þessi heift og umræða um hvernig trúað fólk í forsvari hefur hagað sér og ummæli sem það hefur látið frá sér fara, á fullan rétt á sér. Þessir háu herrar hafa geng- ið alltof langt og sagt of mikið sem særir." Sá sem dæmir annan, dæmir sjálfan sig Geturðu rökstutt þetta með til- vísun íBiblíuna? „Já, það skal ég gjarnan gera. f Biblíunni stendur á mörgum stöðum að við séum öll jöfn fyr- ir guði. í Rómverjabréfinu stend- ur til dæmis; „Fyrir því hefur þú maður sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú sem dæmir fremur hið sama." í sama kafla, 11. versi, stendur: „Guð fer ekki í mann- greinaálit." Ég skil ekki tregðu stjórnvalda varðandi réttindi þessa hóps - samkynhneigðra - að leyfa ekki hjónavígslu í húsi Guðs. Mér finnst biskupinn ráða of miklu í þessum efnum. Hann má jú auðvitað hafa sína per- sónulegu skoðun, en hann á ekki að vera dómari. Til þess höfum við Alþingi." Þú ert formaður hagsmuna- félagsins Betra líf. Hvaða samtök eru þetta? „Betra líf er félag með sérstaka stjórn, sem hefur þann tilgang að berjast fyrir og vinna að bættum hagsmunum minnihlutahópa á íslandi. Félagið hefur þó lítið get- að starfað vegna fjárskorts og okk- ur hefur gengið illa að fá styrki. Draumur okkar er sá að hjálpa þeim sem minna mega sín. Oklmr langaði að vera með matarúthlut- un fyrir síðustu jól, en það gekk ekki vegna fjárskorts. Við erum ekki með heimasíðu, en ef ein- hvern langar að styrkja samtökin til góðra verka þá væri ég þakklátur fyrir að fá að koma hér á framfæri reikningsnúmerinu okkar, 0152- 26-004590. Kennitala samtakanna er 541105-1150 og ef einhvern langar að vita meira um samtökin er hægt að senda okkur bréf á net- fangið: betra-lif@visir.is." annakristine@dv.is DV mynd: Magnús Hlynur, Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.