Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Page 58
78 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Síðast en ekki síst DV C » 18 ára Bannaðinnan í flestum tilfellum þá kemur nektin upp um hann. Eins eru skemmti- leg myndbrot á síðunni þar sem Rassi setur upp verkið Holy Grail. Mið- að við alla þá nekt sem sýnd er á síðunni ætti hún kannski að vera bönnuð innan 18 ára. Á heimasíðu listamannsins Ragnars Kjartanssonar this.is/rassi kennir ýmissa grasa. Ragnar, sem reyndar kallar sig Rassa prump, >rw> þykir vera einn af efnileg- ustu listamönnum þjóð- “ arinnar. Rassi hefur brall- að margt í gegnum tíðina og sumt hefur vakið mikla athygli. Á vef- síðunni hefur Rassi sett skemmti- legar myndir af því sem hann hef- ur sett upp og vekur athygli hvað nekt kemur þar mikið við sögu. Rassi bregður sér í ýmis gervi en Árni og æran Furðufréttin að þessu sinni birtist á forsíðu Fréttablaðs- ins í miðri vikunni undir fyrir- sögninni: „Árna Johnsen veitt uppreist æru". Þar segir með- al annars „Árni var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar 2003 fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Samkvæmt almennum lögum getur forseti veitt manni uppreist æru þegar að minnsta kosti fimm ár eru lið- in frá því að refsing hans er að fullu út tekin. Samkvæmt sömu lögum má, þegar sér- staklega stendur á, veita upp- reisn æru þó ekki séu liðin fimm ár frá afplánun dórns." Svo mörg voru þau orð. Það stendur svo „sérstaklega á" fyrir forráðamenn Sjálfstæðis- ilokksins á Suðurlandi að þeir sjá einhverja atkvæðavon í Árna Johnsen. Því voru dóms- málaráðherra og síðar hand- hafar forsetavaldsins fengnir til að veita Árna uppreist æru í einum grænum.'Ekki þótti ástæða til að bíða með þetta nokkra daga svo Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti Islands gæti sjálfur tekið afstöðu til þessa erindis Árna en Ólaf- ur er staddur erlendis þessa stundina. Þetta fór sum sé fram nokkuð í skjóli myrkurs ef svo má að orði komast. Það verður fróðlegt að sjá hve mörg atkvæði Sjálfstæð- isflokkurinn fær á Suðurlandi í næstu kosningum með Árna Johnsen í einu af efstu sæt- unum. En hér gildir hið forn- kveðna að í lýðræðisríki fær þjóðin þá þingmenn sem hún á skilið. Næsti bar við Eldey Fiskibollur á barnúm aMMMÉiaÉriiia Eldey Em mesta náttúruperla landsins skammt undan Reykjanesi Aogerð Guðmundur Valur, annar eigandi Næsta bars, íaðgerð um borð IMoby Dick. Um síðustu helgi fór 40 manna hópur frá Næsta bar í skoðunarferð til Eldeyjar, náttúruperlunnar suð- ur af Reykjanesi. Ekki eru farnar skipulagaðar ferðir þangað en það var gamli sjóhundurinn Grétar Mar Jónsson sem skipulagði ferðina fyrir hópinn. Farið var með hvala- skoðunarskipinu Moby Dick frá Sandgerði en það er gamla Fagra- nesið sem lengi sigldi um ísafjarð- ardjúp. Sjóstangir voru með í för og við heimkomuna bauð Guðmund- ur Valur Stefánsson, annar eigandi Næsta bars, öllum upp á fiskibollur sem búnar voru til úr afla dagsins. Eldey er þekkt sem stærsta súlu- byggð heimsins og er alfriðuð. Ekki er vinnandi vegur að komast upp á hana enda þverhnípt á alla kanta. Hins vegar er þekkt úr sögubókun- um að Eldeyjar-Hjalti vann það af- rek að klífa upp eyna á sauðskinns- skónum og án alls hjálparbúnaðar. „Málið er að þetta er alveg ein- stök og sérstök upplifun að koma þarna og sigla í kringum eyjuna," segir Grétar Mar Jónsson um tilurð ferðarinnar til Eldeyjar. „Þetta er sannkallað náttúruundur þarna í miðju hafinu og ekki á allra færi að skoða það. Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá herlegheitin munum þá reynslu lengi." Fram kemur í máli Grétars Mar að engar skipulagðar ferðir séu til Eldeyjar og því hafi hann skipulagt allt saman, frá rútuferðinni til og frá Næsta bar og sjóferðinni með Moby Dick. Skipið sé gott í sjó og því hafi verið lítið um sjóveiki með- al hópsins en margir í hópnum hafi ekki haft neina reynslu af sjóferð- um. Ferðin stóð frá klukk- an tvö um daginn og fram til níu um kvöldið. Á meðan á ferðinni stóð var boðið upp á sjóstöng og er upp var staðið reyndist Guðmundur Val- ur vera mesta aflaklóin í hópnum þótt Daníel Magnússon myndlist- armaður hafi dregið stærsta þorsk- inn. Guðmundur Valur gerði hins vegar að aflanum um borð og bjó síðan til fiskibollur eftir heimkom- una og bauð hópnum upp á þær. Lísa Pálsdóttir, útvarpskonan Frá plötum í geisladiska á Bylgjunni Gamla myndin Það er engin önnur en út- varpskonan geðþekka, Val- dís Gunnarsdóttir, sem prýðir gömlu mynd- ina að þessu sinni ásamt Páli Þor- steinssyni. Og myndin er tímamóta- mynd - eða svo til, tekin í okt- óber árið 1989. „ÉgogPalliunn- um mikið sam- an á upphafsárum Bylgjunnar og þessi mynd er sennilega tekin þegar Bylgjan var nýbúin að sameinast útvarpsstöðinni Stjörn- unni," segir Valdís og bendir á að húsakynnin sem myndin var tek- in í hafi sennilega verið tekin í Sig- túni eftir flutninga Bylgjunnar þangað. Valdís var á þessum tíma dagskrárstjóri Bylgjunnar og Páll útvarpsstjóri. Fyrir utan þau á myndinni má sjá fjöldann allan af plötum, með- al annars nokkr- ar sígildar Bítla- pötur. „Við vorum á þessum tíma að losa okkur við mik- ið af plötunum þar sem geisladiskarnir voru að koma inn," segir Valdís. Hún hefur starfað á Bylgjunni með hléum, nánast frá því að stöð- in var stofnuð. „Ég er búin að vera í 13-14 ár á Bylgjunni samtals. Það var voða gott að geta tekið þátt í þessu í upphafi því þú gast gert hluti sem ekki mátti gera á Rás 2," segir hún en áður starfaði hún á Rás 2. Valdís og Páll voru á mánudag- inn síðasta með þátt saman í til- efni af 20 ára afmæli Bylgjunnar. Og Valdís er þessa dagana með þátt á sunnudagsmorgnum. „Palli og Þorgeir Ástvalds voru aðallær- ifeður mínir. Þetta voru óvenju góðir tímar og margar minningar þaðan." Á góðri stundu Héreru Valdísog Pátt á Bylgjunni, mjög líklega að hreinsa til í plötusafninu. Valdís er á innfelldu myndinni. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.