Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Alþingismenn reka upp rokur svo þeir gleymist ekki. En hvað þeir segja gleymist jafnharðan." Sigurjón M. Egilsson ritstjóri Blaðsins að ræða gagns- og getuleysi þingmanna í leiðara. Já, Sigurjón, þökkum guði fyrir litlu greiðana. „En flokksþing Framsóknar var mikil kossasamkoma. Og eins og stundum gerist þá yfirfærðu framsóknarmenn eigin líðan út í þjóðfélagið. Þeir héldu að þar sem þeir væru tilbúnir til sátta innan flokksins þá væru þeir um leið búnir að ná sátt við þjóðina. Þeir eiga eftir að vakna upp af sæluvímunni og horfast í augu við óþægilega staðreynd þegar líður að kosning- um." Koibrún Bergþórs- dóttirað fjalla um pólitík líðandi stundari viðhorfs- pistli i Blaðinu. Kolla klikkar aldrei. „Ég hafði hins vegar eytt dágóðum tíma þennan sama dag við að leita að Staksteinum sem ég fann loks á fremstu síðunum. Ég gretti mig og sagði við sjálfa mig:„Hvernig stendur á því að hugmynd Moggamanna um nýtt og betra blað felst í því að færa til efni og gera letrið enn svartara og grárra en það var"." Kolbrún Bergþórsdóttir að fjalla um Moggayfirlætið í fjölmiðlapistli í Blaðinu. Já, Kolla klikkar bara aldrei. „Þegar Smáborgarinn ætlaði að teygja sig í ökuskírteinið mundi hann eftir veskinu sem sat í makindum sínum á heimili hans í miðbæ Reykjavíkur.„Andskotinn," hugsaði Smáborgarinn upphátt og lögreglu- þjóninum var ekki skemmt.„Engan kjaft vinur," hreytti hann út úr sér svo Smáborgarinn fékk ögn af pylsu framan í sig í bland við remúlaði- andremmu.„Ætlarðu að koma aðeins yfir í lögreglubílinn." Smáborgarinn hlýddi." Smáborgarinn íBlaðinu að greina frá lögguhremmingum sínum er hann heimsótti heimabæ sinn ári eftir aö hann flutti þaðan og var stoppaður aflöggunni við bæjarmörkin. Þá vitum við að Smáborgarinn kemur ekki frá Blönduósi. Þarpulsa löggurnar sig niður en ekki upp i geðsveiflurnar. „Ónáttúra og gægjufikn íslenska ríkisins virðist vera á hættulegu stigi. Á sama tíma og afneitun er eina svarið sem okkar fremsti lögspekingur mætir hjá dómsmálaráðuneytinu er sjálfur dómsmálaráðherrann að svala lund sinni með þvi að ræða í karlaklúbbum úti í bæ hvort „nauðsynlegt sé að stofna hér leyniþjónustu"." Þráinn Bertelsson að ræða um dónaskap með hjálpartækjum I Bakþönk- um Fréttablaðsins. Það er gömul saga og ný að Björn Bjarnason er pikkfastur í fari kalda striðsins og losnar sennilega aldrei þaðan. „Það er auðvitað lykilatriði, að hægt sé að frelsa menn frá fíkninni, meðan á betrunarvist þeirra stendur, annars rís hún tæplega undir nafni." Leiðarahöf- undur Morgunblaðs- ins að ræða um fíkn I fangelsi. Tja, effiknin ris ekki undir nafni til hvers þá að eyða kröftum í meðferð við henni. Athafnamaðurinn Eiríkur Sigurðsson, sem stofnaði 10/11 verslanirnar, og Helga Gísla- dóttir, eiginkona hans, eru að byggja glæsilegt einbýlishús á gullfallegri sjávarlóð við Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi. Það er Steve Christer, sem af flestum er talinn vera besti arkitekt landsins, sem teiknaði húsið. Eiríkur í 10/11 bvggirvillu Ekki er talið óvar- m legt að áætla að W ^ heildarkostnaður\ við byggingu þessa \ glæsilega húss sé um .. 150 milljónir. lf| ■HT' Eiríkur Sigurðsson Stórglæsilegt einbýlishús á sjávarlóð á besta stað á Seltjarnarnesi I Ótrúlegt útsýni Eins og sjá má á þessari mynd er byrjað að byggja húsið og útsýnið er hreint út sagt ; ómótstæðiiegt. DV-mynd Heiða Hrólfsskálavör á Seltjamamesi hefiir löngum verið talin ein af falleg- ustu götum höfuðborgarsvæðisins. Helmingur húsanna þar snýr út að sjónum með einstöku útsýni. Síðustu lóðimar í götunni vom seldar fýrir þremur árum. Einn af þeim sem keypti þá var Eiríkur Sig- urðsson, stofnandi verslanakeðjunnar 10/11. Hann byggir nú 600 fermetra viilu á glæsilegri sjávarlóð á Hrólfsskálavör 2. Villa af dýrari gerðinni Eiríkur og fjölskylda hans búa nú í glæsilegu 254 fermetra einbýlishúsi á Valhúsabraut sem var byggt fyrir 10 árum. í næsta húsi við þau býr Harald- ur Jóhannessen ríkislögreglustjóri og við hliðina á honum er Sigurður Ein- arsson, starfandi stjómarformaður Kaupthing Bank. Svo virðist hins vegar sem farið sé að þrengja að Eiríki, konu hans og tveimur bömum því nýja húsið við Hrólfsskálavör er meira en helmingi stærra. Nýja villan er um 600 fermetrar á þremur hæðum og verð- ur ekkert til sparað. Ekki er talið óvar- Á Þingvöllum Eirikurog fjölskylda hans eiga glæsilegan sumarbústað á Valhallarstig á Þingvöllum innan um marga aðra rika Islendlnga. legt að áætla að heildarkostnaður við byggingu þessa glæsUega húss sé um 150 milljónir. Besti arkitektinn Sá sem teiknar húsið fyrir Eirík er Steve Christer hjá Stúdíó Granda en hann er af flestum talinn vera besti arkitekt landsins. Christer teiknaði meðal annars hús Iindu Stefánsdótt- ur, fyrrverandi eiginkonu Jóns Ás- stórtog mikið Eins og sjá á þessum teikningum þá húsið engin smásmíði. Heimilið í dag Eirlkur og fjölskylda búa Idag íþessu glæsilega einbýlishúsi við Valhúsabraut áNesinu. DV-myndHeiða geirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, í Skrúöási í Garðabæ og eins og sjá má á myndunum við fréttina þá er það Jiið glæsUegasta að innan jafrit sem utan. Hagnaðistá 10/11 Eiríkur stofnaði eins og áður sagði verslanakeðjuna 10/11 árið 1991. Hann opnaði fyrstu verslunina í Engi- hjaUanum í Kópavogi en síðan ijölg- aði þeim ört næstu árin. Baugur keypti verslanakeðjuna árið 1999 og er tal- ið að hagnaður Eiríks af þeirri sölu hafi numið mörg hundmð mUljónum króna. Reyndar kom sala 10/11 við sögu í Baugsmálinu en þá var Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, ákærður fyrir að hafa keypt verslanakeðjuna fyrst fyrir hönd Gaums, eignarhalds- félags fjölskyldu hans, og síðan selt hana áfram tU Baugs. Þeirri ákæm var vísað frá og tillcynnti Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í mál- inu í síðustu viku að hann hygðist ekki endurákæra Jón Ásgeir vegna þess ákæruliðar. oskar@dv.is Svona vinnur Steve Christer Ekki eróliklegtað hús Eriks komi til með að lita útaö utan og innan eins og þetta hús sem Steve Christer teiknaði fyrirLindu Stefánsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs, I Skrúðási I Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.