Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 32
52 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin DV Helga Braga Jónsdóttir er fyndnasta kona íslands að mati álitsgjafa DV Helga Braga ætlaði sér að verða alvarleg leikkona þegar örlögin gripu í taumana. Hún segir magadansinn hafa hjálpað sér við að verða sáttari við sig en að hún hafi oft grátið þegar hún hafi ekki verið sátt við eigin frammistöðu. Með aldr- inum hafi hún hins vegar orðið sanngjarnari við sjálfa sig. i 11 hjarta en hún er blanda af týpu sem ég man eftir uppi á Skaga og Gulla frænda, móðurbróður mínum," segir Helga og bætir við að karlmenn hafl sérstaklega elskað Gyðu Sól. Gott að eldast Aðspurð segist Helga alls ekki vera fyndin og skemmtileg alla daga. Hún sé í rauninni miklu meira til baka en fólk gerir sér grein fyrir. „Ég er svolít- ið hverflynd enda er ég rísandi krabbi. Margir halda að við leikarar séum stöðugt hressir og kátir en ég er ein- ræn og þykir gott að vera ein með sjálfri mér," segir hún og bætir við að þessa stundina sé hún ein á röltinu í Manchester þar sem hún sé með hópi hressra kvenna. „Þær eru allar að versla og ég nýt þess að vera ein á meðan og skoða mannlífið." Helga Braga gerir gjarnan grín að sjálfri sér en það segir hún grund- vallaratriði í kómík. „Ef þú getur ekki gert grín að sjálfum þér geturðu sleppt þessu. í fyrstu var ég meira að gera grín að öðrum en í dag nota ég mest sjálfa mig. Við gerum líka öll sömu mistökin svo margir geta samsamað sig við það sem ég er að segja. Þótt vinkona mín hafi lent í aðstæðunum sem ég tala um þá er djókið á minn kostnað. Þannig er það hreinlegast og þannig fæ ég fólk til að hlæja með mér," segir hún og bæt- ir við að hún sé ekki mjög spéhrædd. „Magadansinn hjálpaði mér mikið því maður þarf að vera sáttur við sig. Ég er samt alltaf á fullu inni í mér og maður verður að öðlast þykkt skinn. f rauninni er ég súperviðkvæm týpa en hef unnið að því hörðum höndum að öðlast þykkara skinn og er enn að því. Ég hef alveg grátið þegar mér finnst ég ekki hafa verið nógu góð þótt það hafi minnkað nú í seinni tíð. Maður verð- ur áð gera sér grein fyrir að maður getur ekki alltaf gert allt milljón pró- sent. Þótt þú gerir þitt besta þá skiptir dagsformið og stemningin á staðnum máli," segir hún og bætir við að þykk- ara skinn komi með aldrinum. „Guð hvað það er gott að eldast," segir hún brosandi að lokum. indiana&dv.is „Þetta eru ótrúlegar fréttir," segir Helga Braga Jónsdóttir þegar henni er tilkynnt að hún hafi verið lqörin fyndn- asta kona íslands af álitsgjöfum DV Helga er í skýjunum vegna sigursins en segist ekki hafa verið eins lengi í brans- anum og flestir telja og að hún hafi alltaf ætíað sér að verða dramatísk leikkona. „Þegar ég byrjaði í leiklistarskólanum og þegar ég var í Skagaleikflokknum sem barn var ég alltaf í dramatískum hlut- verkum. Síðar kom í ljós að krökkunum í leiklistarskólanum fannst ég fyndin. Það var alveg óvart og ég pældi ekkert meira í því enda var ég í dramatískum hlutverkum fyrst eftir að ég útskrifaðist. Karíerinn tók svo ákveðna beygju þegar ég fór til Fóstbræðra árið 1997. Þar var ég ráðin til að leika öll kvenhlutverk- in en í annarri seríunni buðu þeir mér svo inn í hljómsveitina." Eftir það ákvað hún að segja upp hjá Borgarleikhúsinu svo hún gæti verið með strákunum að fullu. „Ég var dramatísk leikkona, það var alveg á hreinu. Mig hefði aldrei grunað eitt augnablik að ég væri grín- leikkona. Hún Guðfinna Rúnarsdóttir vinkona mín var alltaf sú fyndna en ég lék ungu, sætu, alvarlegu stúlkuna. En örlögin tóku í taumana." Gyða Sól byggð á Gulla frænda Helga segist lengi hafa efast um sig sem grínara en hafi ákveðið að prófa skemmta fólki. „Sigrún Ólafsdótt- leikritahöfundur bað mig einn dag- inn að koma og skemmta Borgfirðing- um í Logalandi. Ég sagði að það væri af og ffá, ég gæti það ekki. En hún gaf sig ekki og ég ákvað að slá til. Ég var í ofsa- lega miklu gervi til að fela mig og hafði skrifað hvert einasta orð niður og und- irbjó mig rosalega vel," segir Helga og bætir við að Flosi Ólafs hafi verið bú- inn að hita salinn vel upp áður en hún steig á sviðið. „Ég hugsaði hvað ég væri eiginlega búin að koma mér í og bjóst við að fólkið myndi baula á mig en þar sem Flosi hafði hitað þau svona vel upp hlógu þau að mér." Helga Braga hefur túlkað marga minnisstæða karaktera og strákastelp- an Gyða Sól er líklega einna minnis- ff stæðust. „Gyða Sól er mér mjög nærri m í „Hugsaöu áöur en þú talar.“ Hversu oft hefur þig ekki langað til að geta tekið orð þín til baka. Oft eru það orð sögð í hita leiks; orð sem hefðu betur aldrei fallið. Verra er ef orð þín gleymast aldrei, eins og sumir hafa lent í! Ódauðlegar setningar „Það verður nú aldrei neitt úr þér." Ónafngreindur kennari við nem- andasinn, Albert Einstein, 10 ára. „Þú hefur ekki áhuga á neinu nema skotfimi, hundum og rottuveiðum og munt verða fjölskyldu þinni og sjálfum þér til ævarandi skammar." Faðir Charles Darwin við son sinn. „Ég var spurður að því hvort sjálf- stæði okkar væri ógnað og ég svar- aði sannleikanum samkvæmt að svo væri ekki." Alexander Dubcek, höfundur „Vors- ins í Prag" eftir Jund í Moskvu 2. ágúst 1968. Nítján dögum síðar óku rússneskir skriðdrek- ar inn í borgina og Dubcekvarfluttur í handjámum til Moskvu. „Við Elísabet höf- um upplifað of margt saman tíl að sjá hjónaband okkar fara í hund- ana. Við elskum hvort annað of heitt til að skilja." Richard Burton í blaðaviðtali um sögusagnir um skilnað þeirra hjóna. Þau skildu nokkrum dögum síðar. „Farðu aftur til Liver- pool. Fjögurra manna hljómsveitir virka ekki lengur." Yfirmaður hjá DECCA-hljóm- plötuútgáf- unni við Brian Epstein þegarhann kynnti Bítlana fyrir honum. „Þú munt aldrei kom- ast á forsíðuna hjá Vogue því þú ert hvorki ljóshærð né bláeygð." Ljósmyndarinn Richard Avedon við Cher. Vogue seld- ist aldrei meira en þegar Cher prýddi forsíðuna nokkrum árum síðar. „Kristur var fyrsti baráttumað- urinn gegn gyðingum. Því verki sem hann hóf mun ég ljúka." AdolfHitler árið 1924. „Ef Abraham Lincoln væri á lífi í dag myndi hann snúa sér við í gröf sinni." Gerald Ford. T „Herra Nixon var 37. forsetí Bandaríkjanna. Á undan honum voru þrjátíu og sex forsetar." Gerald Ford. „Mamma, ég ætía að verða gamaldags heiðarlegur lög- fræðingur sem lætur ekki múta sér." Richard Nixon, 12 ára. annakristine@ dv.is heimildir: bókin.Don't quoteme".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.