Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 56
* 76 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Sjónvarp DV Á dagskrá næstu daga IMUfifHl Sjónvarpið - Scooby Doo -20.10 Sjónvarpið sýnir fjölskyldu- og gaman- myndina Scooby Doo sem er byggð á sam- nefndum teiknimyndum. Shaggy, Scooby hundurinn hans og vinir berjast við að leysa ýmsar furðulegar ráðgátur sem tengjast draugum og öðrum skrímslum. Það getur reynst erfitt þegar þeir félagar eru logandi hræddir. Meðal leUcara eru Matthew Lill- ard, Freddie Prinze, Sarah Michelle Gellar og Rowan Atkinson. PRESSAN Skjár einn - Nýi Bachelorinn -21.00 Skjár einn hefur hafið sýningar á sjöundu þáttaröðinni af hinum sívinsælu Bachelor-þátt- um. Það er búið að finna en einn draumaprins- inn sem 25 glæsikonur berjast um að heilla upp úr skónum. En í þetta skiptið eru reglurn- ar breyttar. Ýmsum smáatriðum hefur verið breytt. Þar á meðal að piparsveinninn má gefa dömunum rós þegar hann vill og þær mega að sama skapi yfirgefa þáttinn þegar þær vilja. Stöð 2 - Entourage -21.20 f kvöld hefur göngu sína önnur þáttaröðin af gamanþáttunum Ent- ourage. Þættirnir hafa verið mjög vinsælir og hlotið einróma lof gagn- rýnenda hvarvema. Þættirnir voru bæði tilnefndir til Emmy- og Golden Globe-verðlauna. Þættimir fjalla um Vincent Chase sem er ungur leikari á uppleið í Hollywood. Það er mikið af freistingum í boði í borg draumanna en Chase hefur þrjá æskuvini sína sér til halds og trausts. Laugardagur Sýn - Norður Irland - ísland -13.30 Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í undankeppninni fyrir EM 2008, fer fram í Belfast gegn Norður-frum. Það er spurning hvort íslenska liðið nái að fylgja eftir nokkuð sannfærandi frammi- stöðu gegn Spáni á dögunum. Seinast þeg- ar ísland og Norður-Irar mættust í Belf- ast sigruðu heimamenn 3-0 en mikið vatn hefur runnið til sjávar sfðan þá. Stöð 2 - Búbbarnir - 20.05 Búbbarnir eru það nýjasta í íslenskri dagskrágerð. Hér er á ferðinni brúðugrínþáttur sem hentar allri fjölskyldunni. Þættirnir gerast á Nýju Búbbastöðinni. Þar starfa hinir kostulegustu karakterar og getur reynst erf- itt að láta hlutina ganga eðlilega fyrir sig, reyndar ómögulegt. Um raddir í þáttunum sjá Sveppi, Björgvin Franz Gíslason, Jóhann G. Jóhannsson og Vilhjálmur Goði auk annarra einvala grínbarka. Óskar Hrafn skrifar um eftirminnilegt laugardagskvöld á Stöð 2 • • Omurlegur aulahúmor og falskir athyglissjúklingar Fyrir fjölskyldufólk eins og mig eru laugardagskvöldin kvöld þar sem fjölskyldan sest nið- ur fyrir framan sjónvarpið með popp og kók til að eiga saman notalega samverustund. Þessi samverustund breyttist í martröð síðastliðið laugardagskvöld þegar kvölddagskrá Stöðvar 2 byrjaði. Allir á heimilinu biðu spenntir eftir brúðuþættinum Búbbunum enda Sveppi í miklu uppáhaldi hjá börnunum. Strax á fyrstu sek- úndum þáttarins var ljóst í hvað stefndi. Ömurlegur aulahúmor í anda Kaffibrúsakallanna sem voru drepfyndnir fyrir þrjátíu árum. Það er ekki laust við að ég hafi vorkennt blessuðum leikur- unum sem þurftu að leggja alla þessa vinnu á sig fyrir jafnlitla uppskeru. Konan gafst fyrst upp. Hún hélt út í þrjár mínútur. Síðan hættu níu ára dóttir mín og vin- kona hennar að horfa enda aldar upp við Simpson-fjölskylduna og Strákana frekar en Gísla Rúnar og Júlíus Brjánsson. Ég hélt út allan þáttinn þrátt fyrir að vera aðfram- kominn af leiðindum. En hafi Búbbarnir verið leið- inlegir þá tók ekki betra við. Rammfalskt og athyglissjúkt fólk að syngja í sjónvarpssal. Á hvaða - besta sætið 9 9 s 3 Ömurlegur aulahúm- or í anda Kaffibrúsa- kallanna sem voru drepfyndnir fyrir þrjátíu árum. lyfjum var sá maður sem ákvað að Það var lagið ætti eitthvert er- indi í íslenskt sjónvarp? Ég veit að á einhverjum tímapunkti hefði ég getað staðið upp og hætt að horfa en ég var haldinn einhverri óskilj- anlegri þörf fyrir að pína sjálfan mig þetta kvöld. Ég spyr hins veg- ar hvort maðurinn sem fann það út að Búbbarnir og Það var lagið væri rétta blandan á laugardags- kvöldi sé enn með vinnu. íþróttafréttamenn Sýnar fara líka í taugarnar á mér þessa dag- ana. Þeir eru enn svekktir yfir því að hafa misst enska boltann yfir til Skjás eins fyrir þremur árum og minnast ekki á úrslit leikja í ensku úrvalsdeildinni þegar far- ið er yfir helstu íþróttafréttir laug- ardagsins. Hins vegar vissi ég upp á hár hvernig leikur Barns- ley og Cardiff fór í ensku 1. deild- inni. Hversu lengi geta menn ver- ið svekktir. Sýnið fagmennsku og gerið ensku úrvalsdeildinni góð skil í fréttum ykkar. Annað er svik við áhorfendur. Sjónvarpið - Bone Collector -22.15 Hér er á ferðinni hörku- góð spennumynd frá árinu 1997 með Denzel Washing- ton og Angelinu Jolie í aðal- hlutverki. Denzel leikur mjög færan rannsóknarlögreglu- mann sem slasast illa við störf og lamast. Eftir það aðstoð- ’■* ar hann samstarfskonu sína, sem er leikin af Jolie, við að hafa hendur í hári vægðar- lauss morðingja. Sunnudagur Sýn - Brasilía - Argentína -14.50 Bein útsending frá vináttulandsleik knattspyrnustór- þjóðanna og erkiíjendanna Brasilíu og Argentínu. Leik- urinn fer fram í London á flúnkunýjum leikvangi Arsenal, Emirates-leikvanginum. Þarna mætast einhverjir færustu knattspyrnumenn heims um þessar mundir. Sjónvarpið - Bleak House - 20.50 Fyrsti þáttur af átta í nýrri þáttaröð sem ber nafnið Bleak House. Þættirnir eru byggðir á sögu Charles Dick- ens og fjallar um fólk sem fær að kenna á brotalömum í breska réttarkerfinu á 19. öld. Meðal leikenda eru Anna Maxwell Martin, Denis Lawson, Gillian Anderson, Tom Georgeson, Charles Dance, Hugo Speer og Nathaniel Parker. 001700 Fjarnám á haustönn Skráningu lýkur 2. september á heimasíðunni www.fa.is/fjarnam *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.