Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 37
 C^TUDAGUR h. "™^06 DV Helgin Helen Mirren leikur Bretadrottningu Helen Mirren snýr aftur í vetur í sjöundu og allra síðustu röðinni af Prime Suspect, fjögurra klukku- stunda og tveggja hluta þáttaröð um lögregluforingjann Jane Tennyson. Þar með endurlífgar hún vetrardag- skrá ITV-stöðvarinnar sem hefur far- ið verst útí í samkeppni milli breskra sjónvarpsstöðva. Tennyson er tákn- mynd fyrir breskar lögreglukonur; það var rithöfundurinn Lynda La Plante sem skóp þessa persónu. En Mirren verður líka áberandi á hvíta tjaldinu í vetur en hún leikur Elísabetu Englandsdrottningu í nýj- ustu mynd írska leikstjórans Stephan Frears, The Queen, sem búast má við að valdi umtali þegar hún birtíst. Þar er lýst ástandi við hirðina og í bresk- um stjórnmálum eftír andlát Díönu prinsessu og viðleitni Tonys Blair tíl að bæta ímynd konungsfjölskyld- unnar bresku eftír dauðaslysið í Par- ís. Mirren er vön að leika drottning- ar; hún hefur sést nokkrum sinnum í sumar á Hallmark-stöð Digital Island í hlutverki Elísabetar fyrsm. Hún var tílnefnd til Emmy-verðlauna fyrir þá túlkun. Myndin um Elísabetu aðra verð- ur frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðar í þessum mánuði. Það var talin ein ástæða fyrir því að hún var sett í þetta erfiða hlutverk að breskir áhorfendur yrðu að sjá leik- konu í hlutverkinu sem þeir hefðu fyrir samúð með og ekki síður leik- konu sem gætí á sannfærandi hátt sýnt þá miklu ólgu sem þá ríkti við hirðina og í huga drottningar. Mirren er komin af rússneskum innflytjendum. Hún er fædd 1945. Faðir hennar vann sem leigubíl- stjóri í London og hún vann sig upp í bresku leikhúslífi þótt hún tæki snemma að koma fram í kvikmynd- um; hún lék bæði í Savage Messiah (1972) undir stjórn Kens Russell og í 0 Lucky Man! (1973) með Lindsay Anderson. Fram tíl 1980 einbeitti hún sér að sviðsleik og hefur tekist á við fjölda stórhlutverka undir stjórn helstu leikstjóra Englendinga. Hún vakti fyrst mikla athygli í gangsteramynd- inni The Long Good Friday (1980) en Hollywod kveiktí ekki á henni fyrr en eftir The Mosquito Coast (1986) þar sem hún lék á mótí Harrison Ford og River Phoenix. Sama ár fór hún að búa með bandaríska leikstjóranum Taylor Hack- ford og býr enn. Þau dvelja jöfnum höndum í Los Ang- eles, Frakklandi, London og New Orleans. Samkvæmt upplýsing- um dagskrárdeildar Stöðvar 2, sem hefur jafnan sýnt Prime Suspect, er víst að röðin verður þar á dagskrá en óljóst hve- nær. Hús Brandos rifið Sú saga fór á kreik þegarJack Nicholson keypti gamla húsið, sem Marlon Brando átti við Mulholland Drive í Hollywood, að Jack vildi bara ráða hvaða nágranna hann byggi við. Verðið var að visu hátt, 3,4 milljónir dala. Nú er komið á daginn að Jack ætlar að rífa húsið og koma þar upp blómagarði með uppáhaldsblómi síns gamla vinar, jasmínu, eða frangipani, en húsið barþað nafn. Raunar ætlaði Jack að gera það upp en það var ekki talið svara kostnaði. Sjálfur lýsti Brando húsinu sem kofa með einu svefnherbergi og setustofu í bílskúrnum. Það var komin mygla i húsið allt en Brando var frægur fyrir vanhirðu á eignum sínum. Það var tæmt í fyrra af öllu þegar Christie's stóð fyrir uppboði á eigum leikarans. Börn hans hafa engan áhuga sýnt á eftirreitum leikarans og nú mun heimili hans hverfa undir blómagarð. Sunnudagurinn 3. september er síðasti dagur sumarútsölunnar OPIÐ: laugardag 10-17, sunnudag 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 LJtiVist Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is * •» y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.