Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 42
62 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 VeiBimál DV Veiði lokið í Veiðivötnum Veiðisumrinu er lokið í Veiðivötnum þetta tímabilið. Stangveiðin gekk mjög vel á þessum slóðum og er þetta ann- að besta veiðisumarið hingað til. Aílinn nú var 16.278 fiskar sem er litlu færri fiskar en á síðasta ári en þá veiddust 16.766 fiskar sem var metár í stangveiðinni. Veiði á urriða var minni framan af sumri en undanfarin ár en glæddist þegar leið á. Skýringin er líklega kuldi í vötnunum framan af sumri. Bleikjan gaf aftur á móti vel í kuldanum og var tæplega 50% af heildarveiðinni í sumar, sem er hærra hlutfall en áður hefur sést í Veiðivötnum. Þyngsti fiskurinn var 11,6 pund og meðalþyng var 1,55 pund. Veiðimaður vikunnar Eflaust eru margir sem kaupa fluguveiðistöng og standa svo á bakkanum og skilja ekki hvernig á að koma flugunni út. Gummi í Arko og Pálmi Gunnarsson hafa stofnað fluguveiðiskóla. Helmingur nemenda eru konur Þaö hefur veriö gríðarleg ásókn I fluguveiöi- skólann. Yfir helmingur nemenda eru konur. Veiðimaður vikunnar að þessu sinni er alþingismaður- inn Gunnar örlygsson. „Ég held ég geti fullyrt að aldrei áður hafi ég veitt jafnmarga daga og þetta sumar. Veiðisumarið hófst fyrir alvöru í Hofsá í Vopnafirði dag- ana 8.-10. júlí. Ógleymanlegur túr þar sem veiddust einir 60 lax- ar á 7 stangir og flestir rígvænir eða frá 10-15 pund, stærstu fisk- amir voru 17 og 18 pund. Þá heimsótti ég, ásamt fjöl- skylduminni, Stóru-Laxáí Hreppum um mitt sumar og átt- um við þar ljúfar stundir við fína veiði þar sem bæði lax og bieikja létu glepjast af flugum okkar. Umhverfi Stóru Laxár hefur að geyma seiðandi fegurð og er áin að mínu viti ein af fallegustu lax- veiðiám landsins. Þá fór ég til veiða í Fnjóská og fékk þar 2 laxa og nokkrar vænar sjóbleikjur. Fnjóská er mjög krefjandi á þar sem hún rennur um langan veg bæði vatnsmikil og straum- hörð. Fnjóská mun ég án efa heimsækja aftur. Ég fór einn- ig til veiða í Laxá f Leirársveit og veiddi vel af bæði vænum sjóbirtingi og lax eða samtals 9 fiska. Þá fór ég til veiða í Ytri Rangá á afmælisdaginn minn 4. ágúst og lenti í sannkallaðri mokveiði. Á sjálfan afmælisdag- inn náði ég að landa 14 löxum og flesta þann daginn eða 9 laxa veiddi ég á tveimur klukkustund- um á veiðistað sem nefndur er Rangárflúðir." „Ég stofnaði þennan skóla síðasta haust og ætlaði að vera með eitt eða tvö námskeið í sumar til að kynna þetta. Ég ætlaði svo að fara á fullt næsta sumar. En það varð spreng- ing. Ásóknin var svo mikil að ég varð bara að byrja á fullu strax," segir Guð- mundur Guðmundsson, sem er best þekktur sem Gummi í Arko, um nýj- an fluguveiðiskóla sem hann rekur. Ég fór að hugsa um hvernig það er þegar maður er að byrja að veiða. Ég var svo heppinn að ég sjálf- ur fékk góða leiðsögn strax í byrjun en það eru ekki allir svo heppnir og þess vegna stofnaði ég skólann. Ég fékk Pálma Gunnarsson með mér í lið. Hann er einn af okkar færustu fluguveiðimönnum og hann er líka gríðarlega góður kennari. Það helst nefnilega ekki endilega í hendur að vera fær og að vera góður kennari en Pálmi hefur þetta allt. Þriggja daga veiðitúr Skólinn hjá Guðmundi og Pálma virkar þannig að farið er með fólk í þriggja daga veiðitúr og þar er allt kennt. „Það er ekki endilega lögð áhersla á að veiða sem mest heldur eru allar aðferðir kenndar. Það er eitt að vera í einhverjum sal og læra að kasta flugunni en það er svo annað þegar þú ert kominn út í vind og svo- leiðis. Þá vandast málið þegar rok- ið og rigningin eru byrjuð að stríða þér. Við förum svo yfir grunninn og kennum allar þær aðferðir sem við kunnum. Við höfum aðallega verið að kenna þetta á silungasvæðinu í Vatnsdalsá. Það hentar mjög vel því veiðihúsið er stórt og veiðisvæðið er mjög gott til kennslu. Helmingurinn konur sem koma á námskeið Ætíi það hafi ekki farið í gegnum skólann hjá mér í kringum 60 til 70 manns og helmingurinn af þeim eru konur. Það er greinilegt að það er mikil aukning í fluguveiði hjá kon- um. Fólk sem hefur komið til okkar hefur viljað koma til okkar á fram- haldsnámskeið enda er erfitt að meðtaka allt á þremur dögum. Ég reikna með því að á framhaldsnám- skeiðinu verði farið meira í laxveiði. f haust ætla ég svo að vera með einka- námskeið í góðri sjóbirtíngsá. Þau námskeið eru fyrir þá sem vilja fara einir eða jafnvel hjón," segir Gummi og bætir því við að reyndar sé upp- selt á námskeiðin sem hann ætí- ar að bjóða upp á í haust. Það sé þó tímabært að byrja að skrá sig á nám- skeiðin sem hefjast næsta vor. Fyr- ir áhugasama er um að gera að hafa samband við Guðmund í síma 893 7654 eða senda honum tölvupóst á arko@arko.is. Guðmundur með góða Nielsen-stöng Gummihefur grlðarlega mikla reynslu enda hefur hann stundað fluguveiöi i tugi ára. Gummimeð einn Gummi og Pálmi Gummisegiraö flottan Gummi Pátmi sé einn færasti fluguveiöimaður vetddiþessafallegu landsinsoghannséllkafrábeerkennari fískaiVlkurá. army.is Þetta er vefverslun sem selur not- uð og jafnvel ný föt frá ýmsum herj- um. Hægt er að gera mjög góð kaup hjá þeim. Eins er bara mjög gaman að skoða hvað þeir hafa upp á að bjóða. skotfimi.is Þessi vefur fjallar um allt sem við- kemur skotfimi. Mjög skemmtileg- ur og góður vefur. Um að gera fyrir alla að kynna sér þetta skemmtilega sport. logreglan.is Það er alveg nauðsynlegt fyrir alla þá sem hafa áhuga á skotveiði að kynna sér reglugerð- ir og annað sem lög- reglan hefur upp á að bjóða varðandi skot- veiði. hlad.is Á vefsíðu Hlaðs er hægt að fá góðar upplýsingar um allt sem viðkemur skotveiði. Ífff Þar er líka spjallsvæði fyrir notendur. Hægt er að fá góð- W ar upplýsingar hjá þeim sem B stunda spjallið. Svolítið um ’ skítkast og leiðindi en þó ekki mikið. byssusmiðs. Jóhann er einn af fær- ustu byssusmiðum íslands og inni á vefsíðunni hans er spjallborð og fróðleikur. Fyrir þá sem eru ^Sky''3' nettengd- 'vjac ir þá er fullt af skemmtilegum vefsíðum með efni um skotveiði. Bæði eru skemmtilegar versl- anir með góðar síður i sem og félagasamtök i og einstaklingar. ust.is ^ Vefur Umhverfis- stofnunar, þarna er hægt að ná sér í góðar upplýs- ingar varðandi skotveiði. Á þessum vef eru nýj- A ar fréttir og hægt að m sækja um veiðikort, ^fl einnig eru nýjar fll rannsóknir birtar þar og ýmislegt skemmtilegt. hreindyr.is Vefsíða veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar. Hérna eru all- ar upplýsingar um hreindýraveið- ar. Hægt er að fá nýjustu fréttir um hreindýraveiðina og fróðleik um alit sem viðkemur veiðinni. byssa.is Vefsíða Jóhanns Vilhjálmssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.