Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin »V Ekki hefur borið jafn mikið á neinum mæðgum og nöfnunum Unni Steinsson og Unni Birnu Vilhjálmsdóttur. Báðar þykja þær forkunnarfagrar og enn fallegri að innan, samkvæmt þeim sem þekkja þær best. Unnur Steins og Unnur Birna hafa báðar komist langt í fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina en hvorug hefur látið velgengn- ina stíga sér til höfuðs. Mæðgurnar eru nánar og einsettu sér að njóta ársins enda einstakt tækifæri fyrir Unni Birnu sem mun krýna arftaka sinn í næsta mánuði. Fáar ef einhverjar mæðgur jafh- ast á við Unni Bimu Vilhjáíms- dóttur og Unni Steinsson í feg- urð. Unnur Steins hefur þótt ein fallegasta kona íslands um árabil eða alveg ffá því hún tók þátt í Ungfrú ísland árið 1983 og þykir aðeins verða fallegri með árunum. Þegar dóttir hennar, Unnur Bima, ákvað að feta í fótspor móður sinnar og skráði sig í fegurðarsamkeppni höfðu allir eitt- hvað um málið að segja. Flestir töldu Unni Bimu sigurstranglega þar sem hún hafði ekki langt að sækja fegurð- ina. Margir höfðu orð á að þótt Unn- ur Bima væri sannarlega glæsileg þá hefði hún ekki enn náð þeim glæsi- leika sem einkennir móður hennar og enn aðrir töluðu um að sigurinn væri hennar vegna ættartengslanna. í dag em allir íslendingar stoltir af Unni Bimu sem kom, sá og sigraði ekki bara ísland heldur allan heiminn. Þar með urðu þeir sem töldu að um einhvers konar samsæri væri að ræða, að láta í minni pokann því þótt Unnur Steins væri sannarlega með puttann á púls- inum töldu fæstir að hún hefði ítök í dómneíhd Miss World. „Ég viðurkenni aiveg að ég fann fyrir mikilli pressu yflr því að eiga þjóðþekkta mömmu sem einnig var í þessari keppni og mér fannst ég þurfa að standa mig helm- ingi betur en hinar stelpumar og þurfa að sanna mig miklu meira," sagði Unn- ur Bima í viðtali við DV eftir að hafa verið valin ungfrú ísland. Genetískfegurð Eftir að Unnur Bima sigraði í keppninni skaut Unni Steins aftur fram í sviðsljósið, ekki að hún hafi einhvem tímann gleymst. Unnur var til dæmis valin fallegasta kona landsins af álits- gjöfum DV fyrr á árinu sem að vísu er ekkert nýtt þar sem hún hefur setið á toppi slíkra lista í gegnum árin. „Ég er eiginlega bara kjaftstopp en ég hlýt að vera svona vel af guði gerð eða ég vona það. Þetta er sjálfsagt genetískt en ég átti fallega foreldra," sagði Unnur þegar henni vom færðar fréttimar og lýsti yfir undrun sinni á að lenda á svona listum enn þann daginn í dag. „Ég skildi þetta þegar ég var í forgrunni og var meira áberandi en aðrir en síðustu árin hef ég farið mínar eigin leiðir og ekki látið mikið á mér bera. Unnur Bima hefur samt örugglega hjálpað mömmu sinni að ná þessum titÚ, ekki það að ég hafi verið að sækjast eftir honum," sagði Unnur Steins í viðtali við DV Þegar hún var innt eftir ráði handa öðmm konum sagði hún allt gott í hófi: „Ég er enginn rosalegur sportisti en ég hreyfi mig reglulega, fer í ræktina og í göngutúra. En ég er ekki manísk í neinu. Ég er mikil náttúmmann- eskja og nota lítið af snyrtivör- um en hugsa vel Fallegustu mæðguríheimi Falleg UnnurSteinsson eroft kölluð hin eillfa ungfrú ísland. Flott í bikinf UnnurBirna sprangar um í bikinli I keppninni Miss World. um húðina. Mataræðið skiptir líka miklu máli og þótt ég hafi aldrei þurft að hafa áhyggjur af því sem ég set ofan í mig passa ég mig að hafa rétta samsetningu í matnum," sagði Unnur Steinsson sem margir segja að sé hin eilífa ungfrú fsland. Fegurðin óviðjafn- anleg og klassísk Unnur Steins- son fæddist þann 27. apríl árið 1963. Unnur hefur komið nálægt fjölmiðlum og leikið í sjónvarpi auk þess sem hún hefur rekið nokkrar af þekktustu tísku- vömverslunum landsins og ver- ið ferðamálafull- trúi á Snæfellsnesi. Unnur og Vilhjálm- ur Skúlason, faðir Unnar Bimu, skildu þegar Unnur yngri byrjaði í menntaskóla og síðar kynntist Unn- ur núverandi eiginmanni sínum, Ásgeiri Jóni Ásgeirs- syni. Þeir sem þekkja Unni Steins best segja hana rækt- arsama, fylgna sér og gáfaða og að sjálfsögðu afar fallega. „Trygglyndi og ræktar- semi Unnar er einhvem veginn af gamla tíman- um. Maður á í henni hvert bein. Hún er líka einkar dugleg og skipu- lögð. Fegurð hennar er óviðjafnanleg og klassísk. Þessi fegurð Unnar get- ur stundum komið í veg fyrir að gáfur hennar og frambærileiki séu metin að verðleikum," sagði Heiðar Jónsson um vinkonu sína í dálknum Kostir og gall- ar í DV. Pálmi Gestsson leikari og vin- ur Umiar segir hana duglega og afar hæfileikaríka manneskju. „Ekki spillir heldur fegurðin. Mér dettur helst í hug að svona áberandi fegurð kunni stund- um að þvælast fyrir fólki með einum eða öðrum hættí," sagði Pálmi. Guð- rún Möller vinkona Unnar tekur í svip- aða strengi: „Hún Unnm er dásam- leg. Mjög fylgin sér og það er ákaflega skemmtilegt að sjá hvemig hún tekst á við málin. Hún kryfm þau samvisku- samlega til mergjar og tekst óhindmð á við þau. Það kann að reynast henni ókostm hvað hún er góð. Hún leitar að kostum í fari fólks og það getm verið að hún sjái ekld púka sem koma inn á milli," sagði Guðrún í sama dátid. Ræktar gömlu vinina Unnm Bima VUhjálmsdóttir fædd- ist þann 25. maí árið 1984 og gekk í grunnskóla í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjamamesi. Bræðm hennar em Stein- ar Torfi fæddm árið 1986 og Vilhjálm- m Skúli sem fæddist árið 1992. Eftir sjöunda bekk fór Unnm Bima yfir í Valhúsaskóla en eftir einn vetm þar lá leiðin í Árbæjarskóla þar sem fjöl- skylda hennar fluttist í Árbæinn árið 1998. Eftir grunnskóla lá leið Unnar í Menntaskólann við Sund þar sem hún var afar virk í félagslífinu. Eftir að hafa reynt fyrir sér í mannfræði við Háskóla íslands ákvað Unnm Bima að leggja lögfræðina fyrir sig og varð Há- skólí Reykjavíkur fyrir valinu. Áhuga- mál Unnar em dans og hestamennska og svo vinir hennar. Hún hefur ekki látíð titilinn og velgengnina stíga sér til höfuðs og sést reglulega skemmta sér með vinum sínum hvort sem um Þjóðhátíð í Eyjum, hestamót, tón- leika eða skemmtistaði borgarinnar er að ræða. Vinir Unnar Bimu segja hana alltaf hafa haldið góðu sambandi við pabba sinn þótt hún hafi búið hjá mömmu sinni, bræðrum og eigin- manni mömmu þeirra, Ásgeiri Jóni. Tók þátt til heiðurs ömmu Gull Fegmð hefrn verið ríkjandi í lífi Unnar Bfrnu Vilhjálmsdóttm frá því hún var í móðurkviði. Unnm Steins- son hefur sjálf mikla reynslu af fegmð- arsamkeppnum enda einhver frægasta fegmðardrottning fslands. Sigmganga hennar í fegmðarsamkeppnum hófst árið 1980 þegar hún var kosin fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Það var svo árið 1983 sem hún hreppti titilinn ungfrú ísland og hafiiaði í fjórða sæti í keppn- inni um ungfrú heim með Unni Bimu undir beltí. Unnm Bima var ung að árum þeg- ar flestir gerðu sér grein fyrir að stelp- an yrði með eindæmum falleg og í menntaskóla var hún áberandi fyrir fegmð sína. Strax á öðru ári var hún kjörin ungfrú MS og einokaði þann tit- il það sem eftir lifði skólagöngunnar. Lengi hafði verið ýtt á Unni Bimu að taka þátt í keppninni ungfrú Reykja- vík en hún þráaðist við í fyrstu. Þegar amma hennar, Jórunn Karlsdóttir, lést ákvað Unnm Bima að heiðra minn- Það steig Unni Birnu ekki til höfuðs að bera titilinn ungfrú ísland. Þegar skólanum íauk skellti hún sér í próffyrir sumarlögregluna sem hún stóðst með glæsi- brag og fékk vinnu hjá lögreglunni á Keflavík- urvelli, ingu ömmu sinnar með því að keppa eins og hún hafði lofað ömmu sinni. Eins og alþjóð veit sigraði Unnm Bima keppnina með glæsibragþegarkeppn- in var haldin við hátíðlega athöfii á Broadway í fyrra. Unnm Bima lét ekki þar við sitja heldur sigraði einnig í keppninni um ungfrú ísland þar sem hún fékk hver verðlaunin á fætm öðr- um svo mörgum þótti nóg um en hún var valin af þjóðinni í símakosningu, Nina Ricci-stúlkan, LCN-stúlkan, net- stúlka FM95,7 og besta ljósmyndafyr- irsætan. Það steig Unni Bimu ekki til höf- uðs að bera titilinn ungfrú ísland. Þeg- ar skólanum lauk skellti hún sér í próf fyrir sumarlögregluna sem hún stóðst með glæsibrag og fékk vinnu hjá lög- reglunni á Keflavíkurvelli. Eftir sumar- ið hóf hún nám í lögfræði þótt það hafi ömgglega verið erfitt fyrir hana að ein- beita sér að bókunum, vitandi af ferða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.