Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 38
 58 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin :>V íslendingar hafa setið límdir við skjáinn síðustu vikur og fylgst með c Ásger : keppa í raunveruleikaþættinum Rock Star; Sypernovc. Sýningar þáttanna þykja heldur á ókristilegum tíma fyrir okkur íslendinga eins og sannað þótti eftir að Magni lenti í neðstu sætunum tvær vikur í röð. Eins og allir vita tókum við okkur hins vegar heldur betur á í kosningunni og tryggðum Magna sæti í næsta þætti þar sem hann mun eflaust slá í gegn líkt og í fyrri þáttum. kærasta Magna segir aldrei að vita nema fjölskyldan fLytji út á meðan Magni freisti gæfunnar í tónlistinni. „Ég sat alveg orðlaus við sjón- varpið og hefði aldrei trúað þessu," segir Eyrún Huld Haraldsdóttir kærasta Magna eftir að Magni hafði skotið öðrum keppendum í Rock Star: Supernova ref fyrir rass í vik- unni. Eyrún Huld segist hafa trú- að að íslenska þjóðin myndi standa við bakið á sínum manni en aldrei upp að þessu marki sem við sann- arlega gerðum. „Þetta var ótrúlegt. Ég skildi bara ekki hvað væri að ger- ast. Áfram ísland! Ég bjóst aldrei við að við myndum taka svona rosa- lega við okkur og að hann myndi taka bæði Lucas og Dilönu í bakar- íið," segir Eyrún sem hafði ekki enn heyrt í sínum manni þegar blað- ið fór í prentun. „Ég held að við fs- lendingar höfum átt stóran þátt í hversu vel honum gekk í vikunni enda voru allir að tala um þetta og allir að kjósa hann. Það er órúlega Sakna Magna „Ég held að við séum ekkert að fá hann heim I bráðina en það er allt I lagi. Við erum orðin svo vön þessu. Tvær, þrjár vikur I viðbót gera ekkert til enda frábært að hann komist sem atlra lengst." „Það eru miklir mögu- leikar í stöðunni og hann hefurþegar fengið nokkur tilboð en hvort hann ætli að nýta sér eitthvað af þeim veit maður ekki." gaman að þessu," segir hún og tek- ur undir að Rock Star: Supernova- æðið sé orðið stærra en það sem fylgdi Eurovision-keppninni og þá sé mikið sagt. „Enda eru þættirnir í hverri viku og ég held að við séum orðin alveg háð þeim," segir hún hlæjandi og bætir við að hún þurfi greinilega að bíða lengur eftir því að fá hann heim. „Ég held að við séum ekkert að fá hann heim í bráðina en það er allt í lagi. Við erum orðin svo vön þessu. Tvær, þrjár vikur í viðbót gera ekkert til enda frábært að hann komist sem allra lengst." Raunverulegra með hverjum þættinum Eyrún og Magni fá að spjalla í símann stutta stund í hverri viku. Hún segir þau lítið vera búin að tala um hvað geti komið út úr þess- ari keppni. „Hann er aðallega að fá fréttir að heiman og við erum að heyra hvernig gengur hjá hon- um og svona. Hingað til hefur sig- ur verið svo íjarlægur. Líkurnar hafa ekki verið mjög miklar en svo verð- ur þetta raunverulegra með hverj- um þættinum. Nú þurfum við virki- lega að fara að ræða málin," segir hún ákveðin og bætir við að hún gæti vel hugsað sér að setjast að í Bandaríkjunum í einhvern tíma á meðan Magni eltist við frægð og frama, fjölskyldan þyrfti einfaldlega að aðlagast nýjum aðstæðum. í fyrri þáttaröðinni af Rock Star: INXS hafi sex efstu söngvararnir fengið flotta tónlistarsamninga svo Magni þurfi ekkert endilega að standa uppi sem sigurvegari til að slá í gegn. „Það eru miklir möguleikar í stöðunni og hann hefur þegar fengið nokkur tilboð en hvort hann ætli að nýta sér eitthvað af þeim veit maður ekki. Ég gæti vel hugsað mér að flytja út, það er alft opið enda væri bara . /L gaman að prófa að *- búa í Bandaríkj- unum í einhvern tíma," segir Eyr- ún Huld. Nú þegar sigurvegari Eins og þeir sem horfaáþætt- inamunavar söngþjálfar- inn Liz Lewis alvegorðlaus yfir söng- hæfileik- um Magna. Eyrún seg- ist alltaf hafa gert sér grein fyrir góður söngvari kær- astinn hennar væri en viðurkennir að hann hafi líklega komið íslensku þjóðinni á óvart. „Ég vissi alltaf hvað hann væri góður, það er ekki spurning. Ég vissi að hann væri besti söngv- 'íSfMfcfe arinn á landinu og þótt víðar væri leitað. Hvort aðrir fslending- ar hafi gert sér grein fyrir því veit ég ekki en ég held að við séum öll að Þetta er bara alveg meiriháttar. Magni hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu. Hann er búinn að spila með Á móti sól um hverja helgi í rúm fimm ár og hefur því mikla reynslu. Þessi viðurkenning er frá- bær fyrir hann og við erum alveg í skýjunum," segir Eyrún sem vill koma þakklæti til íslensku þjóðar- innar. „Það er svo gaman að heyra hvað allir eru jákvæðir út í þetta. Hvernig sem fer er hann sigurvegari. Hann hef- kur fengið alveg frábæra L lífsreynslu út úr þessu, k fengið að kynnast þess- | um heimi, þessum tón- j listarmönnum og spila með þessu húsbandi sem er víst _að hans mati eitt besta bandið sem hann hefur heyrt spila," segir Eyrún en k viU lítið segja um fram- haldið og hvort fjöl- skyldan rífi sig upp og flytji til L.A. á meðan Magni freisti gæfunnar. Hún viðurkennir þó að þeir frábæru dómar sem Magni hafi feng- ið frá Liz Lewis, sem meðal annars hefur þjálfað tónlist- armanninn Sting og söngkon- una Gwen Stefani, hljóti að hafa áhrif á bandaríska tón- listarmarkaðinn svo það gæti allt gerst. „Iú það var frábært fyr- ir hann að fá þetta hól frá henni en maður er ekkert farinn að hugsa út í svona draumóra. Þetta kemur í ljós og ég get ekki beðið eftir að heyra í honum í kvöld." indiana@dv.is Þaö er komið að því. jn: 7 - : ? fékk flest atkvæði í síðasta þætti og var þar af leiðandi ör- uggur. Hinir vinsælu keppendur : anc, 5tor?n og voru í þremur neðstu sætunum og það vár sem kvaddi. DV tók saman þá fimm keppendur sem eftir eru. Allir fimm njóta mikillar hylli meðal aðdáenda þáttarins og verður baráttan ströng. Tekst Magna frá Borgarfirði eystra að verða söngvari hljómsveitarinnar Supernova? Tekst honum að verða alheimsstjarna? 1. Dilana Alveg frá fyrsta þætti er hún tók Nirvana-lagið Lithium. Hún gjör- samlega sló í gegn og hefur rúllað upp hverju laginu á eftir öðru. Dil- ana hefur aldrei áður verið í neðstu þremur sætunum fyrr en í síðasta þætti og er hún rokkari frá a til ö. Dilana hefur sýnt öllum þeim sem höfðu efasemdir um að kona gæti „front- ___ að" hljómsveitina í heimana tvo. Hún k getur það. Það l eina sem gæti l orðið henni i að falli er að j þrátt fyrir lit- ' r£ka sviðsfram- L komu og töff- araskap er hún alltaf eins. Það er ekki nógumik- iU fjöl- breyti- ' leiki í rödd hennar. 2. Lukas Rossi Er án efa vinsælasti keppand- inn í Rock Star: Supernova frá byrj- un. í fyrsta þættinum heillaði hann Supernova og kvenþjóðina upp úr skónum. Hann hefur allt til að bera til þess að vera súperstjarna, hann erhrokafullrokkstjarna. Geturhann unnið keppnina? Já, alveg pott- þétt. Hans eina vandamál er það að rödd hans er ekki nógu sterk. Söng- ur hans er ávallt mjög rispaður og hafa meðlimir Supernova kvartað yfir misnotkun hans á rödd sinni. Er hann tók lagið Creep með Radi- ohead breytti hann um stíl og þandi raddböndin og gaurinn gerði það vel. Getur Lukas haldið út tveggja tíma tónleika með Supernova. Nei, ekki sjéns. Það verður honum að falli. 3. Storm Large Hérna er sexí kvenmaður á ferð- inni og hún getur rokkað. Hún er ekki eins litrík og Dilana en hún er eftirtektarverðari því hún er guUfal- leg og hasarkroppur. Stelpan get- ur líka rokkað feitt. Storm átti góða sveiflu í fyrstu þáttunum. Hún dýfði sér af sviðinu, henti míkrafóninum út í sal og Supernova elskaði það. Hún átti góða möguleika með að vinna keppnina, en síðustu þrjár vikur hefur stúlkan tekið aUtof mik- ið af rólegum lögum. Hún var ekki að berjast fyrir lífl sínu til að fá þau lög sem henta henni og hefur þar af leiðandi ekki fengið eins góða dóma og var hún í einu af þremur neðstu sætunum í síðasta þætti. Er Storm að fara í úrsUtin? Nei, en hún getur átt góða framtíð sem sóló söngkona. Hún hefur aUt tU að bera tfl að verða framúrskarandi söngkona. 4.Toby Rand Ástralski sykurpúðinn Toby hef- ur ekki staðið sig það vel í þáttun- um en samt hefur hann aldrei ver- ið í neinni hættu að detta út. Hann er miðlungssöngvari. Hann er ekki mjög frumlegur og tónsvið hans er mjög takmarkað. Hans helsti styrk- ur er útlitið og að hann er frá Ástral- íu. Þátmrinn er ótrúlega vinsæll þar og hefur Toby komist svona langt út af því. Kemst hann í úrsht? Nei, hann hefur ekki töffaraskapið til að „fronta" Supernova. Hannyrði samt flottur á MTV. 5. Magni Magni okkar hefur heldur bet- ur sýnt öllum söngvurum lands- ins hversu góður hann er. Hann er með sterkustu og stabílustu rödd- ina af öllum í þessum fimm manna hópi. Hann er með ótrúlega mikla rödd og nær hátt upp sem lágt. í byrjun þáttanna var Magni óör- uggur og vissi ekki alveg hvernig hann ætti að hegða sér. Það fór lít- ið fyrir honum og hann valdi vitlaus lög. f þriðju viku áttaði hann sig á því hvað virkaði fyrir hann og eftir það hefur hann verið óstöðvandi. Supernova og þá sérstaklega Jason Newsted dýrka hann. Getur hann unnið keppnina. Já, en hann verð- ur að passa upp á sviðsframkomu og innlifun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.