Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Fréttir DV Berglind Elínardóttir var jarðsett i kyrrþey á miðvikudaginn. Þessi 24 ára gamla stúlka lést eftir að hafa tek- ið inn e-pillu á hótelherbergi í Reykja- vík aðfaranótt laugardagsins 4. nóv- ember. Unnusti hennar reyndi að vekja hana til lífsins en hafði ekki er- indi sem erfiði. / lok minningargrein- arinnar klykkir Berg- lind út með orðunum: „Sæunn, ég sakna þín, við sjáumst seinna." Hana renndi ekki í grun að þær myndu hittast rétt rúmum tveimur árum eftir að hún ritaði þessi orð. aJS’ ' ’V ► «•»* **• Ein e-pil ■ hvarf inn i - Wl' - . \á M jr • Gleðidagur Berglindar Elínar- dóttur og unnusta hennar þann 3. nóvember síðastliðinn snórist upp í andhverfu sína. Þau ætluðu að fagna því að hafa trúlofað sig á hót- eli í Reykjavík. Gleðin varð fljótt að martröð því eftir að Berglind hafði innbyrt e-pillu vaknaði hún ekki aftur og var úrskurðuð látin á hótel- herberginu. Unnusti hennar reyndi að lífga hana viö en hafði ekki er- indi sem erfiði. Berglind var horfin að eilífu. Hún var jarðsett í Mosfells- kirkjugarðl í kyrrþey á miðvikudag- inn. Aðeins nánustu ættingjar voru viðstaddir og var athöfnin faileg og látlaus. Sorgin var mildl enda erfitt fyrir ijölskyldu Berglindar að sætta sig við að ung stúlka í blóma iífsins skyldi hafa verið hrifsuð á brott frá þeim. Æskuvinkona Sæunnar Berglind var alin upp í Kópavogi og gekk í Kópavogsskóla. Guðrún Svava Baldursdóttir, æskuvinkona hennar úr Kópavoginiun, sagði í samtali við DV í gær að Berglind heföi verið góð stelpa sem hefði fallið vel inn í hópinn í skólanum. „Við vorum góðar vinkonur fram eftir aldri en eftir að hún flutti út á land misstum við svolítið sam- band. Mér fannst hún alltaf vera glöö og sátt við lífið," segir Guðrún Svava. önnur æskuvinkona Berglindar var Sæunn Pálsdóttir. Hún var myrt á hroðalegan hátt af eigimnanni sínum, Magnúsi Einarssyni, 1. nóv- ember 2004. Af því tilefni skrifaði Berglind fallega minningargrein um Sæunni í Morgunblaðinu þar sem fram kom að þær hefðu kynnst þegar Berglind var fimm ára en Sæ- unn þremur árum eldri. Berglind lýsir Sæumú sem stóru systur sinni í minningargreininni, stóru systur- inni sem hún átti aldrei sjáif. Berg- lind sagði í greininni að vinskapur hennar og Sæunnar hefði haldið alltþar til Sæunn dó. I lok minningargreinarinnar klykkti Berglind út með orðunum: „Sæunn, ég sakna þín, við sjáumst seinna." Hana renndi ekki í grun að þær myndu hittast rétt rúmum tveimur árum eftir að hún ritaði þessi orð. Dýravinur og draumóramanneskja Til marks um sterka vináttu þeirra tók Berglind kött Sæunnar í fóstur þegar hún lést. Það kom Pálu Hallgrímsdóttur, vinkonu Berglindar, ekki á óvart. „Hún var mikill dýravinur og átti marga ketti. Það að hún skyldi taka kött- inn hennar Sæunnar að sér lýsir því vel hversu hlý og góð hún var," segir Pála og bætir við að Berglind hafi alltaf verið brosandi og hlæj- andi. „Hún var líka algjör lestrar- liestur og mikil draumóramann- eskja." Vann úti á landi Eftir að Berglind lauk grunn- skóla og þar til snemma árs 2005 var hún með annan fótinn á landsbyggðinni. Hún vann mik- ið á Hótel Kirkjubæjarklaustri og kom af og til í bæinn. Þar kynntist hún manni en leiðir þeirra sldldu á síðasta ári. í janúar á þessu ári fann hún ástina á nýjan leik og var, eins og áður sagði, nýbúin að trúlofa sig þegar hún tók e-pilluna og livarf að eilífu. „Ég veit ekki áf hverju þetta gerðist. Kannski var það forvitnin sem rak hana út í þetta," sagði Pála. Eftir stendur núnning um stúlku sem hafði fúndið ástina var reiðubúin til að byrja nýtt 1 með unnusta sínum. Því mið komst það líf aldrei lengra en ai rásmarkinu - ein pilla batt --J- líf hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.