Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Fréttir DV
Berglind Elínardóttir var jarðsett i
kyrrþey á miðvikudaginn. Þessi 24
ára gamla stúlka lést eftir að hafa tek-
ið inn e-pillu á hótelherbergi í Reykja-
vík aðfaranótt laugardagsins 4. nóv-
ember. Unnusti hennar reyndi að
vekja hana til lífsins en hafði ekki er-
indi sem erfiði.
/ lok minningargrein-
arinnar klykkir Berg-
lind út með orðunum:
„Sæunn, ég sakna þín,
við sjáumst seinna."
Hana renndi ekki í grun
að þær myndu hittast
rétt rúmum tveimur
árum eftir að hún ritaði
þessi orð.
aJS’
' ’V ► «•»*
**•
Ein e-pil
■
hvarf inn i
-
Wl' - .
\á
M
jr •
Gleðidagur Berglindar Elínar-
dóttur og unnusta hennar þann 3.
nóvember síðastliðinn snórist upp
í andhverfu sína. Þau ætluðu að
fagna því að hafa trúlofað sig á hót-
eli í Reykjavík. Gleðin varð fljótt að
martröð því eftir að Berglind hafði
innbyrt e-pillu vaknaði hún ekki
aftur og var úrskurðuð látin á hótel-
herberginu. Unnusti hennar reyndi
að lífga hana viö en hafði ekki er-
indi sem erfiði. Berglind var horfin
að eilífu.
Hún var jarðsett í Mosfells-
kirkjugarðl í kyrrþey á miðvikudag-
inn. Aðeins nánustu ættingjar voru
viðstaddir og var athöfnin faileg og
látlaus. Sorgin var mildl enda erfitt
fyrir ijölskyldu Berglindar að sætta
sig við að ung stúlka í blóma iífsins
skyldi hafa verið hrifsuð á brott frá
þeim.
Æskuvinkona Sæunnar
Berglind var alin upp í Kópavogi
og gekk í Kópavogsskóla. Guðrún
Svava Baldursdóttir, æskuvinkona
hennar úr Kópavoginiun, sagði í
samtali við DV í gær að Berglind
heföi verið góð stelpa sem hefði
fallið vel inn í hópinn í skólanum.
„Við vorum góðar vinkonur fram
eftir aldri en eftir að hún flutti út
á land misstum við svolítið sam-
band. Mér fannst hún alltaf vera
glöö og sátt við lífið," segir Guðrún
Svava.
önnur æskuvinkona Berglindar
var Sæunn Pálsdóttir. Hún var myrt
á hroðalegan hátt af eigimnanni
sínum, Magnúsi Einarssyni, 1. nóv-
ember 2004. Af því tilefni skrifaði
Berglind fallega minningargrein
um Sæunni í Morgunblaðinu þar
sem fram kom að þær hefðu kynnst
þegar Berglind var fimm ára en Sæ-
unn þremur árum eldri. Berglind
lýsir Sæumú sem stóru systur sinni
í minningargreininni, stóru systur-
inni sem hún átti aldrei sjáif. Berg-
lind sagði í greininni að vinskapur
hennar og Sæunnar hefði haldið
alltþar til Sæunn dó.
I lok minningargreinarinnar
klykkti Berglind út með orðunum:
„Sæunn, ég sakna þín, við sjáumst
seinna." Hana renndi ekki í grun
að þær myndu hittast rétt rúmum
tveimur árum eftir að hún ritaði
þessi orð.
Dýravinur og
draumóramanneskja
Til marks um sterka vináttu
þeirra tók Berglind kött Sæunnar
í fóstur þegar hún lést. Það kom
Pálu Hallgrímsdóttur, vinkonu
Berglindar, ekki á óvart. „Hún var
mikill dýravinur og átti marga
ketti. Það að hún skyldi taka kött-
inn hennar Sæunnar að sér lýsir
því vel hversu hlý og góð hún var,"
segir Pála og bætir við að Berglind
hafi alltaf verið brosandi og hlæj-
andi. „Hún var líka algjör lestrar-
liestur og mikil draumóramann-
eskja."
Vann úti á landi
Eftir að Berglind lauk grunn-
skóla og þar til snemma árs 2005
var hún með annan fótinn á
landsbyggðinni. Hún vann mik-
ið á Hótel Kirkjubæjarklaustri og
kom af og til í bæinn. Þar kynntist
hún manni en leiðir þeirra sldldu
á síðasta ári. í janúar á þessu ári
fann hún ástina á nýjan leik og
var, eins og áður sagði, nýbúin að
trúlofa sig þegar hún tók e-pilluna
og livarf að eilífu. „Ég veit ekki áf
hverju þetta gerðist. Kannski var
það forvitnin sem rak hana út í
þetta," sagði Pála.
Eftir stendur núnning um
stúlku sem hafði fúndið ástina
var reiðubúin til að byrja nýtt 1
með unnusta sínum. Því mið
komst það líf aldrei lengra en ai
rásmarkinu - ein pilla batt --J-
líf hennar.