Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Fréttir DV
ERU ÚTLENDINGARVELKOfl
Umræöan um útlendinga á íslandi hefur ekki farið framhjá neinum undanfarna daga. Skiptar skoðanir eru á
því hvort það eigi að takmarka straum útlendinga til landsins eða ekki. Á undanförnum tíu árum hefur fjöldi
þeirra útlendinga, sem hafa flust til landsins til að leita sér að vinnu og sækja um búseturétt á landinu, tvöfald-
ast. Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa gefið út þá yfirlýsingu að flokkurinn telji að það eigi að takmarka
innflutning útlendinga til landsins. Sú afstaða þeirra hefur komið af stað umræðu um útlendinga á íslandi
sem mörgum finnst vera neikvæð í þeirra garð.
í allri þessari umræðu um útlendinga á íslandi hefur ekki borið
mikið á því að útlendingarnir sjálfir séu spurðir að því hvað þeim
fínnist um þessi mál. DV hafði samband við íjölda útlendinga,
sem eru búsettir á íslandi og starfa í félagasamtökum landa sinna,
til að heyra þeirra viðhorf til þessarar umræðu og hvað þeim finn-
ist um ummæli Frjálslynda flokksins að takmarka eigi straum út-
lendinga til íslands til búsetu.
Konurumburðar-
lyndari en menn
„íslenskar konur hafa nreira
umburðarlyndi gagnvart útlend-
ingum en íslenskir karlmenn. I’eir
vilja að island sé fyrir íslendinga.
Annars hef ég ekld orðið var við
kynþáttafordóma hér nema að því
leyti að údendingum er ekki gefið
tækifæri á að vinna við meira met-
in störf. Þrátt fyrir að margir út-
lendingar hafi menntun frá sínu
landi til að sinna ábyrgðarstörfum
þá fá þeir ekki slíka vinnu nema
að tala fullkomna íslensku. Mér
finnst að ísland tapi á því að gefa
útlendingum ekki fleiri möguleika
til vinnu, því þeir koma oft með
þekkingu og reynslu sem gætu
nýst íslendingum vel. Ekkert land
vex og daihar án fjölbreytileika og
fslendingar verða að átta sig á en
það má ekki setja öll eggin í sömu
körfuna."
Godson Anuforo, búsettur á íslandi i 7ár ogformaður Félags
Nígeriumanna á íslandi. j
íslendingar eru ekki rasistar
„ísland skrifaöi undir Schengensáttmálann og
verður aö virða hann. Það er ekki hægt að neita því
fólki, sem undir hann fellur, að koma til landsins.
Atvinnumarkaðurinn á fslandi stjómar sér sjálf-
ur og þeir útlendingar sem koma til íslands að
leita að vinnu vita að það er næg vinna. Það
sem vantar er að bæta kerfið til að taka
á móti þessu fólki. Údendingar vinna
mjög vel og kannski betur en íslend-
ingar en það má spyrja sig hvort það
eigi að vera meira eftírlit með því
hverjir koma til landsins. Sum fyr-
irtæki ráða ekki fólk nema það
sé með hreint sakarvottorð.
Þannig gætu fyrirtækin í land-
inu hjálpað okkur að velja og
hafrta fólki. Ég er orðinn meiri
íslendingur en Pólverji og á
marga góða vini hér en það
var erfitt að vera á íslandi
áður en ég lærði málið.
Það er alltaf hætta á því
að fólk einangrist ef það
talar ekki íslensku."
Witek Bogdanski, búsettur
á fslandi í 21 ár og meðlimur i
Menningarsamtökum Pólverja á ís-
landi.
Frjálslyndir eru bara að fiska atkvæði
„Frjálslyndi flokkurinn seg-
ir þetta bara tíl að fá atkvæði og
svo gleymist það eftir kosningar.
Oft er einhverju slegið fram fyrir
kosningar en svo er ekkert meira
að baki því. Mér flnnst gott að
vera útlendingur á fslandi en ég
held að það séu ekki meiri for-
dómar hér en annars staðar en
þeir eru samt til staðar. Það verð-
ur að passa að tala ekki of mik-
ið um fordóma, þá er eins og að
þeir aukist í okkar garð."
TeiturMinh Phouc, formaður
Félags Víetnama á íslandi.
Fóikhugsarekkimáiið til
enda
ísiandþarfað
venjastþessu
„Mér finnst ummæli Frjálslynda
vera eingöngu til að fá fleiri til að kjósa sig.
Ég held að þetta sé ekki hættuleg umræða en
fólki finnst oft gott að vera á móti einhverju og
sameinast í því. íslendingar þurfa að venjast
því að útíendingar komi til landsins til að setj-
ast að og fslendingar þurfa að tengjast betur
menningu útíendinga. Það þurfa allir að vinna
saman að því að bæta þjóðfélagið og mér hef-
ur alltaf verið tekið vel á fslandi en mér finnst
sorglegt hvemig talað er um múslima. Það er
svo mikil fáffæði um þá og almenningsálitið
er að þeir séu allir hryðjuverkamenn."
Maurizio Tani, búsettur á íslandi ifimm
ár og meðlimur ífélaginu
tsland-Ungverjaland.
„Mér finnst allt í lagi að taka á móti öllum þess-
um útíendingum því það hefði slæm áhrif á efna-
hagskerfið ef ekki væm útlendingar hér að vinna.
Vandamálið er að fsland er ekki nógu vel undirbú-
ið til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að bæta
móttökukerfið og undirbúa komu þessa fóiks til
landsins. Mér flnnst umræðan um þessi mál í lagi
en ekki hvermg henni er stýrt því undanfarið hef-
ur hún verið neikvæð í garð útlendinga. Hver á að
vinna þá vinnu sem útlendingamir vinna? Mér
finnst miður að flokkur sem vill hefta iimflutn-
ing útlendinga skuli auka fylgi sitt. Ég held að fólk
hugsi ekki málið til enda og það verður að passa að
það verði ekki tilfinningalegur æsingur í garð út-
lendinga, það er ekki gott."
Toshiki Toma frájapan, búsettur á íslandi í 14
ár og prestur innflytjenda.
íslendingar vilja bara
Evrópubúa
„Margir íslendingar eru ekki hrifnir af
útlendingum og viija ekki að það komi fleiri
útlendingar tíl landsins, sérstaklega ef þeir
eru frá Asíu. Ég er gift íslenskum manni og
líður mjög vel hér en margir landar mínir
eiga erfitt með að læra málið því þeir hafa
ekki tíma til að fara í skóla. Flestír eru með
fleiri en eina vinnu því Tælendingar segja
aldrei nei og vinna eins og maskínur. Það
þarf að leggja meira í það að kenna útíend-
ingum íslensku því margir eiga mjög erfitt
með að læra tungumálið."
Pattama Boonma, búsett á íslandi í sex
ár ogfélagi í Taílensk-íslenska félaginu.
Finnstþetta upphlaup miðii
„Mér finnst mjög miður þegar svona upphlaup verða eins
og umræðan um útlendinga ber glöggt merki. Það má ekld
setja alla útlendinga í sama pakkann og tala um að all-
ir útlendingar séu hér á landi á sömu forsendum, það er
rangt. Fjöldi fólks af erlendum uppruna hefur verið búsett
héma um áratuga skeið og aðrir koma til að stunda vinnu
tímabundið. Það em til fordómar í íslensku samfélagi og
það fólk sem er með þá er ekki öruggt með sjálft sig eða
stöðu sína og er alltaf að agnúast út í útíendinga, sem eru
hentugir sökudólgar. Uppsveiflan í efnahagsmálum á Islandi
er að mörgu leyti útlendingum að þakka. Við viljum
ákveðnum lífsgæðum og erum ekld nógu mörg tíl að haida þeim
við."
Hólmfríður Garðarsdóttir, dósent íspœnsku við Háskóla fs-
lands ogformaður Spœnsk-rómanska menningarfélagsins á fs-
landi.
my§