Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Fréttir DV Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur keypt sex íbúðir i Skuggahverfinu. Þær eru ekki á ódýrasta stað í bænum en alþingismaðurinn Helgi Hjörvar, sem er formaður sjóðsins, segir það stefnu að dreifa búsetu fatlaðra. fyrir 160 milljónir Ekki þrepi lægra Guðríður Olafsdóttir, félags- málafulltrúi öryrkjabandalagsins, sagðist í samtali við DV vera him- inlifandi yfir þessum íbúðakaup- um. „Það er fyrsta krafa að öryrkj- ar búi ekki verr en hver annar. Það hefur verið skoðun öryrkja að þessi mál hafi lengi verið í ólestri. Við eigum ekki að vera þrepi lægra en almennt gerist heldur falla inn í þjóðfélagið. Það er enginn að tala um ofgnótt eða höfðingsskap held- ur viljum við bara lifa eins og ann- að fólk. Þetta er skref í rétta átt," sagði Guðríður. myrdal@dv.is Hússjóður Öryrkja- bandalags íslands hef- ur keypt sex íbúðir í lúxusblokk sem íslenskir aðal- verktakar byggja í Skuggahverfinu, nánar tiltekið á Lindargötu 27. Húsið er ekki risið en áætluð verklok eruí júní 2007. neigi njorvar rormaour hússjóösins seglr áherslu lagða á að dreifa búsetu fatlaðra. Hátt fermetraverð „Það hefði eflaust verið hægt að kaupa ódýrari íbúðir en það er lögð áhersla á það að dreifa búsetu fatlaðra um allt þjóðfélagið," segir Helgi Hjörvar, sem er stjórnarfor- maður hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins, aðspurður hvers vegna íbúðir hafl verið keyptar á þessu svæði sem er það dýrasta á höf- uðborgarsvæðinu. Fermetraverð- ið í Skuggahverfi er það hæsta sem gerist á landinu og hafa litlar íbúðir á svæð- inu verið að seljast á marga tugi milljóna. íbúðirnar sem Örykjabandalagið kaupir eru allar um 80 fermetrar og kaup- verðið er frá um 24 milljónum upp í rúm- ar 28 milljónir, án gólf- efna. „Það hefði eflaust verið hægt að kaupa ódýrarí íbúðir en það er lögð áhersla á það að dreifa búsetu fatlaðra um allt þjóðfélagið." Reiknar með hárri leigu „Það sem er þarna að fara inn er íbúðasambýli þar sem fólk býr ekki í herbergjum eins og í venju- legu sambýli. Hver og einn hefur sína eigin íbúð. íbúðasambýli er þannig að það eru keyptar fimm til sexíbúðir og ein afþeim er svo not- uð fyrir starfsfólkið. Það þykir vera eftirsóknarvert fyrir marga hópa fatlaðra að vera í miðbænum og fólki er síður hætt við að einangr- ast," segir Helgi og bætir við að fé- lagsmálaráðuneytið hlaupi undir bagga með einstaklingunum sem leigja íbúðirnar. „Þetta gengur þannig fyrir sig að við leigjum einstaklingum íbúðirn- ar og þeir borga hóflega leigu. Síð- an niðurgreiðir félagsmálaráðu- neytið mismuninn sem myndast þannig að dæmið gangi upp," seg- ir Helgi sem reiknar með að leigu- verðið verði að vera nokkuð hátt til að ná endum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.