Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 46
6« FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Helgin PV Berglind Hásler mefrur músíkina Hljómþýðþjóðlög Á þessum geilsadiski flytur RagnheiðurGröndaM2 (slensk þjóðlög og eitt sænskt. Ásamt því að syngja spilar Ragnheiður á píanó og sér um útsetningar. Haukur Gröndal spilar á klarínett, basset-horn og sér um útsetningar. Hugi Guðmundsson sér um elektróníkina og útsetningar. Aðrir undirleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigneiw Dubik, Þórunn Ósk Marfnósdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og meðlimir úr Vokalselskabet Glas. ÁTapan- trommu sló Mitko Popov. Um upptökur sáu Finnur Hákonarson og JeppeTuxen. Upptökustjórn var í höndum Hauks Gröndal. Ragn- heiður Gröndal gefur nú út sína fjórðu sólóplötu sem ber einfaldlega titilinn Þjóðlög og geymir eins og titillinn gefur upp um 12 íslensk þjóðlög og eitt sænskt. Það er ákveðinn drungi yfir þessari plötu og er það minimalísk hljóðfæranotkun sem dregur hann fram sem og röddunin sem Ragnheiður sér sjálf um. Útsetningarnar hjá þeim Ragnheiði, Hauki og Huga eru til fýrlrmyndar og vel er hlúð að þeim perlum sem fluttar eru á þessum geisladiski. Platan fer heldur hægt af stað en lag númer 4, Fram á reginfjallaslóð, kemur sterkt inn, og f því fer Ragnheiður á kostum. Hún á það nefnilega til að spara þessa fallegu og kraftmiklu rödd sem hún býr yfir og hefur þá tilhneigingu til að beita henni á fremur einsleitan hátt. En ( þessu lagi brýst hún úr viðjum vanans og sýnir mátt sinn og megin. Önnur lög sem standa upp úr eru Haustljóð, Blástjarnan þótt skarti skær, Gef að stjörnurnar skfni og VísurVatnsenda-Rósu. Einsog áður segír eru útsetningarnar á lögunum til fyrirmyndar en sumar hverjar hefðu mátt vera ögn kraftmeiri. Engu að síður er þetta mjög falleg og vel unnin plata sem vel er vert að hlusta á þó svo aö mikla spilun f janúar ætti að varast enda dálítið drungalegur gripur. ★★★Er' Alma, Klara, Emilía og Steinunn Camilla hafa átt viðburðaríkt ár. Þær hafa sungið á 74 tónleikum, stigið sjö sinnum á svið á Wembley og eignast aðdáendur á öllum aldri um heim allan. Þriðja plata þeirra heitir einfaldlega Nylon og kemur út á morgun. Stúlkurnar í Nylon, þær Alma, Klara, Camilla, eru allar sammála um að þetta viðburðaríka ár sem brátt er á enda verður - í það minnsta - góð minning til þess að segja barnabörnunum frá. Síðan í byrjun árs hafa þær unnið hörðum höndum að því að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi og segja vinnusemi íslendinga koma sér að góðum notum í poppheiminum. Með Einar Bárðarson á bakvið sig ákváðu þær að freista gæfunnar í Bretlandi - sem í dag er ekki hægt að kalla annað en mekka poppsins. Alltof nánar „Við byrjuðum á því að syngja í skólum, háskólum ogklúbbum. Þetta voru eins konar kynningartúrar" seg- ir Emilía og bætir við: „Svo fengum við tækifæri á að syngja með Westlife og urðum þvílíkt ánægðar með það en í tvo mánuði sungum við í skól- um á daginn, með Westlife á kvöldin og síðan beint á klúbbana - þó ekki til þess að djamma, heldur syngja," bætir hún fljótt við og þær skella all- ar upp úr. Þær hafa verið saman upp á dag síðan í febrúar - alltaf á nýjum hót- elherbergjum og blaðamanni þykir það eðlilegt að spyrja hvort þær séu ekki búnar að fá alveg nóg af hver annarri. „Ég hef sagt það áður að við erum mjög heppnar með okkar samstarf. Það er alveg sama hversu illa eða vel okkur líður. Við verðum að muna að við erum allar í sömu stöðunni," seg- ir Klara. Steinunn Camilla bætir við að þetta sé í fyrsta sinn í marga mán- uði sem hún er í burtu frá stelpunum og þegar hún er ein getur hún ekki að því gert að velta því fyrir sér hvað hinar stelpumar séu að gera. Þær eru orðnarþað nánar. As cool as cucumbers Stúlkumar hafa haft heppnina með sér. Þær byrjuðu á því að túra með Westlife, síðan Girls Aloud, McFly og nú síðast Joumey South sem var tónleikaferðalag í minni sniðum. Þær em þó sammála um að nálægðin við áhorfendur á þeim túr hafi gefið þeim mikið - þegar söngur- inn er númer eitt, ekki sjóvið. Þær em allar sammála um að há- punktur síðustu mánuði hafi verið að fá að syngja á Wembley. En þær hafa stigið þar á svið sjö sinnum - það er oftar en nokkur annar íslensk- ur tónlistarmaður. „Við munum búa að þessari reynslu alitaf," segir Klara. Annað sem kemur upp í huga þeirra er tækifærið á að fá að hitta Brian May úr hljómsveitinni Queen. „McFly er búið að endurgera Queen-lag og Brian ákvað að fresta fríi sínu til þess að spila með strákun- um. Við fengum að hitta hann áður en við stigum á svið og hann sagði að við værum „as cool as cucumbers". Síðan kom hann ffarn, settist niður og dillaði sér í takt við tónlist okkar, segir Emilía skælbrosandi. Dreymir um Elton John Nú er mikið af þessum sveitum að syngja kover-lög og dúetta með ffægurn tónlistarmönnum. Hverjum myndu þið helst vilja syngja með? „Okkur dreymir um að syngja með Elton John en það er eins háleit hugmynd og að fara á tunglið," segir Steinunn og hlær. Blaðamaður forvimast um hvem- ig stúlkunum gengur þama úti þar sem tugir stelpna- og strákasveita em að reyna að meika það á hveij- umdegi. Hvemig er Nylon frábmgðin öll- um hinum sveitunum? „Við eram að syngja tónlist sem er aðeins raunverulegri en önnur bönd em að syngja. Þetta er ballöðu- tengd tónlist. Svona „easy listening". Við erum ekki endilega að fara úr föt- unum eins og aðrar stelpur. Það gæti komið sér illa. En við viljum ekki sýna ofg mikið," segir Steinunn Camilla. „Það er mikið verið að syngja um kynlíf - sem er ekki okkar stíll," segir hún enn fremur. Alma segir að þær stúlkumar hafi fengið mikið hrós ffá tveimur aðdá- endum nú aðeins fyrir nokkrum dög- um. „Þeim fannst við svo náttúrulega eðlilegar. Við viljum vera góð fyrir- mynd. Að krakkar geti horft á okkur og okkur ekld liðið illa og heldur ekki foreldrum þeirra." Erfiður bransi Stúlkumar segjast samt vera með fætuma á jörðinni. „Við erum búnar að hitta mikið af böndum sem em með góðar tengmgar, mikið af klám fólki á bakvið sig og við höfum hugs- að með okkur: Þessir eiga eftir að rneika það á morgun. En svo gerist ekki neitt. Af þúsund böndum kemst kannski eitt að," segir Emih'a. „Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að hita upp fyrir nokkur stór bönd. Við erum mjög skeptískar og erum alveg límdar við jörðina. Auð- vitað höfum við okkar markmið, en við höldum hver annarri niðri og dirf- umst ekki að fara á undan sjálfum okkur," segir Steinunn og taka allar stelpumar undir. „Þetta er allt miklu meira en okkur dreymdi um. Það er hægt að fara jafii hratt upp og niður ogvið ætlum að njótaþess á meðan." „Það em engin vonbrigði. Nú, og ef þetta gengur ekki upp, þá eigum við góða sögðu til að segja bama- bömunum. Við vorum söngkonur í útlöndum. Seldum nokkrar plötur og settum fordæmið. Við áttum okkur draum sem rættist," segir Klara. Allt tekur tíma í poppheiminum og er draumur stúiknanna rétt að byija. Það er meira að segja talað um að gefa út tónlist þeirra í öðmm Evr- ópulöndum. „Það er alltaf pláss fyrir poppið," segja þær en vilja þó ekkert meira gefa upp. Heima er best Stúlkumar eru loksins komn- ar heim, í faðm fjölskyldu og vina. Emih'a kallar kærastana hetjur, enda ekki auðvelt að vera í burtu frá þeim í svona langan tíma. Þær em tilbún- ar í rjúpumar og piparkökumar og að kynna plötuna sína á fslandi er meira eins og frí en vinna því það er svo gott að vera heima á Islandi. Dömum- ar munu halda glæsilega tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind á morg- un, laugardag, sama dag og plat- an kemur út og hefjast tónleikamir klukkan 15. Fara þær síðan í heljar- innar kynningartúr um iandið á veg- um KB banka. ’sta íslenska stelpnasveitin að verða þriggja ára Sjóaðar í sjóvbisness Fyrsta gullplatan ! 00% Nylon varð gull- plata I desember 2004. Priðja platan Fyrstaplata sveitarinnar á ensku. Hún er komin útá Islandi en kemur út i Bretlandi I Önnur platan Góðirhlutirvar önnurplata sveitarinnar. Á ferð og flugi Nylon-skvlsurnar þekkja ferðalögin vel. Hér eru þær uppgefnar I Færeyjum. Fyrstu skrefin Nylon-stúlkurnar skapaðaraf Einari Bárðarsyni. Hot Ice-lands ín city Nvlon’s material goes down well with pupils from two lucky Salford schools Meik (útlöndum Stúlkurnar hafa vakið mikla athygli í Bretlandi, sérstakiega fyrir að vera náttúrulegar og einlægar. Eins árs Stúlkurnar höfðu kynnst frægðinni eftir eitt ár i bransanum. «SWr jLeorn to smíle ogoin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.