Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Helgin DV
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 51
BARNABÆTUR
Barnabætur eru að mestu tekjutengdar en ekki eignatengdar.
Þær eru ákvarðaðar eftir skattframtali og greiddar eftir á. Barna-
bætur eru greiddar með börnum til 16 ára aldurs.
Óskertar barnabætur hjóna eru:
Með fyrsta barni 139.647 kr.
Með hverju barni umjram eitt 166.226 kr.
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára 46.747 kr.
Óskertar barnabœtur einstæðraforeldra:
Með fyrsta barni 232.591 kr.
Með hverju bami umfram eitt 238.592 kr.
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára 46.747 kr.
Nánari upplýsingar máfinna á vefsíðu ríkisskattstjóra, rsk.is.
FÆÐINGARORLOFOG
FÆÐINGARSTYRKUR
Tryggingastofnun ríkisins annast greiðslur á fæðingar- og for-
eldraorlofi til foreldra þegar um er að ræða:
Fæðingu, frumættleiðingu barns yngri en átta ára, töku barns
yngra en átta ára í varanlegt fóstur.
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði fá foreldrar sem hafa verið
samfellt í starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir fæð-
ingu barnsins. Starfshlutfall í hverjum mánuði þarf að hafa verið
25 prósent hið minnsta.
Fæðingarstyrk fá þeir sem hafa verið utan vinnumarkaðar, það
er í minna en 25 prósent starfi. Skilyrði fyrir því að eiga rétt til fæð-
ingarstyrks er að eiga lögheimili hér á landi við fæðingu barns og
hafa átt það síðustu 12 mánuði þar á undan.
Fæðingarstyrkur foreldris utan vinnumark-
aðar eða í minna en 25% starfi er 41.621 kr. á
mánuði.
Fæðingarstyrkur foreldris í fullu námi er
93.113 kr. á mánuði.
Ekki er heimilt að stunda vinnu á sama tíma
og greiðslur fæðingarstyrks eiga sér stað.
Nánari upplýsingar má finna á síðu
Tryggingastofnunar ríkisins tr.is
ORLOFSRÉTTUR
FORELDRA
Hvort foreldri á rétt á að fá greitt úr orlofs-
sjóði í þrjá mánuði, sá réttur er óframseljanleg-
ur. Saman fá þeir svo þrjá mánuði til viðbótar
sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir
skipt á milli sín. Skilyrðin fyrir orlofi er að leggja
niður störf. Réttur til fæðingarorlofs/fæðingarstyrks fellur niður
við 18 mánaða aldur barns.
Nánari upplýsingar má svo flnna á síðu Tryggingastofnunar
ríkisins tr.is
DAGGÆSLA
Þegar foreldri byrjar að feta sig aftur á
vinnumarkaði eftir að barn er komið í heim-
inn er það sjaldnast komið á leikskólaaldur.
Þangað til dvelur bamið því yfirleitt hjá dag-
foreldri, það getur reynst þrautinni þyngra
að finna þá nú til dags.
Dagforeldrar hafa frjálsa gjaldskrá. Af
símtölum við þjónustumiðstöðvar Reykja-
víkurborgar kom þó í ljós að verð fyrir gæslu
og fæði fyrir eitt barn sem dvelur í um það
bil átta tíma á dag er venjulega á bilinu 40-
45 þúsund kr. Sveitarfélög niðurgreiða þessa
upphæð svo misjafnlega mikið og má finna
upplýsingar um þær upphæðir á vefsíð-
um sveitarfélaga en til dæmis má nefna að
Reykjavík niðurgreiðir 21.600 kr. af upphæð-
inni.
LEIKSKÓLAGJÖLD
Flest börn dvelja á leikskólum yfir daginn.
Gjaldskrá leikskólanna má finna á heimsíð-
um sveitarfélaga en ef miðað er við verðið í því fjölmennasta, það
er Reykjavík, greiðir par í sambúð 18.810 kr. fyrir eitt bam sem
dvelur í átta tíma á leikskóla. Sé annað foreldrið í námi er upp-
hæðin 15.330 kr. en einstæðir foreldrar greiða 11.250 kr.
ÖMÆLANLEG GLEÐINÝBAKAÐRA
F0RELDRA YFIR KRAFTA VERKINU SÍNU
MEÐLÖG
FÆÐINGA RSTYRKIR
BARNABÆTUR
Það að eignast barn getur verið erfið ákvörðun. Að mörgu þarf að huga ekki síst varðandi
fjárhag þótt dæmin sanni að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Á fólk að láta vaða og leiða
lítinn einstakling inn í tilveruna eða ætti það heldur að huga að verjum og varnaðarorðum?
DV tók saman nokkra þætti sem ber að huga að í sambandi við barneignir.
MEÐLAG
Lágmarksupphæð meðlags, smndum kallað einfalt meðlag,
er núna 17.249 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Það er ekki heimilt
að semja um lægri upphæð en fólki er frjálst að semja um hærri
greiðslur, til dæmis eitt og hálft meðlag eða tvöfalt meðlag. Beiðni
um slíkt er þá metin út frá tekjum foreldranna. Meðlag skal greiða
með barni til 18 ára aldurs. Taki fólk ákvörðun um að greiða einfalt
meðlega er upphæðin á ári 206.988 kr. á ári. Eftir átján ár verður
upphæðin orðin rúmlega 3,7 milljónir kr.
FAÐERNISPRÓF
Sé óvissa um faðemi barns er svokallað faðernispróf venjulega
gert. Ferlið sem því fylgir hefst oft á meðgöngu þar sem hin verð-
andi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið
verði blóð úr naflastreng barnsins við fæðingu sem síðar er notað
til þess að ganga úr skugga um faðerni. Blóð er þá tekið við fæð-
inguna og geymt fyrir DNA-rannsókn.
Eftir að barnið er fætt fyllir móðirin út yfirlýsingu um hver fað-
irinn er og er það gert hjá sýslumanni. Sýslumaður sendir síðan
meintum föður pappíra til undirritunar sé hann samþykkur. Neiti
maðurinn að vera faðir barnsins þarf hann að fara í blóðprufu til
að hægt sé að gera á honum DNA-erfðaefnisrannsókn sem síðan
er borin saman við erfðaefnið úr blóði barnsins. Rannsóknin get-
ur tekið um það bil þrjá mánuði. Reynist viðkomandi maður vera
faðir barnsins þarf hann að borga rannsóknina sem kostar á bilinu
120 til 130 þúsund krónur. Þessi upphæð er endurgreidd sé hann
ekki faðir barnsins.
Nánari upplýsingar má til dœmisflnna á síðunni doktor.is
0G BARN
Grunnffamfærsla á íslandi er 87.400 krón-
ur á mánuði samkvæmt upplýsingum á heima-
Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Grunn-
ifærsla hækkar um 39.300 kr. fyrir hvert
barn vegna náms.
0G MEÐL0G
Námsmaður getur sótt sérstaklega um við-
bótarlán vegna meðlags, sem hann greiðir svo
sannanlegt sé. Þegar veitt er lán vegna meðlags,
greiðir sjóðurinn meðlag beint til Innheimtu-
stofnunar sveitarfélaga.
Lánað er vegna meðlags á námstíma 17.500
kr. á mánuði.
ÓMÆLANLEGUR K0STNAÐUR
Sumum fjárútlátum er ekki hægt að gera ráð fyrir nema að tak-
mörkuðu leyti. Undir slíkt flokkast vinnutap eða hlé á námi. And-
vökunætur sem taka á. Veikindi, ferðir á læknavaktina, lyf. Bensín-
kostnaður vegna ferða til og frá leikskóla og fleira og fleira.
ÓMÆLANLEGUR GRÓÐI
Fáir foreldrar gráta þá peninga sem þeir verja í börn sín en telja
þann gróða sem afkvæminu fylgir ómetanlegan.
STARTKOSTNAÐUR
Útsjónarsemi er fólki mikilvæg, ekki síst foreldrum.
Ekki er hægt að slá á eina tölu því margir foreldrar hafa
kosið að nota gamla rúmið sem það hvildi sjálft í sem barn
í stað þess að festa kaup á dýrustu vöggunni í bænum. Að-
itandendur eru líka misviljugir að hjálpa tíl og því getur
oft verið hagkvæmt að semja frið við leiðinlega vanda-
menn.
0G BARN
Pör með eitt barn eða einstæðir foreldrar geta sótt um
stærri íbúðir á Stúdentagörðum. Reglur eru mismun-
eftir skólum en sé miðað við að fólk sæki um nám
við Háskóla íslands getur barnafólk sótt um tveggja her-
á Hjónagörðum og Vetrargörðum. Fólk með
eða fleiri, eða barn eldra en 4 ára, getur sótt um
þriggja herbergja íbúðir. Fjögurra herbergja íbúðin er fyrir
stærri fjölskyldur og eru umsóknir þar um meðhöndlað-
ar sérstaklega.
ANDVÖKUNÆTUR 0G FERÐIR
TIL OG FRÁ LÆKNUM
LEIKSKÓLAGJÖLD
MEDLÖG ___•
STARTKOSTNADUR