Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 42
62 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Fréttir DV Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Banda- rikjanna, á yfir höfði sér lögsókn i Þýskalandi vegna misþyrm- inga á föngum iírak og Guantanamo. Samkvæmtþýskum lögum er hægt að reka mál fyrir dómstólum þar hvaðan sem er úr heiminum. Þetta ætlar Center for Constitutional Rights að nýta sér fyrir hönd manns frá Sádi-Arabiu, sem er i haldi á Kúbu og 17 Íraka sem eru i haldi i Bagdad. Stofnun þessi reyndi svipaða málshöfðun gegn Rumsfeld árið 2004 en þýskir dómstólar visuðu málinu þá frá undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Nú telja menn að sé lag þarsem Rumsfeld hefur lítil sem engin pólitisk völd lengur. Curtis Sliwa, stofnandi Guardian Angels í New York, var gráti nær af gleði er mafíuböðullinn Michael Yann- otti var loksins dæmdur fyrir banatilræði við Sliwa árið 1992. Yannotti, sem tilheyrir Gambino-fjölskyldunni, fékk enga miskunn hjá dómaranum, eða 20 ára fangelsi. Sá sem fyrirskipaði tilræðið, John Gotti jr., hefur hins vegar ætíð sloppið við dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ákæruvaldsins. Gotti jr. hefur sloppið í gegnum 3 réttarhöld í sama máli Curtis Sliwa, stofnandi Guardian Angels í New York, sá loksins réttlæt- inu fullnægt að hiuta til þegar dóm- stóll í borginni dæmdi mafíuböðul- inn Michael Yannotti fyrir morðárás á Sliwa í júní 1992. Yannotti tilheyrir Gambino-fjölskyldunni og það er al- mennt vitað að höfuð hennar, John Gotti jr., fyrirskipaði árásina. Hins vegar hefur Gotti jr. sloppið við dóm hingað til þrátt fyrir ákafar tilraun- ir ákæruvaidsins til að koma honum bak við lás og slá. Alls hefur þrisvar verið réttað yfir Gotti jr. vegna þessa máls en í öll skiptin hefur hann slopp- ið vegna „hnökra" á máladlbúnaði saksóknara eða vandræða með kvið- dómendur. Og Yannottí sjálfur var sýknaður af árásinni í fyrra. Skotinn tvisvar í leigubíl Sliwa var skotínn tvisvar þegar hann reyndi að komast út úr stoln- um leigubíl sem búið var að eiga við þannig að dyrnar voru læstar fast- ar. Talið er kraftaverki líkast að hann lifði af árásina. Morðárásin á Sliwa kom í kjölfar stöðugrar umíjöllunar hans í útvarpsþættí sem hann stjóm- aði um illvirki Gotti-klíkunnar. Á end- anum sendi John Gottí jr. Yannottí og annan „wiseguy" tíl að ganga frá Sliwa. „Sliwa sýndi ofurmannlegan styrk og útsjónarsemi við að komast út úr þessum dauðabíl," segir Shira Scheindlin dómari í málinu og hún var ekki í neinum vafa um að það var Yannottí sem skaut Sliwa. ir hann. „Þetta er ekki Sikiley, þetta er ekki Bagdad, þetta er ekki Gaza," segir Sliwa. „Þegar þeir skum þess- um byssukúlum í mig voru þeir að reyna að þagga niður í máifrelsi mínu ... þetta var martröð bæði andlega og líkamlega." Skotárásin hefur farið illa með Sliwa, hún eyðilagði seinna hjónaband hans og skildi hann eft- ir með svo skemmd innyfli að hann býr enn við sársauka í þeim á hverj- um degi. Náðistá endanum Sem fyrr segir var Yannottí sýknað- ur af árásinni 2005 þegar kviðdómur- inn gat ekki komið sér saman um sekt hans. Sjö vildu dæma hann en fimm vildu sýknu. Yannotti var síðar ákærð- ur fyrir skipulagða glæpastarfsemi, fjárkúgun og okurlánastarfsemi og ákærandanum í því máli, Victor Hugo, tókst að spyrða morðárásina inn í ákærupakka sinn á grundvelli nýrra upplýsinga. FBI segir að Yannottí hafi verið í framsætí leigubílsins, snúið sér við og öskrað: „Hafðu þetta, helvítís tíkarsonurinn þinn," um leið og hann skaut Sliwa tveimur skotum, í fótlegg- inn og magann. Reynir aftur við Gotti jr. John Gotti jr. er sonur hins al- ræmda nafria síns og var teldnn við rekstri Gambino-fjölskyldunnar á þeim tíma sem árásin áttí sér stað þar sem sá gamli var kominn í fangelsi þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Sliwa er enn sannfærður um að hann getí náð Gottí jr. fyrir þetta ódæði. „Ég tel John Gottí jr. ábyrgan og ég ætla að halda áfram að Iögsækja hann fyrir þetta ódæði," segir Sliwa. Síðbúið réttlæti Frá árinu 1992 hefur Sliwa mátt í þrígang sjá John Gottí jr. ganga út úr réttarsal frjálsan ferða sinna þrátt fyrir yfirgnæfandi líkur á sekt í mál- inu. Þetta er því síðbúið réttlætí fyr- Curtis Sliwa Stofnaði Guardian Angels og lenti siðar upp á kantvið Gambino- f)öiskyiduna. GUARDIAN ANGELS The Guardian Angels eru alþjóðleg samtök sem stuðla að öryggi samborgara sinna vfða í heiminum. Curtis Siiwa stofnaði samtökin árið 1979 í New York. I dag eru samtökin starfandi vfða í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Brasilíu, Japan, Filippseyjum og Nýja-Sjálandi. Sliwa stofnaði samtökin upphaflega til að berjast gegn glæpum í neðanjarð- arlestarkerfi New York-borgar. Meðlimum þeirra var kennt að framkvæma borgarahandtökur ef þeir urðu vitni að alvarlegum glæpum. Nú einbeita samtökin sér að forvarnarstarfi í skólum, reka vinnustofur og fleira. Sextugur Breti sem býr í Svíþjóö ákærður fyrir kynferðisafbrot Sextugur Breti, búsettur í Sví- þjóð, hefur verið ákæröur fyrir að dáleiða og natiöga síöan fjölda ungra skólastúlkna á aldrinum 14 til 18 ára. Bretinn fiutti til Svíþjóö- ar 1995 og hefur veriö áberandi tneöal þeirra sem stunda heilun og óheföhundnar lækningar þar í landi. Ilann hefur sjálfur sagt íiö hann lækni fólk í gegnum kínversk- an lækni ;iö handan, dr. I.u. Þegar einni al’ sttilkunum sem Bretinn dáleiddi og nauögaöi tókst aö segja frá athæfi hans fór leið- toginn í „heilunarhóp" Bretans aö rannsaka rnálið og brátt kom straumur al' ákærtim fram gegn Bretanum frá ákæruvaldinu. Lög- maöurinn Stig Ilson Luth seg- ir í samtali viö sænska blaðið Aft- onbladet aö Bretinn eigi ótrúlega auövelt nteö aö ráöskast meö fólk í krafti hæfileika sinna en Luth er lögmaðúr fyrrverandi eiginkonu Bretans í skilnaðarmáli þeirra. Mörg hundruö Svía hafa leitaö til Bretans í gegnum árin í von um lækningu á kvillum sínum. Aö sögn saksókri'arans Peters Claeson hefur meira en tug- ur stúlkna irú kært Bretann fyr- ir nauðgtm. Allar segja þær svip- aöa sögu. Þær hafa veriö einar með Bretarium í „trance" meöhöndlun. I leiöinni hefur Bretinn dáleitt þær og síöan misnotaö þær kynferöis- lega. „Þaö eru alltol'margar stúlkur sem hafa lent í þessu, þær yngstu eru aöeins 14 ára," segir Peter Clae- son. Bretinn hefur veriö rekinn frá heilunarhópnum sem hann starf- aöi fyrir. I lann stofnaöi þá eigin hóp meö svipuöu nafni en þaö stóð stutt því húiö er aö stinga honum hak viö lás og slá í Karlstad í Svíþjóö. Nauðganir Yfir tugur stúlkna á aldrinum 14-18 ára hafa kært heilara fyrir nauðgun. Módel-mynd. Sex barna móðir dæmd í sjö ára fangelsi Gerði mágkonu sína að þræl á heimilinu Sexbama móðir í York á Englandi var í vikunni dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa breytt mágkonu sinni í húsþræl. Hin 35 ára gamla Anton- ia Person-Gaballonie hélt Victoriu Sandeman, nú 26 ára, sem þræl í fjölda ára, réðist oft á hana með lík- amsmeiðingum, neyddi hana til að sinna húsverkunum naktri og lét hana betla mat. Antonia var sek fundin um frels- issviptingu, morðhótanir og sex lík- amsárásir. Sambýlismaður hennar, Neil Person, hlaut 2 ára fangelsis- dóm fyrir að hafa aðstoðað konu sína í þessum óhæfuverkum. Við réttarhöldin kom fram að Antonia væri útsmogin og kæn bredda sem heföi framið hrottalega glæpi með árásunum á mágkonu sfna. Þar að auki hefðu glæpimir verið sldpulagðir og framdir meðan Victoria var höfð í haldi á heimilinu gegn vilja sínum. Þræll A myndinni eruAntonia og Veronica mágkona hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.