Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Fréttir DV
Ummæli vikunnar
„Geir Haarde heldur kannski að ég
liggi andvaka í svitakófi á nóttunni
og öfundist út í ofurlaun frábærra.
Það er ekki alveg svo slæmt en ég
segi stundum við Lufsuna að ég
bara nái því ekki af hverju ég er á
mlnum lúsarlaunum en eitthvað lið
út um allan bæ á geðveikum
ofurlaunum. Hún tekur ekki þátt í
öfund minni enda skráð í Sjálfstæð-
isflokkinn..."
Dr. Gunni í Bakþönkum Frétta-
blaðsins aö ræða um að hann sé
svo frábær að hann ætti að vera á
ofurlaunum.
Mikið rétt, dr. Gunni á
aðveraáofurlaunum. W
Enefþaðgerist i
einhvern tímann mun
Geir Haarde tiggja
andvaka af
áhyggjum í
svitakófi vikum
saman.
„Hinn frjálslyndi þjóðhyggjumað-
ur Magnús Þór Hafsteinsson er
sagður hugleiða að flytja sig I
Kragann með þingsætinu enda um
að gera að sinna fjölmennu
kjördæmunum þegar gæsirnar
gefast, en stjórnmálaskýrendur í
Málstofu Kormáks og Skjaldar telja
fullvfst að frjálslyndir geti klófest
viðvarandi fylgi upp á 10-12% með
því að gera út á heimóttarskapinn.
Vafalaust taka Kragamenn vel á
móti nýbúanum af Skaganum."
Andrés Magnússon i
Klippt & skorið i
Blaðinu að ræða
tilflutning Magnúsar /
Þórs á milli kjördæma.
Rétt, Kragamenn.
Fram með fiðrið og JKyn
tjöruna og tökum
vel á móti
Magnúsi Þór.
„Hér á landi er þjónustuleysi á
mörgum stöðum. Þjónar hafa
yfirleitt lítinn áhuga á starfi sínu, eru
í gallabuxum og jafnvel með bert á
milli eða í slitnum strigaskóm, bjóða
varla góðan daginn, eru oft og
iðulega jórtandi tyggjó og sjaldan
yfirtuttugu ára."
Víkverji Morgunblaðsins að ræða
hina slæmu þjónamenningu hér á
landi.
Heyr, heyr. Gestir veitingahúsa eru
oft heppnir ef tyggjóklessan er ekki
límd við kaffibolla þeirra. Þetta með
bert á milli er hins vegar í lagi ef
viðkomandi erbeib.
„Samkvæmt þessu
ætti Þorgerður
Katrín að hafa á sér
andvara þegar hún
kemur næst á
landsfund. Hefðin
segir að varaformað-
ur i flokknum verði formaður
Sjálfstæðisflokksins. Nú er hún
greinilega farin að þvælast fyrir nýja
flokkseigendafélaginu og er því
næst á listanum yfir þá stjórnmála-
menn sem Geir og Þorsteinn, og þá
væntanlega Don Gullfreð, Klandri
framkvæmdastjóri og Borgar
Bjarnarbani, ásamt Ara Edwald og
Jóni Ásgeir, sem aftur er kominn í
hina flokkslegu náð gegnum
Gullfreð, ætla að fleygja á hina
flokkslegu hauga."
Ofurbloggarinn Össur Skarphéð-
insson á heimasíðu sinni að ræða
vitt og breitt um nýafstaðin
prófkjör og afleiðingar þeirra.
Það er oft svo að þeir sem fleygt er á
flokkshaugana ná að krafla sig aftur
upp úr forinni. Til dæmis Árni
Johnsen.
„...því eins og allir vita eru jólin
ekkert skemmtileg lengur heldur
leggjast á mann eins og lögfræð-
ingur á hverju ári og hafa af manni
peninga. Fyrir átta milljarða væri
hægt að gera svo margt. íslending-
ar gætu til dæmis keypt eyju
einhvers staðar (hitabeltinu. Við
gætum kallað hana Vestmannaeyjar
syðri og bara geymt Árna Johnsen
þar."
Atli Fannar Bjarkason i fjölmiðla-
pistli á Blaðinu að fjalla um
uppskeruhátið kapítalismans, það
erjólin.
Loksins rödd skynseminnar I
umræðunni um„tæknileg mistök“
Tveir hópar fjárfesta eiga meira og minna alla bari og skemmtistaði í miðborg Reykja-
víkur. Þessir tveir aðilar eiga alla vinsælustu og best sóttu skemmtistaði og veitingahús
Reykjavíkur.
Baráttan um næturlífíð
101 Heild heitir það fyrirtæki sem
á flesta staðina og rekur það Sjávar-
kjallarann, Silfur á Borginni, Café
Operu, Sólon, Victor, Tapas-barinn
og Thorvaldsen. „Við erum með sjö
veitingastaði niðri í bæ. Þetta hef-
ur líka tekið dálítið langan tíma hjá
okkur. Við byrjuðum fyrir sjö árum
síðan en þá opnuðum við Café Vict-
or," segir Tómas Kristjánsson, einn
af eigendum 101 Heildar sem er það
félag sem á flesta skemmtistaði mið-
borgarinnar.
Allt rekið á sömu kennitölu
ÁsamtTómasi eru
það Ingvar Svendsen,
. Guðmundur Hann-
esson, Jón Snorra-
son, Lárus Gunnar
Jónasson og Ágúst
Reynisson sem eiga
fyrirtækið.
„Það er sam-
keppni á milli allra
staða í miðbænum.
Því fleiri staðir því
fleira fólk kemur í
bæinn. Menn verða
að vera á tánum en
ég fagna nýjum stöð-
um," segir Tómas um
hvort það sé ekki
hörð samkeppni á
milli skemmtistaða
í miðborginni.
„Þaðermunþægi-
legra að reka staðina svona á einni
kennitölu. Þá er bara einn ársreikn-
ingur og öll innkaup verða þægilegri,"
segir Tómas en öll þessi fyrirtæki eru
rekin á sömu kennitölu. „Þessi bransi
101 Heild Rekursjö skemmtistaði og veitingastaði ímiðborg Reykjavlkur.
Arnar Þór Gfslason Arnar segir að I
raun séu þeir ekki svo stórir.
gengur svona upp
og niður en þetta ár
hefur gengið mjög
vel. Þetta fyrirtæki
er mjög ungt og það
væri gaman ef veltan færi yfir milljarð-
inn á þessu ári,“ segir Tómas.
Minni hópurinn
Annar hópur íjárfesta sem á mik-
ið af börum í miðborginni sam-
anstendur af Arnari Þór Gíslasyni,
Níels Hafsteinssyni og Hafsteini
Egilssyni. Þessir menn eiga hluti í
mörgum af allra vinsælustu börum
borgarinnar.
„Við erum bara frekar litlir á
þessum markaði," segir Arnar Þór
um hvort hann og félagar hans séu
ekki noklcuð stórir á barmarkaðn-
um. Þessir staðir eru allir reknir sem
sérrekstrareiningar hjá oklcur," seg-
ir Arnar. Barirnir sem þeir reka eru
til dæmis Barinn, Óliver og Qbar og
þeir eru með ítök í Veislusölum í Iðu
og Iðnaðarmannahúsinu Hallveigar-
stíg 1 en þar eru stórir salir til leigu.
Það er því ljóst að það eru tveir aðil-
ar á markaðnum sem berjast um yf-
irráð yflr miðborg Reykjavíkur.
Sjávarkjallarinn
Ereinn vinsælasti
veitingastaður
Reykjavlkur.
Óliver
Einn heitasti
skemmtistaður
Reykjavlkur.
Café Ópera
Hefur verið vinsæll veitinga-
staður I gegnum tlðina.
Silfurá Borginni
Sjóðandi heitur þessa
dagana.
Veislusalir Iðu
Þykja með þeim allra
flottustu I Reykjavlk
enda er útsýnið eins og
bestverðurákosið.
Thorvaldsen Bar
Thorvaldsen erafar vinsæll
meöal fasteignasala og
þotuliðsins.
Sólon
Hefur verið einn vinsælasti
bar miðborgarinnar I mörg
Barinn
Barinn ereinn af
skemmtistöðum
eigenda Ólivers.
Victor
Cafe Victor er upphafiö aö 101
Heildar-veldinu sem hófst fyrir 7
árum..
Iðnaðarmannahúsið við
Hallveigarstíg
Veislusalur I miðborginni,
sem er mjög vinsæll fyrir alls
konar veislur.
Tapas-barinn
Eini alvöru tapas-
veitingastaðurinn I
Reykjavlk.
Barir í eigu Óliver-gengisins
m gm t4
m D - '<mSm
mBSm
Qbar 1 Nýjasti bar Óliver- gengisins. 1