Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBEFt 2006
Helgin DV
I »1*2 NÆRMYND
Tvíburarnir, knattspyrnumenn-
irnir, þjálfararnir, tisku- og
fasteignakóngarnir Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir hafa
prýtt síður blaðanna síðasta
áratuginn. Bræðurnir hafa
verið að gera góða hluti á
fasteignamarkaðnum upp á
siðkastið og hafa verið á með-
al vinsælustu piparsveina
landsins en samkvæmt
þeim sem til þeirra
þekkja eru þeir
alls ekki líkir
þótt þeir séu
báðir annál-
aðir íjöl-
skyldumenn.
Samrýmdir Bræðurnir hafa
alltafverið góðir vinir og
samrýmdir i einu og öllu. Þeir
eiga báðir tvö börn, stelpu og
strák, og deila forræðinu með
barnsmæðrum sínum.
Samstiga tvíburar sem setja
fjölskyíduna í fyrsta sætið
Fótboltatvíburamir Arnar og
Bjarki Gunnlaugssynir fæddust þann
6. mars árið 1973 og eru því 33 ára.
Tvíburarnir fæddust og ólust upp
á Akranesi en foreldrar þeirra eru
Halldóra Jóna Garðarsdóttir kennari
og Gunnlaugur Sölvason, starfsmað-
ur íþróttahússins á Akranesi. Tvíbur-
arnir eru elstir í bræðrahópi en Garð-
ar bróðir þeirra hefur einnig getið sér
gott orð sem knattspyrnumaður auk
þess sem sá yngsti í hópnum, Rúnar,
þykir efnilegur.
Arnar og Bjarki hafa skreytt síður
íslenskra tímarita í tíu ár enda hafa
þeir getið sér gott orð sem knatt-
spyrnumenn og þjálfarar og hafa
upp á síðkastið látið til sín taka í ís-
lensku viðskiptalífi. Bræðurnir þykja
afar samrýmdir, virðast gera flest
saman og eru samtaka í öðru.
Garðar bróðir þeirra ber stóru
bræðrum sínum góða söguna. „Ég
leit auðvitað alltaf upp til þeirra," seg-
ir Garðar en hann er tíu árum yngri
en tvíburamir. „Þeir fóru út í lönd að
spila þegar ég var tíu ára og ég ætl-
aði mér alltaf að verða jafn góður í
fótbolta og þeir. Þeir voru alltaf mjög
góðir við mig en ég hugsa að ég hafi
ekki alltaf verið góður við þá."
Rammfalskir á árshátíð
Amar og Bjarki eiga báðir tvö
börn, strák og stelpu, og deila for-
ræðinu með barnsmæðrum sínum.
Báðir eru þeir annálaðir fjölskyldu-
menn sem vilja allt fyrir börnin sín
gera. „Tvímælalaust eru þeir miklir
fjölskyldumenn. Ég efast um að það
frnnist einhverjir sem eru meiri fjöl-
skyldumenn en þeir og það er gaman
Islandsmeistarar lA varð Islandsmeistari árið 1992. Á myndinni eru meðal annars Lúkas
Kostic, Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson og Þórður Guðjónsson.
að fylgjast með þeim með börnunum
sínum," segir Garðar bróðir þeirra.
Ásdís Rán eiginkona Garðars og
mágkona tvíburanna tekur undir
þetta. „Þeir eru ofsalega miklir fjöl-
skyldumenn og hugsa vel um börnin
sín svo það er stórkostlegt að fylgjast
með þeim. Einnig er mikið samband
á milli þeirra, bræða þeirra og for-
eldra þeirra, þetta er samrýmd fjöl-
skylda," segir hún um mága sína.
Þegar Garðar er inntur eftir
skemmtilegri sögu af bræðrum sín-
um nefnir hann skemmtiatriði á árs-
hátíð barnaskólans á Akranesi. „Þeir
tóku lagið 500 Miles með hljóm-
sveitinni The Proclaimers á árshá-
tíð í æsku og voru alveg rammfalsk-
ir. Þetta þótti samt svo skemmtilegt
að þeir voru beðnir um að taka lag-
ið aftur," segir Garðar og bætir við að
hann hafi séð upptöku af árshátíð-
inni og hlegið að.
Garðar segir bræður sína afar
skemmtilega. „Þeir eru mjög hress-
ir en mér finnst þeir ekkert líkir,
nema að þeir eru báðir sköllóttir en
þeir sem þekkja þá ekki rugla þeim
saman. Bjarki er tvímælalaust með
mun styttri þráð, hann er líkari mér
og pabba en Arnar er með meira
jafnaðargeð. Ef það gengur illa hjá
Bjarka að setja eitthvað saman fær
hluturinn að fjúka á meðan Arnar er
mun rólegri."
Garðar segir að það hafi verið
mikið fjör á æskuheimilinu þrátt fyr-
ir aldursmun bræðranna. „Það var
mikið smð og hefur örugglega verið
erfltt fyrir mömmu, hún hafði alla-
vega nægan þvott að þvo."
Hetjur frá barnsaldri
Arnar og Bjarki eyddu æskuár-
unum á Akranesi þar sem líf-
ið snérist um fótbolta. Vegna
hæfileika sinna á því sviði
urðu þeir fljótlega hetjur
bæjarins og vinsæl-
ir meðal krakkanna
og sérstak-
lega stel
nanna.
Þeirsen
þekkja
þá best
segja
þá al
i
af hafa verið nána og bestu vini
hvors annars þótt félagarnir hafi
aldrei verið langt undan. „Þeir hafa
alltaf verið góðir vinir. Það er allt-
af stutt í hinn ef annar birtist," seg-
ir Rósant Birgisson sem hefur verið
besti vinur bræðranna frá unglings-
aldri og tekur undir að þeir séu mikl-
ir fjölskyldumenn sem haldi góðu
sambandi við foreldra sína.
Tvíburarnir hafi oftast
verið í sama liðinu og
því hafi þeir ekki keppt á
móti hvorum öðrum. Þeir
séu hins vegar miklir keppn-
ismenn.
„Ef
þeir voru
ekki sam-
i í liði
héldu þeir
náttúru-
lega allt-
af með
hvorum
öðrum. En
þeir eru mikl-
keppnis-
menn sem sést
best í golfinu
þar sem þeir
eru miss-
lakir," segir
Rósant vinur
þeirra.
Atvinnu-
mennsk-
an kitlaði strákana og þegar þeir
voru aðeins 17 ára fóru þeir út tíl
Hollands og spiluðu með liðinu
Feyenoord þar sem ballið byrjaði en
Arnar hefur einnig spilað með enska
liðinu Bolton, þýska liðinu FC Nu-
remberg, franska liðinu Sochaux,
ensku liðunum Leicester City og
Stoke City og skoska liðinu Dund-
ee United og Bjarki með enska lið-