Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 40
60 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Helgin PV Bamabamið er nú þrítugt, ljóshærð og bláeygð tveggja bama móðir. Hún er félagi í Al-Anon, félagsskap þeirra sem orðið hafa fyrir áhrifum vegna drykkju ættingja eða vinar. Sam- kvæmt erfðavenjum samtakanna rík- ir þar nafnleynd og því kemur hún hér hvorki fram undir fullu nafni né mynd; hún vill bara fá að vekja athygli á opnum Al-Anon fundi annað kvöld með því að segja okkur sögu sína og hvaða áhrif neysla annarra hefur haft álífhennar. „Ég kynntist alkóhólisma mjög ung þótt ég hafi ekki vitað þá að það væri alkóhólismi. Ég lærði ung að tala eða spyija um vissa hluti og ég var oft klipin laumulega ef í það stefndi að eitthvað „óviðeigandi" væri sagt eða gert. Móðir mín er fullorðið bam alkó- hólista svo það var alkóhólismi ömmu minnar sem hafði þessi áhrif á mig. Undir niðri vom alltaf þessar óskráðu reglur og undarleg hegðun ömmu minnar var eitthvað sem var aldrei tal- að um." Brotin sjálfsmynd „Ég stóð mig ávallt vel í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, en samt leið mér illa. Ég var oft kvíðin og fannst ég vera ómöguleg. Ég tók h'tið mark á hrósi, var sífellt að brjóta sjálfa mig niður fyrir einhver mistök og hugsaði mikið um hvort ég hefði átt að gera hlutina öðruvísi. Og ég hafði ekki hug- mynd um af hverju mér leið svona. Ég var oft ein og átti bara eina vin- konu langt ffarn á skólagönguna. Ég var alltaf í því að redda öllu og þóknast öðmm og bauð mig oft ffarn í félags- störf í bamaskóla. Eg var orðin mjög góð í að finna hvemig andrúmsloftið var. Hvort marnrna væri pirruð, reið eða alitværiílagi." Stjórnunartæki ömmu „Svo kom að því að amma missti stjómina á drykkjunni. Hún var far- in að fá sér ansi oft rauðvínsglas og fékk sér tíðar „hressingargöngur" að morgni og síðdegis. Þær gönguferðir lágu alltaf í Ríkið. Þegar hún var edrú var hún pirmð, en fjúf og góð þegar hún var drukkin. Hún stjómaði með því að reiðast mömmu og láta hana fá samviskubit. Hún hefridi sín oft. Þegar svo var komið að hún fór að beita bamabömin andlegu of- beldi boðaði mamma til fjölskyldu- fundar. Þar ræddum við hvað hægt væri að gera f stöðunni, hvort jafrivel væri nauðsynlegt að slíta öll tengsl við ömmu. Það var samþykkt og nú er ekkert sambtind á milli okkar. Það igar á af- auðheyrt að hún er óhólismi er fjölskyldu- sjúkdómur sem nær til allra og hann teygir anga sína yfir kynslóðimar." ÞegarÁsta varsexlán áraflutti hún að heiman til kœrasta síns ogforeldra hans. „Þá fann ég í fyrsta skipti það vaid sem maður getur haft til að stjórna öðmm," segir hún. „Á einu ári tókst mér að gj örbreyta þessum strák. Hann var kominn í famað eins og ég vildi að hann klæddist, með hárgreiðslu sem mér fannst flott og hagaði sér eins og ég vildi. En þá kom babb í bátinn. Hann var orðinn alveg eins og ég vildi hafa hann - og þá fannst mér hann ekki nógu spennandi lengur." Úröskunniíeldinn Ásta stökk úr sambaruiinu ogfann koma e . og við skuldum í tvö ár. Þótt við værum bæði í góðu starfi virt- ust aldrei vera til peningar. Ég sá um matarinnkaup og borgaði húsaleig- tma og trúði honum algjörlega þegar hann sagðist aldrei fá neitt útborgað. öíl okkar peningavandamál vom öðr- s, ■ ^ , hvort ég g; ) innistæöulausa ávís- Auðvitað komu aldrei un neínir varð að an, og íyrst og marin eða aum í skrokknum. Hann fór loks í meðferð og þá hélt ég að allt myndi verða gott. En ég var í sjálfsblekkingu. Hann tílkynnti mér í bréfi að hann ætlaði ekki að koma heim til mín eftir meðferðina. Þá varð ég bijáluð! Hvað með skuldimar og framtíð okkar? Var búið að heilaþvo manninn?! Ég náði að sannfæra hann um að koma heim." Valdi nýtt samband frekar en Al- Anon Þá fyrst bytjuðu erflðleikamir, eitt erfiðasta tímabil líjsins að mati Ástu. Maðurinn sást ekki heima. „Það komst ekkert annað að hjá honum en að fara á AA-fundi. Fundir, kafflhús, félagsstarf og bænir. Við töl- uðum sitt tungumálið hvort, því ekki skildi ég orð í því sem hann var að segja mér. Ég misskildi allt sem hann sagði og tók það sem persónulegri árás. Hann bað mig um að prófa að fara á Al-Anon fund. Ég tók það ekki í mál að sitja með einhveijum kerl- ingum sem vissu ekkert og skildu mig ekki! Nei, þá var nú betra að fara bara og finna nýjan." Og það tókst með þvílíkum ágcet- um. Ásta hitti mann sem var hress og skemmtilegur og hún þurfti ekki að hlusta á neitt raus. „Við eignuðumst íbúð, tvo bíla, tvö mótorhjól, allar græjur og inn- anhússmuni, gæludýr og vini. En við gleymdum einu í gleðinni yffr dauðu hlutunum sem við eignuðumst. Við gleymdum að borga reikningana... Það endaði auðvitað með að rukkarar og innheimtumenn bönkuðu reglu- lega upp á og íbúðin var komin á upp- boð. Eg hafði ekkert tekið eftir því að maðurinn var veikur alkóhólisti." Hún náði að selja íbúðina, greiða upp skuidir og með allt á núllpunkti endaði hún í djúpu þunglyndi. „Ég var hálfrugluð í nokkum tíma og djammaði mikið. Núna sé ég að ég hef verið á fullu í að rífa sjálfa mig niður, því mér fannst ég ekki eiga neitt gott skilið. Ég hóf og sleit samböndum og sambúð með alkóhólistum sem öll enduðu auðvitað á sama veg. Þá flúði ég í fang besta vinar míns, sem var virkur fMl, og ég varð ófrísk. Þá ákvað ég að nú yrði hann að breytast og taka ábyrgð, því ég vildi ekki að barnið mitt ætti pabba sem væri alitaf fullur eða í annarfegu ástandi. Ég setti mikla pressu á hann sem hann réði ekkert viðogfluttiút. Þá varð ég mjög örvingluð og liringdi í vin hans sem ég vissi að væri edrú. Hann spurði mig: „Hvað ert þú búin að vera að gera?" Ég var nú ekki lengi að koma með listann: „Ég hugsa um heimilið, reikningana, matinn og svo hringi ég í vinnuna hans og boða hann veikan þegar hann er í vímu." En þetta var ekki svarið sem vinur hans var að leita eftir. Hann var að reyna að fá mig til að sjá minn þátt í ástand- inu, sem var auðvitað vonlaust. Ekk- ert af þessu var mér að kenna að mínu mati." Pakkaði niður stjórntækjunum Að ráðleggingu vinarins fór Ásta á sinn fyrsta Al-Anon fund fyrir flómm ámm. „Ég hugsaði með mér að ég gæti farið á þennan fund til að fá setning- ar og svör sem ég gæti sagt til að neyða hann til að hætta þessu mgli og verða ábyrgur faðir og kærasti. Ég fór á fund- inn sem mér var bent á, en hef ekki hugmynd um hvað var sagt á þer---- fiindi, því ég var svo upptekin í hvað mér sjálfri leið illa. Eftir fundinn fann ég hins vegar að kvíðinn var aðeins minní. Þetta var ótrúlegt, að einn fundur gæti látið mér líða betur. Hvað myndí þá gerast ef ég færi á fleiri fundi? í hverri viku fór ég því á fund og ieíð sífellt betur. Ég fór aö geta gleymt vandamálum mínum rétt á meðan og sá að ég var ekki eina manneskjan sem stóð í þessum spor- um. Þarna var fólk á öllum aldri, kon- ur og karimenn, að berjast við sömu vandamál ogég. Ég fór eftfr öllu sem mér var ráðlagt að gleyma aðfá nota sem varþama fremst fyrir sjálfa mig, til að við lífið með rétt- anir og jafhvel ofbeldi. Þeim stjóm- tækjum pakkaði ég niður." Öllu ástandi má breyta Ásta segir að það hafi komið sér á óvart að hún þurfti ekki að segja frá sinni reynslu á fundunum fyrr en henni fannstþað tímabcert sjálfri. „Ég gat bara sagt: „Ég heití Ásta og vil fá að hlusta." Þetta notaði ég óspart þangað til að ég varð í raun tilbúin til að tala, því ég treysti engum og óttað- ist að ég segði eitthvað vitlaust eða heimskulegt. Ég varð sterkari með , hjálp tólf reynsluspora Al-Anon pró- grammsins og þegar ég var búin að vera í Al-Anon í ffrnm mánuði fór kærasti minn í meðferð og er búinn að vera edrú síðan. Það fór ekkert að lagast fýrr en ég fór að vinna í sjálfri mér og hætta að sveiflast með kærastanum mín- um. Mér varð ljóst að ekkert ástand ijj er það slæmt og engin óhamingja það mikil að ekki megi úr bæta. Við eigum nú tvö böm og ég er með fjármálin í lagi. Ég axla minn hluta ábyrgðarinnar í sambandinu. Þó svo að þetta hafi ekki ver- ið auðvelt þá h'ður mér stórkostlega í dag. Ruglingurinn og efinn hafa horf- ið. Kvíðinn er farinn. Ef ég fæ þess- ar vondu tilfinningar aftur þá hef ég verkfærin til að losa þær strax og tak- ast á við vandamálin á heilbrigðan hátt. Ég hef byggt upp sterkari og betri persónuleika með því að sjá mig eins og ég er í raun og vem og að koma auga á kostina mína. Ég hef lært að gagnrýna ekki aðra og ég hef lært A „að lifa og leyfa öðrum að lifa". Og uppáhaldið mitt er: „Eymd M ervalkostur." A Það er talað um að alkóhólistar séu með líkamlegt ofiiæmi drykkjuna; huglæga þráhyggju - að í þetta sinn verði J drykkjan öðravísi | - og andlegt mein; það vantar lausn í ^ lífið. Ég hef tekið eft- ir að ég, sem aðstandandi, hef tvö einkenni af þessum þremur, það eina sem mig vantar er það lík- amlega. Alkóhólistinn er stundum eins og tveir persónuleikar: Sjúk-, dómurinn og manneskjan á bak f við hann, sem við missum stund- um sjónar á." Alkóhólistanum sýndur tilningur Annað kvöld, laugardagskvöld, klukkan 20.30 verður haldinn opinn Al-AnonfunduríHáteigskirlqu í tilefni þess að 34 ár em liðin frá stofiiun sam- takanna. Ásta hvetur alla sem elska eða hafa elskað alkóhólista ogfíkla til að koma og hlusta á gesti sem segja frá Ufi sínu og reynslu. „Al-Anon er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-sam- takanna," segir hún. „Félagar deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. í Al-Anon lærum við: - Að þjást ekki vegna gjörða eða viðbragða annarra. - Að leyfa ekki að við séum notuð eða misnotuð af öðrum í þágu bata annarra. - Að gera ekki það fyrir aðra sem þeir geta gert fyrir sig sjálfir. - Að hagræða ekki kringumstæð- um þannig að aðrir borði, fari í hátt- inn, fari á fætur, greiði reikninga eða drekki ekki. - Að fela ekld mistök annarra eða misgjörðir. -Aðbúa ekkitilf - Að afstýra ekki leiðindum ef þau Amma fer í heilsubótargöngu á hverjum morgni og aftur síödegis. Leið hennar liggur í áfengisverslunina og um leið og hún hefur fengið rauðvín- ið sitt hættir hún að vera pirruð og skapvond. En amma gerir sér ekki grein fyrir þeim áhrifum sem hún hefur á líf barnabarna sinna. 1 Al-Anon fáum við hjálp með því að vinna og tileinka okkur reynslu- ^ sporin tólf, bjóða velkomnar > huglireysta fjölskyldur og vini^ alkóhólista og alkóhólistanum um skilning og hv ingu." annakristine@dv.is „Ég heftekið eftir að ég, sem að- standandi, heftvö einkenniaf þeim þremursem alkóhólistinn hefur. Það eina sem mig vantar er það líkamlega. Alkóhólistinn er stundum eins og tveirpersónuleik- ar: Sjúkdómurinn og manneskjan á bak við hann, sem við missum stundum sjónar á." Von og hjálp fyrir fjölskyldur og vini alkóhólista DV mynd/Heiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.