Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Fréttir DV Hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur keypt sex íbúðir i Skuggahverfinu. Þær eru ekki á ódýrasta stað í bænum en alþingismaðurinn Helgi Hjörvar, sem er formaður sjóðsins, segir það stefnu að dreifa búsetu fatlaðra. fyrir 160 milljónir Ekki þrepi lægra Guðríður Olafsdóttir, félags- málafulltrúi öryrkjabandalagsins, sagðist í samtali við DV vera him- inlifandi yfir þessum íbúðakaup- um. „Það er fyrsta krafa að öryrkj- ar búi ekki verr en hver annar. Það hefur verið skoðun öryrkja að þessi mál hafi lengi verið í ólestri. Við eigum ekki að vera þrepi lægra en almennt gerist heldur falla inn í þjóðfélagið. Það er enginn að tala um ofgnótt eða höfðingsskap held- ur viljum við bara lifa eins og ann- að fólk. Þetta er skref í rétta átt," sagði Guðríður. myrdal@dv.is Hússjóður Öryrkja- bandalags íslands hef- ur keypt sex íbúðir í lúxusblokk sem íslenskir aðal- verktakar byggja í Skuggahverfinu, nánar tiltekið á Lindargötu 27. Húsið er ekki risið en áætluð verklok eruí júní 2007. neigi njorvar rormaour hússjóösins seglr áherslu lagða á að dreifa búsetu fatlaðra. Hátt fermetraverð „Það hefði eflaust verið hægt að kaupa ódýrari íbúðir en það er lögð áhersla á það að dreifa búsetu fatlaðra um allt þjóðfélagið," segir Helgi Hjörvar, sem er stjórnarfor- maður hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins, aðspurður hvers vegna íbúðir hafl verið keyptar á þessu svæði sem er það dýrasta á höf- uðborgarsvæðinu. Fermetraverð- ið í Skuggahverfi er það hæsta sem gerist á landinu og hafa litlar íbúðir á svæð- inu verið að seljast á marga tugi milljóna. íbúðirnar sem Örykjabandalagið kaupir eru allar um 80 fermetrar og kaup- verðið er frá um 24 milljónum upp í rúm- ar 28 milljónir, án gólf- efna. „Það hefði eflaust verið hægt að kaupa ódýrarí íbúðir en það er lögð áhersla á það að dreifa búsetu fatlaðra um allt þjóðfélagið." Reiknar með hárri leigu „Það sem er þarna að fara inn er íbúðasambýli þar sem fólk býr ekki í herbergjum eins og í venju- legu sambýli. Hver og einn hefur sína eigin íbúð. íbúðasambýli er þannig að það eru keyptar fimm til sexíbúðir og ein afþeim er svo not- uð fyrir starfsfólkið. Það þykir vera eftirsóknarvert fyrir marga hópa fatlaðra að vera í miðbænum og fólki er síður hætt við að einangr- ast," segir Helgi og bætir við að fé- lagsmálaráðuneytið hlaupi undir bagga með einstaklingunum sem leigja íbúðirnar. „Þetta gengur þannig fyrir sig að við leigjum einstaklingum íbúðirn- ar og þeir borga hóflega leigu. Síð- an niðurgreiðir félagsmálaráðu- neytið mismuninn sem myndast þannig að dæmið gangi upp," seg- ir Helgi sem reiknar með að leigu- verðið verði að vera nokkuð hátt til að ná endum saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.