Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 15
F R E Y R
119
sýslu, þrifizt vel og tímgazt og fimm árum sið-
ar verið orðin ellefu. Espólín getur um, að ár-
ið 1771 hafi komið út í Vestmannaeyjum 13
hreindýr, hafi tíu dáið úr vesöld veturinn eft-
ir, en þrjú lifðu. í Islandske Maaneds Tidender
segir Magnús Ketilsson, sýslumaður, að hrein-
dýr, 14 að tölu, hafi verið send Thodal stipt-
amtmanni frá Finnmörku með Vestmanna-
eyjaskipi. Hafi þau þrifizt vel á leiðinni, enda
verið hafður handa þeim á skipinu mosi sá,
sem þeim líki bezt. Segir að Klog kaupmaður
hafi fúslega veitt dýrunum viðtöku og sleppt
þeim á land í Vestmannaeyjum. En er í ljós
kom, að þau þrifust þar lítt, sendi hann mann
áleiðis til stiptamtmanns að Bessastöðum og
með honum sex eða sjö hreindýr, sem átti að
ílytja þangað. En því var „aldrei um Álftanes
spáð, að ættjörðin frelsaðist þar.“ Þegar
hreindýrin komu á land, voru þau svo aðfram-
komin af hungri og harðrétti, að ekki var við-
lit að reka þau til Bessastaða. Voru þau því
skilin eftir í umsjá bónda nokkurs, sem til að
verja dýrunum tún sitt ýmist tjóðraði þau í
mýrardragi eða byrgði í heygarði, meðan sendi-
maður arkaði á fund stiptamtmanns. Undu
dýrin sínum hag miðlungi vel og vesluðust upp
og drápust sum. En með sendimanni komu
skilaboð til Þorsteins Magnússonar, sýslu-
manns í Rangárvallasýslu, að reka skyldi dýr-
in til fjalla, þar sem þau gætu fengið þá fæðu,
er þeim hentaði. Reyndi sýslumaður þegar að
framkvæma þetta, en eitt dýrið drapst strax
og annað á leiðinni til Hlíðarenda. Hafði það
verið svo máttlítið, að flytja varð það á hesti.
Þau þrjú, sem þá voru eftir, komust til fjalla
og döfnuðu vel. Eitt dýrið var þó aiið heima við
bæ vetrarlangt á mjólk, heyi og mosa.
Dýrin, sem eftir urðu í Vestmannaeyjum,
drápust öll. Sum hröpuðu fyrir björg.
Það er af hreindýrunum í Rangárvallasýslu að
segja, að einn kálfur fæddist strax næsta vor.
Fjölgaði þeim síðan árlega. En ekki varð samt
áfallalaust. Hreintarfur stangaði mann í lær-
ið, er hann kom nálægt dýrunum um fengi-
timann, og lá maðurinn lengi rúmfastur. En
bændur kvörtuðu svo mjög undan þessu, að
dýrið var drepið og kvendýrið, sem með tarf-
inum var, lemstraðist um haustið af ókunnri
orsök, svo að því varð að lóga. Hin dýrin halda
sig uppi í fjöllum, — segir í frásögninni í Isl.
Maaneds Tidender, en hún er höfö eftir Sig-
urði alþingisskrifara Sigurðssyni, sem þá bjó
að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Lifðu þá ein-
ungis þrjú af hinum fjórtán innfluttu dýrum,
en af þeim þreifst eitt karldýr og eitt kvendýr
vel í fjöllunum, þótt órói væri í þeim og leit-
uðu dýrin títt til strandar um sama veg og
þau voru þaðan flutt.
Magnús Ketilsson bætir við frásögnina
miklu lofi um Thodal stiptamtmann fyrir
framtak hans um flutning hreindýranna til
fslands, og telur að nafn hans muni fyrir þær
sakir verða ódauðlegt með þjóðinni og að ein-
hvern tíma muni hreindýrin verða algeng í
landinu. Sigurður alþingisskrifari segir, að
dýrin séu eigi svo villt, að eigi megi temja þau.
Eigi er vitað hvenær eða hvernig hreindýr-
in í Rangárvallasýslu dóu út, en um eða uppúr
Móðuharðindum hurfu þau. Flest munu þau
hafa orðið 16.
★
Næsti hreindýraflutningur til landsins fór
fram árið 1777. Voru þá flutt af Noregi þrjá-
tíu dýr, sex tarfar og 24 kýr. Stjórnin hafði fal-
ið Þorkeli Jónssyni Fjeldsted, amtmanni á
Finnmörku, að kaupa 25 hreindýr, þar af 18
kvígur, og senda til Islands. En hreindýrahóp-
ur sá, sem til landsins var sendur, var eins og
áður segir 30 dýr. Komust 23 þeirra lifandi til
landsins og var sleppt við Hvaleyri sunnan
Hafnarfjarðar. Rásuðu þau þegar til fjalla og
höfðust einkum við í fjöllunum milli Krísuvík-
ur og Selvogs, en leituðu þó miklu víðar um.
Þessi 30 dýr voru öll gjöf frá norskum kaup-
manni í Hammerfest, P. Ch. Buch að nafni.
Hreindýrunum, sem sleppt var við Hvaleyri,
virðist hafa fjölgað ört, enda haglendi eflaust
allgott fyrir þau á Reykjanesskaga. Ebenezer
Henderson getur þess í ferðabók sinni „Ice-
land, or the Journal of a residence in that is-
land“, að hann hafi þriðjudaginn 20. septem-
ber 1814, að því er virðist nálægt Hveradölum,
séð flokk hreindýra, yfir 50 að tölu, koma nið-
ur fjallshlíð örskammt frá, og fór föngulegur
hreinn í fararbroddi. Segir hann dýrin miklu
spakari en hann hefði búizt við, enda séu þau
sjaldan veidd. Þeim hafi fjölgað svo mjög frá
því að þau voru flutt til landsins, að þau myndi
nú stórar hjarðir.