Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 52

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 52
156 PRE YR Danir hafa um undanfarin ár miðlað vinnuafli til bústarfa til margra landa, en nú er stöðvun á þeirri miðlun því að í Danmörku skortir einnig fólk til sveita- vinnu. Skólastjóri við bændaskóla þar sagði á fundi nýlega, að bújarðir færu bráðum í eyði af því að ekki yrði til fólk, er vildi sinna búskap. Nú eru um 90 þúsund piltar en aðeins 30 þúsund stúlkur starf- andi sem vinnufólk í dönskum sveitum á 200 þús- und bændabýlum. Fyrir fáum árum taldi vinnufólks- hópurinn yfir 200 þús einstaklinga. ,,Það er að minnsta kosti víst, að þau verða mörg sveitaheimil- in án húsmæðra á komandi árum”, sagði skóla- stjórinn. Hníslasótt sem einatt er nefnt með sína rétta fræðiheiti coccidiose, er sá kjúklingakvilli, sem oftast mun valda tjóni hjá þeim, er ala upp unga. Þann kvilla ber að varast og það er hægt, en þess ber að minnast að hann er alls staðar þar sem hænsfuglar ferðast. Til þess að forðast kvillann er nauðsynlegt að hafa smáungana fráskilda hænsnunum, og ekki skal ganga á sömu skónum — eða hreinsa þá vel ann- ars — í hænsnahúsi og kjúlkingastíu. Forðast ber súg á ungunum og þykkt lag af þurrum og hrein- um undirburði er góð vörn. Drykkjartrog og fóðurílát skulu einnig vera hrein, en slík ílát, er t. d. hafa verið notuð í fyrra hjá ungum eða hænsnum, eru mjög líklegir smitflytjendur, því að einn ættliður sníkiis þess, sem kvillanum veldur, lifir eitt skeið sitt í óhreinindum og hefur þar dvalaskeið sitt. Ef sníkillinn kemst í ungana er sjálfsagt að fá súlfalyf hjá dýralækni hið fyrsta og eftir notkun þeirra er þörf á að nota B-vitamín, því að súlfalyf, eða önnur lyf, sem til greina kemur að nota( eyða gerlalífi í meltingarfærunum, en ýmissar bakteríur þar mynda B-vitamín. Þess vegna er þörf á uppbót fyrir þá eyðileggingu. Frídagar bóndans eru fáir og óvissir, skrifar LANDSBLADET — mál- gagn dönsku búnaðarfélaganna og sannar mál sitt með eftirfarandi sögu: Bóndinn og nýi vinnumaðurinn voru ásáttir um kaup og vinnudag, starfssvið og annað, aðeins var eftir að ákveða sunnudagana. Vinnumaðurinn var knattspyrnumaður og vildi helzt fá vikulega frídaga hvern sunnudag, en bóndinn vildi helzt að frídagaran- ir yrðu til skiptis sunnudagar og virkir dagar. Nú jæja, sagði vinnumaðurinn, eigum við þá ekki að segja að ég hafi frídaga á sunnudögum þegar keppni er? Jú, það gat verið viðeigandi fannst bónda, en spurði þó varlega hve oft mundi verða keppni. — Á sunnudaginn kemur verður kappleikur, ann- an sunnudag líka og ef við vinnum þá verðum við að keppa áfram þá getur það orðið á hverjum sunnudegi fyrst um sinn meðan héraðskeppnin varir. — En hvenær mundi þá koma röðin að mér að geta fengið sunnudagsfrí? spyr bóndinn. — Ef þér er nauðsynlegt að vita það nú get ég svo sem athugað það í keppnisskránni, var svarið. Reynslubúin eiga ekki að fagna bjartsýni né góðum undirtektum hérlendis. Þó mun verða hafizt handa á þessu ári, vonandi á þremur stöðum. Síðan Gísli Kristjánsson skrifaði fyrst um þetta verkefni, fyrir tæpum 20 árum, hefur ekkert gerst í því máli hérlendis fyrr en nú, en í öðrum löndum hefur það verið upp tekið og náð miklum vinsældum — reynslubúin jafnvel talin eitt mikilvægasta verk- efni almennar upplýsingaþjónustu — hin síðari ár, einkum í Noregi, Hollandi og Danmörku. Norðmenn eru nú að bæta einum lið við þau verkefni reynslubúanna, sem þegar hafa verið til meðferðar, en það skeður á nýju búi, Berg í Öst- fold; þar á að sýna samanburð á 10 tegundum kart- aflna, 25 tegundum hveitis, nokkrum tegundum af ertum, rófum, vikkum, o. fl. Ennfremur á að sýna þar árangur notkunar ýmissa illgresiseyðingar- lyfja — láta hin einstöku afbrigði vissra nytjajurta sýna almenningi hvers virði þau eru. Reynslan á að tala þar sínu máli. P" Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar | I"" J* *" — Ólafsson, Pálml Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gfsli Kristjánsson. • • Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200 BUNAÐARBLAÐ Áskriftarverð kr. 90.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.