Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 9
FRE YR
113
Þessari lagasetningu ríkisstjórnarinnar var
mjög hampað af sumum talsmönnum henn-
ar, sem einhverju því þarfasta sem stjórnin
hefði aðhafzt. Voru allmargir farnir að trúa
því, að hækkun á landbúnaðarvörum kæmi
ekki til mála.
Störf hinnar nýkjörnu sexmannanefndar
byrjuðu snemma í janúarmánuði eins og fyrr
segir. Gengu þau heldur seint til að byrja með
og bar margt til þess og þó fyrst og fremst, að
starfssvið nefndarinnar hafði verið fært út
allverulega eins og áður er sagt. Sennilega
hefur og gætt nokkurrar tortryggni hvors
nefndarhluta í annars garð, þótt það væri
ekki að ráði.
Um tíma var ekki hægt að gera sér grein
fyrir því, að til nokkurs samkomulags drægi
í sexmannanefndinni og að engra kosta væri
völ annarra en að vísa málinu til yfirnefndar.
En þrátt fyrir allt fór þó svo, að samkomulag
náðist um verðlagsgrundvöll, sem gildir frá
1. sept. 1959 til 1. sept. 1960. Verðlagsgrund-
völlurinn hækkar um 2.85% í heild. Ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að greiða þessa hækk-
un frá 1. sept. s.l. Mun ég þá fara nokkrum
orðum um verðlagsgrundvöllinn.
Það er skoðun mín, að í hinum nýja verð-
lagsgrundvelli sé gjaldahliðin vel viðunandi í
heild, miðað við bústærð. Að vísu hefðu full-
trúar framleiðenda skipt nokkuð á annan hátt
niður hinum einstöku gjaldaliðum, t. d. fært
á milli áburðarliðsins og véla — lækkað á-
burðarliðinn og hækkað vélaliðinn. Er það
meira í samræmi við hina ahnennu eyðslu,
eins og hún kemur fram í búnaðarskýrslum.
Fóðurbœtisliðurinn er ákveðinn þannig, að
kúnni er ætlað 400 kg. og kindinni 10 kg. Má
telja þetta sæmilegt miðað við afurðaáætlun-
’na, að minnsta kosti á nautgripabúinu.
Áburðinn er erfiðara að áætla, t. d. hvað
þurfi að bera á við almenn skilyrði fyrir hv.
100 h.b. töðu. Er það að sjálfsögðu mjög
breytilegt eftir ræktunarástandi túnanna,
jarðvegi o. fl.
Viðhald fasteigna er liður, sem lítið breyt-
ist árlega. Tekur hann breytingum eftir verði
á timbri, þakjárni og málningu. Liðurinn fær
ekki mikinn stuðning í framtölum bænda, sam-
kvæmt búnaðarskýrslum.
Viðhald girðinga, sem er í búnaðarskýrs)
unni í liðnum annar reksturskostnaður, va\
gerður að sérstökum lið í verðlagsgrundveJ)-
inum fyrir nokkrum árum og tekur breyting
um eftir verðbreytingum á timbri og gadda
vír.
Flutningskostnaður er fundinn af tveim
liðum, eftir flutningatöxtum kaupfélaganna
— Arnesinga — Borgfirðinga — Evfirðinga og
Héraðsbúa, og eru flutningataxtar þessara fé-
laga notaðir til þess að finna verðbreytingar,
þegar hagstofustjóri reiknar út verðlags-
grundvöllinn. Hins vegar hefur líka verið
stuðzt við það að áætla flutningaþörfina mið-
að við 50 km. leið, með tilliti til þess magns,
sem þarf að flytja að og frá búinu.
Vaxtaliðurinn hefur hækkað allverulega.
Sem undirstaða vaxtareikningsins er notað
skattmat á búpeningi. Fjós reiknuð kr. 5000.00
á kú með heygeymslu, kr. 500.00 yfir kind,
sömideiðis með heygeymslum. Jarðarverð án
húsa sem næst fasteignamati. Vélar og áhöld
kr. 60.000.00. Skuldir kr. 87.679.00. þar af
skuldir við Ræktunarsjóð kr. 40.679.00, vextir
reiknaðir af Ræktunarsjóðsláni kr. 1.528.00, af
öðrum skuldum kr. 3.290.00 og af eigin fé kr.
6.796.00, sem er með 3.43%.
Annar reksturskostnaður. Undir þennan lið
kemur margt, sem ekki er rúm til að telja hér,
þar á meðal lækningar og meðul búfjár, bað
o. fl.
Sala á bráðapestarbóluefni, garnaveikis-
bóluefni og allskonar serum, sem er selt frá
Rannsóknarstofu Háskólans og frá Keldum,
nam kr. 2.434.637.00 árið 1959. Að auki eru