Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 21
FREYR
125
maðurinn, Egill Gunnarsson. Voru nú teknar
myndir af dýrunum og síðan talið eftir þeim.
Reyndust dýrin á myndunum 1668. Tuttugu og
sjö dýr sáu þeir þar að auki og fréttu til sex,
— samtals 1701 dýr. Þegar dýrin voru talin á
sama hátt næsta ár, 21. júlí 1958, reyndust þau
1882. Við talningu eftir ljósmyndum, teknum
úr flugvél 13. júlí 1959, reyndust dýrin vera
2376.
Á 20 árum hefur hreindýrunum þá fjölgað
úr um það bil 100 í 2376, þrátt fyrir nokkra
veiði. Má það teljast góður árangur.
Til þess að laga nokkuð óhagstætt hlutfall
milli fjölda karl- og kvendýra i hreindýra-
hjörðinni var heimildin i lögum frá 1940 til
fækkunar hreintörfum notuð sem hér segir:
Árið 1940 Engin fækkun
— 1941 — —
— 1942 — —
— 1943 13 hreintarfar felldir
— 1944 20 — —
— 1945 38 — —
— 1946 18 — —
— 1947 24 — —
— 1948 30 — —
— 1949 49 — —
— 1950 53 — —
— 1951 64 — —
— 1952 60 — —
— 1953 50 — —
Hreindýrunum fór brátt að fjölga upp úr
1940, hvort sem tarfafækkunin hefur átt í því
mikinn þátt eða lítinn. Hitt er hafið yfir allan
efa, að starf hreindýraeftirlitsmanna hefur
verið mjög þýðingarmikið, t. d. í þá átt að
tryggja, að friðun dýranna væri virt.
Um 1953 tóku dýrin að dreifast nokkuð á
þær slóðir, sem þau gengu á fyrrum, meðan
margt var um þau, svo sem í Skriðdal, Fossár-
dal, Hamarsdal, Hofsdal og Víðidal, auk þess
sem þau gengu út alla Fljótsdalsheiði og jafn-
vel út á Fjarðarheiði og Fagradal. Ekki hefur
þess þó orðið vart, að þau leituðu á öræfi
Þingeyjarsýslna.
Við fjölgun dýranna hófust kvartanir um að
þau spilltu beitilöndum og búfjárhögum. Voru
þau líka orðin svo mörg, að tímabært var að
gera sér grein fyrir, á hvern hátt þau yrðu
hagnýtt. Var augljóst, að ef ekki yrði að gert,
myndi dýrunum fjölga svo innan tíðar, að
sami leikur hæfist og jafnan áður, þegar þeim
fjölgaði mjög, að allir teldu syndlaust ef ekki
sjálfsagt að veiða þau og ganga þá svo hóf-
laust fram, að stofninum gæti orðið hætta bú-
in áður en varði.
Menntamálaráðuneytið taldi þvi tímabært á
árinu 1954 að leggja til við Alþingi, að hrein-
dýralögunum frá 1940 yrði breytt, þannig að
heimild til hreindýraveiða yrði gerð víðtækari.
Myndi stofninn nú þola verulega aukna veiði,
en það ætti aftur á móti er stundir liðu að sýna
fram á arðsemi dýranna. Kjöt þeirra og skinn
er góð vara, ef vel er verkað, og íslenzku dýr-
in eru talin hafa öllu meiri kjötþunga en
norsku dýrin. Stefnt var að því frá upphafi,
að bændur, sem lönd eiga að aðalbithaga dýr-
anna, nytu fyrst og fremst arðs af veiðunum,
enda mikið undir því komið, að þeir vilji
ekki hreindýrastofninn feigan. Þar næst ættu
sveitar- og sýslufélög Norður- og Suður-
Múlasýslu að njóta arðs af dýrunum, því að
þau rása vítt um.
1 samræmi við þetta var lagt fyrir Alþingi í
aprílbyrjun 1954 stjórnarfrumvarp um breyt-
ing á lögum nr. 28/1940, um friðun hreindýra
og eftirlit með þeim. Var það frumvarp sam-
þykkt á þinginu óbreytt 13. apríl og lögin stað-
fest af handhöfum forsetavalds 24. sama mán-
aðar og eru nr. 72/1954. Þar sem lögin um frið-
un hreindýra og eftirlit með þeim (nr. 28/1940)
með áorðnum breytingum (nr. 72/1954) eru
stutt, fara þau hér á eftir í heilu lagi:
1. gr.
Hreindýr skulu friðuð fyrir skotum og öðr-
um veiðivélum. Nú telur eftirlitsmaður hrein-
dýra, að þeim hafi fjölgað svo, að stofninum
stafi eigi hætta af veiðum, og er ráðherra þá
rétt að heimila veiðar, enda skal hann þá setja
reglur um veiðarnar, að fengnum tillögum
hlutaðeigandi sýslumanna og eftirlitsmanns,
og kveða á um, hvert renna skuli hagnaður, er
verða kann af veiðunum. Heimilt er ráðherra
að veita mönnum leyfi til að handsama dýr
til eldis.
2. gr.
Ráðherra er heimilt að skipa sérstakan mann
eða menn til aðstoðar yfirvöldum landsins við