Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 13
FRE YR
117
Um íslenzk hreindýr
Níels Fuhrmann, amtmaður, sem kom til ís-
lands árið 1718 og andaðist að Bessastöðum
10. júní 1733, er fyrir annað frægari i sögu
þessa lands en afskipti sín af hreindýrum. Þó
hafði hann í hyggju að láta flytja þau hing-
að. Er þessa getið i lýsingu Kjcsarsýslu (Kjose
Syssels Descriptio geographica), dagsettri 28.
apríi 1746, eftir J. Hjaltalín. Sú lýsing er
þannig til orðin, að J. L. Holstein, greifi, aðal-
ráðgjafi konungs og forseti hins nýstofnaða
danska vísindafélags, lagði fyrir J. Lafrentz
amtmann í bréfi 8. júní 1743 að láta hina
hæfustu menn á Islandi semja svör við
nokkrum spurningum um landið og náttúru
þess og öðrum þeim spurningum, er amtmanni
sýndist við að auka „hans hátign konungin-
um til eftirlætis og ánægju og alþjóð til nytja.“
Birti amtmaður þenna boðskap á Alþingi um
sumarið og fól sýslumönnum að gera lýsingar
héraða þeirra, er þeir voru yfir settir. í einni
hinna 16 sýslulýsinga, sem þannig urðu til, lýs-
ingu Kjósarsýslu, segir, að Fuhrmann amtmað-
ur hafi ætlað sér að flytja hreindýr til lands-
ins, en eigi enzt aldur til að fá því framgengt.
En Páll lögmaður Vídalín er þó sennilega hinn
fyrsti, sem varpar fram hugmyndinni um inn-
flutning hreindýra. Bendir hann á í riti sínu
Deo, regi, patriæ, sem skrifað er árið 1699 á
latinu, en kom út á dönsku í Sorö 1768 að ráð-
legt væri að selja hesta úr landi, en kaupa síð-
an hreindýr í Finnmörku fyrir hagnaðinn og
flytja til íslands í tilraunaskyni, því að þau
gætu orðið í mesta máta gagnleg, ef þau þrif-
ust hér.
Af framkvæmdum varð þó ekki í þessu efni,
hvorki um daga Páls Vídalíns né Fuhrmanns.
En 19. janúar 1751 var gefin út í Kristjáns-
borgarhöll konungleg tilskipun varðandi flutn-
ing hreindýra til íslands. Hafði Rentukamm-
erið hinn 11. sama mánaðar gert um þetta til-
lögu, eftir að Hans Wíum, sýslumaður að
Birgir Thorlacius
ráðuneytisstjóri.
Skriðuklaustri, Þorsteinn sýslum. Sigurðsson,
síra Hjörleifur Þórðarson, síra Magnús Guð-
mundsson og Árni lögréttumaður Þórðarson
höföu lagt til, að reynt yrði, hvort hreindýr
gæcu lifað hér. Ef svo reyndist, myndu þau
geta orðið íbúum landsins til mikils gagns, þar
ej heyöflun brygðist iðulega. Segir ennfremur
í rökstuðningi fyrir málinu, að Rantzau, stipt-
amtmaður íslands, álíti að rétt muni að kaupa
fjögur kvendýr og tvö karldýr í Noregi og
flytja dýrin í aprílmánuði til Friðriksstaðar og
þaðan til Eyrarbakka. Er kostnaður við þetta
áætlaður 40 ríkisdalir.
Rentukammerið ritaði síðan Lövenhjelm
amtmanni í Bratzbergamti í Noregi og fól hon-
um að kaupa fjögur kvendýr og tvö karldýr fyr-
ir reikning konungs og senda á því ári með
skipi verzlunarfélagsins til Eyrarbakkahafnar.
Er Rantzau, greifa, stiptamtmanni, tilkynnt
þetta í bréfi 23. janúar 1751. En af bréfi Rentu-
kammersins til J. C. Pingel, amtmanns, 24.
apríl s. á. sést, að Lövenhjelm hefur svarað fyr-
irmælum þessum á þann veg 22. marz, að eigi
hafi þá reynzt unnt að handsama hreindýrin
vegna óvenjumikils fannfergis. Hefur Rentu-
kammerið þá falið honum að láta taka dýrin
fyrir næsta vor og senda til Islands með
Bakkaskipi. Segir Rentukammerið ennfremur í
bréfi til Pingels, að þegar það hafi fengið til-
kynningu um, að búið sé að handsama dýrin,
muni það athuga nánar, hvort orðið skuli við
þeim tilmælum, að ef hreindýrin verði aðskil-
in, skuli helmingur hópsins afhentur Magnúsi
lögmanni Gíslasyni og þau flutt til vestur-