Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 20

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 20
eftir talningu úr flugvél og 1957 og síðan eftir ljósmyndum, teknum úr flugvél: Árið 1940 150 hreindýr — 1941 rúml. 230 — — 1942 — 300 — — 1943 — 383 — — 1944 — 430 — — 1945 — 520 — — 1946 um 610 ' — 1947 rúml. 820 — 1948 um 1000 — — 1949 — 1335 — — 1950 — 1610 — — 1951 vantar — 1952 vantar — 1953 vantar — 1954 — 2000 — — 1955 — 2000 — — 1956 — 1380 — — 1957 — 1790 — — 1958 — 1882 — — 1959 — 2376 — í sumum skýrslum sínum tekur eftirlitsmað- ur fram, að talningin sé ekki nákvæm, og eru þau ummæli því oftar endurtekin, sem dýrun- um fjölgar meir. Árið 1956 fékk ráðuneytið Björn Pálsson, flugmann, til þess að fljúga yfir hreindýra- svæðið og telja dýrin. Var ferð þessi farin 10. og 11. október. Voru þeir með í flugvélinni fyrri daginn Friðrik Stefánsson, fv. eftirlitsmaður, Egill Gunnarsson, eftirlitsmaður og Erlendur Björnsson, sýslumaður Norður-Múlasýslu. Lúð- vík Ingvarsson, sýslumaður Suður-Múlasýslu, gat ekki komið því við að vera með. Flogið var yfirleitt í 100—200 metra hæð og sáu leitarmenn úr þeirri hæð m’ög greinilega yfir, t. d. sauðfé og rjúpur, og telur flugmaður- inn, að engar líkur séu til, að hreindýr hafi lsynzt fyrir þeim svo að nokkru næmi. Engin dýr sáust utar en við Álftavatnshæðir, en eftir það sáust hreindýr dreift um Fljótsdalsheiði, allt inn að Snæfelli, á Vestur-Öræfum og í Kringilsárrana. Flogið var sunnan við Snæfell úr Kringilsárrana með Eyjabökkum að Kelduá, en báðum megin við ána voru hreindýr og á múlanum milli Kelduár og Jökulsár voru nokkrir smáhópar. Síðan var flogið út með Hraungarði og Hallormsstaðahálsi, en þar sá- ust engin dýr. Töldu þeir félagar sig hafa séð á þessu flugi 883 hreindýr. Næsta dag flaug Björn Pálsson yfir það svæði, sem komið gat til greina að hreindýr héldu sig á, en eigi var kannað fyrri daginn, þ. e. öræfin inn af Skriðdal, Breiðdal, Beru- firði, Fossárdal og Hamarsfirði. Sáu þeir á þessu flugi 78 dýr. Lenti flugvélin á Djúpavogi til að mæla fvrir sjúkraflugvelli, en hélt svo á ný til Egilsstaða, og kannaði síðan svæðið sunnan Bessastaðaár og austan Gilsárvatna. Sáust þar 58 dýr í tveimur hópum. Skammt norður af Snæfelli sáust tveir hreindýrahóp- ar, um það bil 60—70 dýr, sem gátu hafa verið talin daginn áður. Samtals sáu leiðang- ursmenn þessa tvo daga 1019—1089 hreindýr. Nokkru fleiri dýr kunna að sjálfsögðu að hafa verið eystra, en naumast hafa mörg dulizt fyr- ir talningarmönnum. Er ekki líklegt, að dýrin hafi verið fleiri en 1089. Þá var búið að fella 300 dýr, svo að um haustið hafa þau þá verið 1389. Skýtur þetta mjög skökku við það, sem menn höfðu áður haldið, því að þegar árið 1954 var fullyrt, að dýrin væru um og líklega a.llmikið yfir 2000. Sumir fullyrtu, að dýrin væru þá þegar um þrjú þúsund. Að beiðni menntamálaráðuneytisins flaug Björn Pálsson yfir hreindýrasvæðið í talning- arerindum 8. júlí 1957. Voru þeir þá með hon- um sýslumennirnir Erlendur Björnsson og Lúðvík Ingvarsson, svo og hreindýraeftirlits-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.