Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 24

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 24
128 FRE YR Alltaf höfðu þau nokkurn samgang við búpen- ing, sauðfé, nautgripi og hesta. Fyrstu árin voru þau bólusett með bráðapestarbóluefni, en síðar var því hætt og því ekki vitað, hvort bólu- setningin kom að notum. Víst er, að fyrstu fimm árin þrifust dýrin vel, en eftir það gætti verulegrar óhreysti i stofninum, og fjórum árum síðar, 1948, lifði aðeins eitt hreindýr, sjö ára gömul kýr. Hún hvarf úr haga árið eftir og er ekki vitað um afdrif hennar. Sautján sjúkdómstilfelli i hrein- dýrunum í Arnarfelli komu að einhverju leyti til athugunar eða upplýsingar fengust um þau í sambandi við líffæri, sem send voru til rann- sóknar. Af þessum dýrum mun um helmingur hafa drepizt skyndilega. Skemmdir í líffærum dýranna bentu til þess, segir Guðmundur Gíslason, að sj úkdómsorsök- in hafi verið garnaeitrun eða eitrun frá loft- fælnum (anaerob) sýklastöfum, sem líklegast þótti, að borizt hefðu frá görnum. í tveimur dýrum fundust ígerðarhnútar í lifur og fleiri líffærum. Læknirinn telur, að mikið vanti á, að nægar athuganir hafi farið fram á lifnað- arháttum og sjúkdómssögu hreindýranna í Arnarfelli. Líffærasýnishorn þau, sem send voru til rannsóknar, hafi sjaldan verið ný og oftast ónóg, en niðurstöðurnar í heild kveður læknirinn benda til þess, að banamein dýr- anna hafi í flestum tilvikum verið sýking frá meltingarfærum. Líklegt er, að fóðurskilyrði í girðingunni, sem þau voru í, hafi versnað ár frá ári, jafnframt hafi hættan á ormasýkingu og sýkingu frá taði og jarðvegi aukizt og tún- beit dýranna og heygjöfin e.t.v. haft nokkur áhrif. f bréfi 6. nóvember 1943 fóru þau Rósa Jóns- dóttir, Ari Jónsson og Árni hreppstjóri Jó- hannesson að Þverá í Eyjafirði, Helgi Stefáns- son, Þórustöðum, og Jón Geirsson, læknir á Akureyri, fram á leyfi til þess að handsama 4—5 hreindýrskálfa, og segja að sig langi til, þar sem mæðiveiki geri nú sauðfjárrækt erfiða, að gera tilraun með eldi hreindýra. Muni dýr- in verða höfð í girðingu í Þverárlandi í Önguls- staðahreppi. Var umbeðið leyfi veitt og náð- ust 5 kálfar, 3 kvígur og 2 tarfar. Einn kálf- urinn drapst eftir tvær vikur og annar um haustið. Eftir tvö ár fæddist einn kálfur. Var hann annaðhvort dauður þegar hann fæddist eða drapst strax eftir fæðingu. Þessi þrjú dýr, sem lifðu, þrifust vel, en urðu nokkuð „svifa- söm í haga og gamansöm á mannamótum“, eins og bóndi einn lýsti stóðhesti, sem ná- grannarnir kvörtuðu undan. Dýrin eltu fólk og var ekki laust við, að þau væru mannýg og munu hafa þótt hvimleið heima við bæi. Eig- endurnir höfðu í hyggju að sleppa þeim til fjalla á ný og fóru með þau alllangt austur á Mývatnsöræfi og skildu þau þar eftir. En þau rásuðu fljótlega ofan í Mývatnssveit og þóttu gráglettin. Létu eigendurnir þá slátra þeim. Þóroddur E. Jónsson, stórkaupmaður í Reykjavík, fékk árið 1944 leyfi til þess að handsama allt að 15 hreinkálfa vorið 1945. Hafði hann í hyggju að ala þá upp að Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd. Úr framkvæmdum varð þó ekki. Þótt dreifing hreindýra um landið á ný, eft- ir að þau urðu aldauða sunnanlands og norð- an, hafi verið áhugamál ýmissa, hefur hug- myndin einnig mætt ákveðinni andstöðu. Kal- manstungubændur sýndu mikinn áhuga á því á sínum tíma að fá hreindýr til Suðurlands og sama sinnis var Jóhann heitinn Eyjólfsson frá Sveinatungu. Hann vildi árið 1948 fá leyfi til að flyt.'a inn hreindýr frá Noregi, en var synj- að leyfisins. Sama ár barst bréf frá Anders A. Blind í Svíþjóð, þar sem hann lætur í ljós ósk um að flytja til Islands með hreindýrahjörð sína. Kveðst hann hafa í hyggju að flytja fyrst 300 hreinkýr og nokkra tarfa, og síðar 500 dýr í viðbót. 1 félagi við bróður sinn og móður kveðst hann eiga um það bil fjögur þúsund hreindýr. Slátri þau á að gizka 800 dýrum á ári og fái um 30 þús. kg. af kjöti. Var eigi fall- izt á beiðni hans um að mega setjast hér að með hreinahjörðina. Anders A. Blind var ungur og röskur Lappi. Hann kom í þessu sambandi til íslands og fór um hreindýraslóðirnar eystra með Friðriki Stefánssyni. Honum leizt vel á íslenzku hrein- dýrin, að sögn Friðriks, en þótti fjöllin lítt gró- in. Hann óð Kringilsá, og munu fáir hafa leikið það. ★ í septembermánuði 1947 fékk landbúnaðar- ráðuneytið P. Hagen, Rösaga í Saltdal, Lappa- fógeta norska ríkisins í Nordlandumdæmi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.