Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 40
144
FREYR
arnótt, og síðar heyrði ég gamla menn
segja, að slíkt hret hafi ekki komið um
þetta leyti árs í manna minni.
Ferðafólkinu leið ekki illa þessa nótt, því
bíllinn var hlýr og góður. Við komum í
húsaskjól í Varmahlíð um sexleytið um
morguninn, en höfðum þar skamma við-
dvöl. Á Öxnadalsheiði var sumstaðar hné-
djúpur snjór og nokkrum sinnum urðum
við að láta tvo menn ganga á undan bíln-
um, sinn á hvorri vegarbrún, svo að ekki
yrði ekið útaf. Þegar komið var niður í
byggð fóru menn að halda til sinna heim-
ila, og til Akureyrar komum við um kl. 11 f.
h. Allt hafði farið betur en á horfðist þeg-
ar útlitið var verst um nóttina. Nú var 17.
júní, þjóðhátíðardagurinn, en hátíðahöld-
um var aflýst um allt Norðurland vegna ó-
tíðarinnar.
Ég hraðaði mér inn á Hótel KEA og fór
að sofa, því næsta morgun átti ég að fara
til móts við bændur úr Borgarfirði á
Blönduósi.
Þann 17. júní var snjór yfir flestum
byggðum Norðurlands, alveg niður að sjó
og hitastig um frostmark. Það var því ekki
tilhlökkunarefni fyrir mig að eiga að koma
á þessar slóðir næsta dag með fjölmennan
hóp bændafólks úr Borgarfirði. Norðan-
menn höfðu líka nokkrar áhyggjur og var
ég beðinn að tala suður, ef nokkur leið væri
að fresta förinni um fáa daga. Var það
neyðarúrræði þegar allt hafði verið undir-
búið syðra og nyrðra. Lofaði ég þó að tala
suður, en þá kom í ljós, að símar höfðu bil-
að í ofviðrinu og ekkert samband fékkst og
var því fyrirsjáanlegt að Borgfirðingar
myndu halda af stað eins og ákveðið hafði
verið.
Ég fór frá Akureyri árla morguns þann
dag og var kominn á Blönduós um hádegi.
Nokkru eftir hádegi komu svo Borgfirðing-
ar, i 4 stórum bílum, 130 manns að bílstjór-
um og mér meðtöldum. í þessum hópi voru
53 konur, flestar húsmæður. Þarna voru
komnir allmargir Húnvetningar og þar beið
matur á borðum, í boði Búnaðarsambands
Austur-Húnvetninga, en formaður þess,
Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum, bauð gesti
velkomna. í lok veizlunnar las ég örfáar
lífs- og ferðareglur yfir Borgfirðingum og
það hrós eiga þeir skilið, að ekki var brotið
á móti þeim þá sjö daga sem ferðin stóð yfir
og að heita má allt gekk eftir áætlun.
Frá Blönduósi var haldið upp Langadal
og yfir Vatnsskarð í Skagafjörð, en staldrað
við í Byggðasafni Skagafjarðar í Glaum-
bæ. Þótti öllum gaman að koma þar og
skyggnast aftur í liðna tíð. Fjöldi gesta
kemur nú í Glaumbæ á hverju sumri, inn-
lendir og erlendir. Árlega bætast munir og
mannamyndir í safnið og í Glaumbæ er
margt að skoða. Hjörtur Finnbogason, bæj-
arvörður, er líka starfi sínu vaxinn að sýna
gestum húsakynni og muni, sem þar eru og
útskýra það allt fyrir þeim. Aðeins er leitt
að hann skuli vera kominn á áttræðisaldur,
en vonandi endist hann þó í mörg ár enn.
Þarna er hann réttur maður á réttum stað.
Næsti viðkomustaður var Hólar í Hjalta-
dal og var ekið rakleitt þangað frá Glaum-
bæ. Þar tóku skólastiórahjónin og stjórn
Búnaðarsambandsins á móti Borgfirðing-
um. Þar var neytt kvöldverðar í leikfimi-
húsinu, en þar á eftir var litast um á Hóla-
stað, skoðuð kirkjan og annað markvert.
Allmargir lögðu leið sína upp í torfbæinn
gamla, sem var að hruni kominn, en hefur
nú verið endurreistur með mestu prýði og
er bað staðnum og stjórnendum til sóma að
hafa gert það.
Nú var kvöld bess 18. júní, og hvernig var
umhorfs á Hólastað? Grasið var allvel
sprottið, en nú lá bað bælt undir snjólagi
og með kvöldinu fór að frjósa. Þetta var
heldur óefnilegt um þetta leyti árs — og fór
víst hrollur um suma, er barna voru. Marg-
ir gistu á Hólum bessa nótt en hinir gistu á
bæjum í nágrannasveitunum. Morguninn
eftir var farið að hlýna og það gengur undri
næst hve sumarsnjór er fljótur að bráðna