Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 19
FREYR
123
gang verið mjög á reiki. Sumir hafi haldið, að
þau skiptu hundruðum, næðu jafnvel þúsundi,
en aðrir álitið, að þau væru fremur fá. Sumir
teldu þeim fara fjölgandi, en aðrir að þeim
fækkaði stöðugt. En þeir, sem tóku þátt í leið-
angrinum, telja nokkurnveginn öruggt, að þeir
hafi komizt að því, hve mörg hreindýr hafist
við á þessum slóðum. Segja þeir dýrin um eitt
hundrað, þar með taldir kálfar. Er því aug-
ljóst, segir flutningsmaður, að hreindýrunum
hafi mjög fækkað undanfarin ár og að þau
séu orðin mun færri en menn gerðu ráð fyrir.
Virðist hætta á, að dýrin deyi út hér á landi,
og sé það hinn mesti skaði og skömm. Enn sé
ekki að fullu athugað, hvern hag landsmenn
gætu haft af hreindýrunum, ef rétt væri að
farið. — Ég vil skjóta því hér inn í, að árið
1901 voru hreindýrin á öllum Fljótsdalsöræfum
álitin 50 samtals. — Landbúnaðarnefndir
beggja þingdeilda fengu hreindýrafrumvarpið
til meðferðar og lögðu til, að það yrði sam-
þykkt óbreytt. Urðu litlar umræður um málið
á þingi, og var frumvarpið afgreitt óbreytt sem
lög frá Alþingi 22. desember 1939 og staðfest
af konungi 12. febrúar 1940. Með lögunum eru
hreindýrin friðuð, en ráðherra þó heimilt að
láta veiða hreintarfa, ef sérstök ástæða virðist
til, en talið var, að þeir væru óheppilega marg-
ir. Haldið var heimildinni frá 1927 til að hand-
sama dýr til eldis. Heimilað var að skipa sér-
stakan mann eða menn til aðstoðar yfirvöld-
um landsins við eftirlit með því að lögunum
sé hlýtt og til þess að hafa eftirlit með hrein-
dýrunum. Greiðist kostnaður við þetta úr rík-
issjóði.
1 lögunum var haldið því ákvæði, að sektir
fyrir brot skyldu hálfar renna til uppljóstrar-
manns. í sambandi við þetta ákvæði kom fyr-
ir spaugilegt atvik endur fyrir löngu. Maður,
sem skotið hafði dýr ólöglega, fór til hlutað-
eigandi valdsmanns, játaði á sig brotið og
krafðist hálfs sektarfjárins fyrir uppljóstrun-
ina!
Aðdragandi lagasetningarinnar var sá, að
sumarið 1939 ritaði Eysteinn Jónsson, er þá
var viðskiptamálaráðherra, Helga Valtýssyni,
rithöfundi, og Eðvarð Sigurgeirssyni, ljós-
myndara á Akureyri, og hét þeim nokkrum
fjárstyrk úr ríkissjóði til þess að gera leiðang-
ur um Fljótsdals- og Mývatnsöræfi, rannsaka
fjölda hreindýra og annað, sem máli skipti í
því sambandi, og skyldu þeir síðan gefa ríkis-
stjórninni skýrslu um málið. Má lesa um ferð-
ina í bókinni „Á hreindýraslóðum", er Helgi
Valtýsson ritaði og út kom hjá bókaútgáfunni
Norðra h.f. árið 1945. Er bókin prýdd mörg-
um ágætum myndum eftir Eðvarð Sigurgeirs-
son.
Þetta „tarfafækkunarfrumvarp" Eysteins
Jónssonar varð Eiríki alþingismanni Einars-
syni yrkisefni. Lætur hann hreinkú kveða svo
við dóttur sína:
„Minnugur skyldir þú, meyhreinn,
manns þess, sem heitinn er Eysteinn;
tók hann í taumana þar sem
tarfarnir áttu sér harem.“
Að lögunum samþykktum var Friðrik Stef-
ánsson, bóndi að Hóli í Fljótsdal, skipaður eft-
irlitsmaður með hreindýrunum 7. ágúst 1940.
Hann er þaulkunnugur á öræfunum, ágæt
skytta og mikill ferðamaður. Friðrik gegndi
eftirlitsstarfinu til ársins 1956, en 24. ágúst það
ár var Egill Gunnarsson á Egilsstöðum í Fljóts-
dal skipaður eftirlitsmaður, og hefur hann
gegnt því starfi síðan með mestu prýði eins og
fyrirrennari hans.
Eftirlitsmanninum var sett erindisbréf. Átti
hann samkvæmt því m. a. að tilgreina árlega
í skýrslum fjölda hreindýranna, hvernig þau
þrifust og annað það, er hann teldi ástæðu
til að geta um. Má segja, að unnt hafi verið
nokkurnveginn að framkvæma talningu dýr-
anna meðan þau voru mjög fá, en alls ekki
með nokkurri nákvæmni eftir að þeim fjölg-
aði til muna. Talning dýranna er ofætlun eft-
irlitsmanninum eftir að þau fóru að vera í
stórhópum á ýmsum stöðum.
Gengið hefur verið út frá, að hreindýrin hafi
verið um eitt hundrað árið 1939. Er ekki að
efa, að sú talning hefur verið gerð af mikilli
samvizkusemi. Hitt er jafnaugljóst, hve erfitt
er fyrir gangandi eða ríðandi menn að telja
dýr, sem ber jafn hratt yfir og hreindýr. En á
síðari árum hafa dýrin verið talin úr flugvél
eða eftir ljósmyndum, teknum úr flugvél. Fer
hér á eftir yfirlit um fjölda dýranna eftir
skýrslum hreindýraeftirlitsmanns, árið 1956