Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 45

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 45
FRE YR 149 þar í boði Kaupfélags Héraðsbúa. Það er fögur leið um Egilsstaðaskóg og Fagradal. Við vorum komin að Egilsstöðum á réttum áætlunartíma og konurnar höfðu nægan tíma til að snyrta sig áður en veizlan byrj - * aði og við mættum stundvíslega til veizl- unnar. „En hvað skeður?“ spyr Guðbrandur biskup í vandlætingartón, í formála vísna- bókar sinnar. Það sem skeði var það, að hinir tveir bílarnir, sem fóru niður í Borg- arfjörð „stukku útundan sér“. Þeim hafði verið leyft að aka upp undir brún Fjarðar- heiðar, til að horfa þaðan yfir Fljótsdals- hérað, en þaðan þykir einhver fegursta útsýn á landi hér. Þeir, sem höfðu sjón- auka beindu þeim að brún Fj arðarheiðar, en enginn sá neitt og þarna biðum við í tvo tíma án þess að frétta neitt, en loks hillti undir hina brotlegu, hæst uppi, og eftir hálftíma voru þeir komnir á veizlu- stað. Við vorum orðin hrædd um að eitt- hvað alvarlegt hefði komið fyrir, en þegar * það reyndist ekki vera varð ég svo glaður yfir því, að ekkert varð úr réttarhaldi og áminningum eða úr leit að sökudólg sem hægt væri að hengja. En það sem gerði þetta strik í reikning- inn var það, að þegar bílarnir voru komnir upp á heiðarbrún þá hvíslaði einhver freistari í eyru einhverra: Gaman væri að koma niður á Seyðisfjörð. Og svo höfðu þeir farið til Seyðisfjarðar, en bað reynzt seinfarnara en þeir höfðu haldið. Svo hófst veizla Búnaðarsambands Aust- urlands — og þá voru matseljurnar búnar að stríða við að halda réttunum heitum í hálfan briðia tíma. Það mundi víst lengja þessa frásögn um helming ef lýsa ætti veizlunni eins og vert væri. Þarna var fiöldi heimamanna kominn til móts við Borgfirðingana og fór veizlan hið bezta fram. Yfir’eitt er ræðuböidum í veizium miög í hóf stillt i bessum kvnnisferðum bændanna. en bó er undantekning frá beirri reglu. bví á einum stað verða helzt ailir, sem vib'a tala, að fá að tala. í veizl- unni á Egilsstöðum var orðið frjálst hverj- um sem hafa vildi. Ég taldi ræðurnar þetta kvöld og þær reyndust rúmlega þrjá- Heimilsfólk á Sandbrekku og gestir tíu — um flesta hluti milli himins og jarð- ar. Fólkið skemmti sér prýðilega og nóg var að borða og drekka, þar var séð vel bæði fyrir holdi og anda. í mínu glasi var tært og kalt lindarvatn, en einhvern grun hef ég um, að aðrar tegundir hafi verið hjá sumum gesta og heimamanna. Á milli ræðuhalda var sungið mikið og vel. Veizl- unni stjórnaði formaður Búnaðarsam- bandsins, Þorsteinn á Reyðarfirði. Klukk- an var víst langt gengin tvö þegar veizlu var lokið og allir stóðu upp, saddir og glaðir. Á tröppunum sá ég aldursforsetann okkar og mér heyrðist hann segja við sjálf- an sig: „Þetta kalla ég nú viðtökur!“ Flestir gistu á Egilsstöðum, og í þorpinu og á bæjum í nágrenninu, en nokkur hluti fór á Reyðarfjörð og gistu þar í kauptún- inu og á bæjum. Fengu margir lítinn svefn þessa nótt, en hefðu máske fengið allmiklu lengri hvild ef bilarnir tveir hefðu ekki villst til Seyðisfjarðar, sem fyrr var frá sagt. — Þennan dag voru sólstöður og bjart yfir öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.