Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 47
FREYR
151
Á endanum komust þó bílarnir af stað
og ferðafólkið í gististaði og mátti nú sofa
fram undir hádegi næsta dags, því þann
dag þurfti aðeins að aka lítinn spöl, til
Eyjafjarðar. Þetta var Jónsmessunótt. Ég
gisti á Garði í Aðaldal, hjá Skafta Bene-
diktssyni héraðsráðunaut og frú hans.
Jónsmessudagurinn var bjartur og blíð-
ur. Fyrir hádegi fór Skafti með okkur, sem
gistum í Garði, að Nesi og Árnesi, þar sem
þeir búa Steingrímur Baldvinsson og Her-
móður frá Sandi, tengdasonur hans.
Þegar borðað hafði verið fór ferðafólkið
að tínast saman á vegamótum í Aðaldal og
nú fórum við um neðri brúna á Skjálfanda-
fljóti, yfir í Köldukinn. Hjá Hálsi í
Fnjóskadal komu allmargir Eyfirðingar til
móts við Borgfirðinga. Lögðu þeir til, að
ekki skyldi farið Vaðlaheiði, heldur út
Fnjóskadal og um Da’smynni út að Eyjaf.
Á Fnjóská er, þar neðra, gömul og mjó
járnbrú, og það tók langan tíma að koma
bílunum yfir hana og mátti engu muna
að þeir kæmust það óskemmdir. En far-
þegarnir nutu veðurblíðunnar og fegurðar
Eyjafjarðar á meðan, og var svo ekið að
Laufási og gengið um hinn gamla bæ
séra Björns Halldórssonar, sem nýlokið er
við að gera upp að nýju.
í Félagsheimilinu Freyvangi í Öngul-
staðahreppi var sezt að kaffidrykkju á-
samt mörgum heimamönnum. Þar hitti ég
marga góða kunningja úr bændaför Ey-
firðinga, sem gist höfðu í Borgarfirði í
sinni ferð, og vildu nú endurgjalda Borg-
firðingum góðar viðtökur þá, og hafa þá
heim með sér til gistingar. Þarna var á-
gætur fagnaður og hófleg ræðuhöld.
Skemmtilegustu ræðuna flutti Stefán Stef-
ánsson á Svalbarði, en hann er nú 86 ára
gamall. Kom hann víða við og sagði m. a.
frá næturlífi sínu í París fyrir ári síðan.
Stefán er fæddur húmoristi — en þeir eru
því miður allt of sjaldgæft fyrirbrigði hér
á landi.
Þessa nótt gistu Borgfirðingar í Öngul-
staðahreppi, á Svalbarðsströnd og fáeinir
fóru alla leið út í Höfðahverfi.
En nú kom í ljós, að of margir óskuðu
að fara til Akureyrar og gista hjá vinum
og kunningjum þar. Varð það til þess, að
sumir gestgjafanna í Eyjafirði fengu færri
gesti en þeir vildu og höfðu búið sig undir
að taka á móti, en sumir fengu jafnvel
engan gest. Eru slík mistök leiðinleg og
verður að reyna að koma í veg fyrir þau
framvegis. Þetta sama hafði komið fyrir
síðustu nóttina á Fljótsdalshéraði, þar sem
ég hafði leyft nokkrum fleirum, en ráð
hafði verið fyrir gert, að gista á Egils-
stöðum. Var það einkum eldra fólk, sem
var orðið þreytt, sem varð fegið að þurfa
ekki að fara frá Egilsstöðum í veizlulokin.
En gát verður að hafa á þessu í næstu
kynnisferðum, að þau heimili, sem hafa
búið sig undir að taka á móti gestum, fái
þá. Hér með eru þeir beðnir afsökunar,
sem urðu fyrir þessum mistökum. En miklu
verra er að sjá við slíku í svo fjölmennum
leiðangri sem hér var á ferð heldur en ef
hópurinn hefði verið helmingi minni.
Fimmtudagurinn 25. júní rann upp, síð-
asti dagur ferðarinnar. Fólkið kom saman
við Freyvang og var ráð fyrir gert að aka
fram í Eyjafjörð. En nú var dimm þoka yfir
allri byggðinni og því var haldið beint til
Akureyrar. Þar var sameiginlegur hádegis-
verður, í boði Búnaðarsambandsins og
margir forustumenn bænda og samvinnu-
manna í héraði mættir. Burtför frá Akur-
eyri var ákveðin kl. 5 síðdegis, en tímann
notuðu Borgfirðingar vel og á ýmsan hátt.
Þeir gengu um Lystigarðinn, skoðuðu at-
vinnufyrirtæki K.E.A og S.Í.S., eyddu pen-
ingum í barft og óþarft í verzlunum og
virtust allir vera ánægðir með komuna til
Akureyrar, þó stutt væri staðið við. Allir
voru mættir stundvíslega þegar kominn
var burtfarartími. í austurleið, fyrsta
daginn. höfðu þeir lofað Húnvetningum að
koma við hjá þeim í bakaleið, en þar biðu
þeir í Húnaveri, með kvöldkaffi handa
ferðafólkinu. Þar voru mættir bændur úr