Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 29
FRE YR
133
norsku Finnmörku er ekki einungis Löppum,
heldur öllum, heimilt að hafa hreindýr á þeim
svæðum, þar sem hreindýrahald er á annað
borð leyft. Álitið er, að lágmarkstala hreindýra,
sem meðal Samafjölskylda, hjón með 2 börn,
geti lifað af, séu 200 dýr. En í Svíþjóð eru þeir
hreindýrabændur taldir allvel efnum búnir,
sem eiga 3—400 dýr. Fullyrt var hvarvetna,
segir Guðmundur Þorláksson í skýrslu sinni,
að hreindýr nagi aldrei börk af trjám, bíti
aldrei sprota af barrtrjám og valdi yfirleitt
engum skemmdum á skóglendi. Hinsvegar éti
þau nýja sprota af víði og e.t.v. alveg ný blöð
af fjalldrapa. Hið síðasta þó vafasamt, þar sem
þau þola illa harpix. 1 Noregi eru sérstakir eft-
irlitsmenn með „sport“-veiði og sérstök leyfi
eru gefin út til veiðanna. Ákveðnar reglur gilda
um skotvopn, t. d. má eigi nota fjölskotariffla
og kúlur skulu vera með blýoddi. Veiðimaður
verður að hafa sýnt vissa skothæfni áður en
hann fær veiðileyfi, þ. e. gengið undir próf í
skotfimi. Þurfa eftirlitsmenn að viðurkenna
bæði skotfimi og skotvopn veiðimanns. Gjald
fyrir veiðileyfi er mismunandi. Bændur, sem
næst búa svæðunum þar sem dýrin ganga, fá
ódýrari veiðileyfi en þeir, sem fjær búa. Lægsta
gjald er tíu norskar krónur fyrir allt að þrjú
dýr, og er slíkt leyfi einungis veitt bændum,
sem taiið er að verði fyrir miklum ágangi af
dýrunum. Annars er gjald fyrir leyfi til að fella
eitt dýr, frá 100—300 norskar krónur. Bændur
eiga veiðirétt á jörðum sínum og ráða sjálfir
verði á veiðileyfi þar. Veiðiaðferðir bænda
hafa verið þannig, að þeir, sem veiðileyfi hafa,
fara margir saman með dráttarvél inn á veiði-
svæðin, þar sem dýranna er von. Fara þeir
þegar vænta má hópa, sem liggja vel við veið-
um og flutningum til verzlunarstaðar. Geta
þeir áætlað nokkuð ferðir dýranna eftir vind-
átt og hitastigi. Dráttarvélin er svo hlaðin
kjöti og skinnum og varningnuin ekið strax
til byggða. Fæst þannig betri vara við minna