Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 38
142
FREYK
mér nú að óvíða hefði ég séð svo miklar
framfarir sem þar.
Eyfirðingarnir voru ekki veðurheppnir í
þessari ferð. En þennan dag allan og þann
næsta var bezta veður og útsýn góð. Á
slíkum degi er fjallasýn úr Landeyjum
ljómandi fögur. Til landsins sjást fjöllin
austan frá Mýrdal og vestur til Hellisheið-
ar, með Heklu, Tindfjalla- og Eyjafjalla-
jökli. En sé litið til sjávar blasa Vest-
mannaeyjar við og skarta í fegurstu bláum
litbrigðum. Ég gæti trúað að þessi koma
Eyfirðinganna í Landeyjar yrði þeim einna
minnisstæðust úr ferðinni.
Fjórða daginn, 10. júní, var litazt um
undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. En
þær sveitir hafa svo margt fallegt að bjóða
ferðafólki. Þar eru sumir fegurstu fossar
landsins, hellar, gerðir bæði af náttúru-
öflum og manna höndum, að ógleymdum
Drangshlíðardrangi, sem mér finnst alltaf
eitt af skrítnustu og fallegustu furðuverk-
um sunnlenzkrar náttúru. Hann stendur í
miðju túni og hafa þeir Drangshlíðar-
bændur góðfúslega leyft mér að ganga yfir
það með fjölmenna bændahópa — og aldrei
orðið varir við að sprettan minnkaði neitt
við þann átroðning, sögðu þeir við mig síð-
ast er ég kom þar. Þaðan var haldið að
Skógafossi og síðan skoðað byggðasafnið
hiá Skógaskóla, sem hefur vaxið og dafn-
að vel undir umsjá Þórðar frá Vallnatúni.
Undir kvöld var svo komið til Víkur í
Mvrdal, og fagurt bótti fólkinu að horfa
yfir Reynishverfið. í Vík tók Sveinn Ein-
arsson á Reyni á móti Eyfirðingunum fyrir
hönd Búnaðarsambands Suðurlands, sem
veitti kvöldverð á gistihúsinu. Enn var
sæmilegasta veður og hugðu menn gott til
morgundagsins, en þá skyldi haldið austur
á Síðu.
Ferðaáætlun fyrir fimmtudaginn 11.
iúní var hannig: Burtför frá Vík kl. 8.
Ekið um ÁJftaver. Skaftártungu, Síðu að
Núpsstað í Fiiótshverfi og til baka til Vík-
ur. Komið við f Hiörleifshöfða ef tími
ievfir. En sumt, fer öðruvisi en ætlað er.
TTm morguninn begar farið var af stað var
hoka og rigning. Samt var haldin áætlun,
en ferðafólkið sá að heita mátti ekki neitt
af leiðinni sem um var farið annað en stór-
vötnin, sem runnu undir brúnum, er yfir
var farið. Komið var við á Kirkjubæjar-
klaustri og borðað þar, síðan ekið austur
undir Foss á Síðu og þótti engin ástæða
til að halda lengra. Var hvergi farandi út
úr bíl þennan dag sökum úrkomunnar, og
Hjörleifshöfða sáum við ekki, enda þó ekið
væri rétt hjá honum. Var loks komið til
Víkur aftur og háttað þar í sömu rúmin og
fyrri nóttina.
Föstudagsmorgun var haldið frá Vík í
skaplegu veðri eftir alla úrkomuna dag-
inn áður. Var ekið upp að Gunnarsholti
þar sem svartir sandar eru orðnir að græn-
um túnum og holdanaut eru á beit. En ekki
þóknaðist þeim að vera svo nærri bílvegi
að ferðafólkið sæi þau.
Var svo haldið áfram yfir Holtin og upp
Skeið, því að nú skyldi gist á bæjum í
Hrunamannahreppi. Hreppakarlar biðu
Eyfirðinganna í hinu glæsilega félagsheim-
ili á Flúðum og þar var setið í góðum fagn-
aði við kaffidrykkju alllanga stund og
ræðst við áður en gestum var skipt niður
á bæina. En þegar staðið var upp frá borð-
um gerðust þau ótíðindi, að reykur mikill
sást gjósa upp úr íbúðarhúsinu í Hvammi,
þar sem He’gi Kjartansson býr. Var þeg-
ar Ijóst, að um eldsvoða var að ræða og
brugðu þá allir við og hröðuðu sér þangað
í bílunum til að hjálpa til við björgun.
Nokkrir Eyfirðingar tóku einnig þátt í
björguninni. Alimiklu mun hafa tekizt að
biarge, af neðri hæð íbúðarhússins og fjósi
og hlöðu tókst að bjarga. En mikill skaði
varð barna, en hefði orðið miklu meiri ef
liðsauki hefði ekki borizt fljótt.
Daginn eftir var farið fyrst að Gullfossi
en þaðan að Geysi. Þar voru fyrir bændur
úr Biskupstungum með frúr sínar og nokk-
uð af yngra fólki. Þar var Þorsteinn á
Vatnsleysu með frú sína og bauð hann Ey-
firðingana velkomna til há degisverðar fyrir
höud Búnaðarfélags fslands. Þar var góður
gieðskapur og mikið sungið. En frá Geysi
siálfum er ekkert að segia því að hann er
t.reeur H1 aosa þn sápu sé evtt i hann: mér
finnst hann ekki takandi á neina ferða-
áætlun lengur. Menn biða þarna á barmi