Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 8
244 FRE YR Úr Dalasýslu: Sigurffur Þórólfsson, Fagradal (varam.), Benedikt Gíslason, Miffgarði (varam.), Úr A-Barðastrandasýslu: Grímur Arnórsson, Tindum, Garðar Halldórsson, Hríshóli. Úr V-Barðastrandasýslu: Karl Sveinsson, Hvammi, Björgvin Sigunbjörnsson, Norffur-Botni (varamaður). Úr V-ísafjarðarsýslu: Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðardal, Friðbert Pétursson, Botni (varam.). Úr N-ísafjarðarsýslu: Guðmundur Magnússon, Hóli, Engilbert Ingvarsson, Tirðilmýri. Úr Strandasýslu: Benedikt Grímsson, Kirkjubóli, Ólafur Einarsson, Þórustöðum. Úr V-Húnavatnssýslu: Benedikt H. Líndal, Efra-Núpi, Sigurður Líndal, Lækjamóti. Úr A-Húnavatnssýslu: Lárus Sigurðsson, Tindum, Guðjón Hallgrímsson, Marðarnúpi. Úr Skagafjarðarsýslu: Bjarni Halldórsson, Uppsölum, Jón Jónsson, Hofi. Úr. Eyjafjarðarsýslu: Ketill Guðjónsson, Finnastöðum, Helgi Símonarson, Þverá. Úr Suður-Þingeyjarssýslu: Hermóður Guðmundsson, Árnesi, Ingi Tryggvason, Kárhóli. Úr Norður-Þingeyjarsýslu: Sigurður Jónsson, Efra-Lóni, Grímur Jónsson, Ærlækjarseli. Úr Norður-Múlasýslu: Ingvar Guðjónssson, Dölum, Aðalsteinn Jónsson, Vaðbrekku. Úr Suður-Múlasýslu: Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku, Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Úr Austur-Skaftafellssýslu: Steinþór Þórðarson, Hala, Sigurjón Einarsson, Árbæ. Úr Vestur-Skaftafellssýslu: Siggeir Björnsson, Holti, Jón Helgason, Seglbúðum. Úr Rangárvallasýslu: Árni Jónasson, Skógum, Erlendur Árnason, Skíðbakka. Úr Árnessýslu: Páll Diðriksson, Búrfelli, Sigurgrímur Jónsson, Holti. Úr Vestmannaeyjum: Jón Magnússon, Gerði. Allir þessir fulltrúar voru samþykktir, en tveir voru ekki mættir en væntanlegir. Stjórn Stéttarsambandsins var öll mætt á fundinum, þeir Gunnar Guðbjartsson, Einar Ólafsson, Páll Diðriksson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Bjarni Halldórsson, en þeir voru allir jafnframt fulltrúar á fund- inum. Af Framleiðsluráðsmönnum voru mættir auk þeirra, sem eru í stjórn Stéttarsam- bandsins: Pétur Ottesen, fyrrv. alþingis- maður, Stefán Björnsson, forstjóri og Agn- ar Tryggvason, framkvæmdastjóri. Þá sátu fundinn: Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, Kristján Karlsson, erindreki Stéttarsam- bandsins, Jóhann Jónasson, forstjóri Græn- metisverzlunar landbúnaðarins, Stefán Að- alsteinsson, ritstjóri og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs. Enn- fremur voru mættir sem gestir fundarins: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðar- félags íslands, Pálmi Einarsson, landnáms- stjóri, Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, Arnór Sigurjónsson, fyrrv. ritstjóri. Dagskrármál fundarins voru þessi: 1. Skýrsla formanns: Gunnar Guðbjartsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Rakti hann ályktanir síðasta aðalfundar og hvað gert hefði verið til að koma þeim fram. Samkvæmt tillögum um áburðarverzlun ræddi stjórn Stéttarsambandsins við stjórn Áburðarverksmiðjunnar og skýrði formaður hvernig áburðarverzlun og greiðslu flutningskostnaðar væri varið. Varðandi tillögu um aukna kynningu á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.