Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 33

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 33
FRE YR 269 MENN OG MÁLEFNI Dr. Per Jónsson. Þann 28. maí s.l. varði Per Jónsson dokt- orsritgerð við Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Fjallaði verkefni haris um leið- ir til þess að auka kjötmagn grísanna án þess að gæði flesksins minnki. Verkefni þetta er skráð í bók hans, sem er ekki minna en 520 þéttprentaðar síður með mörgum síðum alsettum formúlum og stærðfræðilegum sönnunum. Verkefnið er allt mjög vísindalegt og er byggt á rann- sóknum á erfðaeiginleikum innan svína- stofnsins danska, en niðurstöður rannsókn- anna gefa tilefni til að velja kynbótaað- ferðir, sem miða að því að efla magn og gæði kjötsins, þ. e. a. s. að nota til við- halds stofninum þau undaneldisdýr, sem hafa mikla vöðva og viðeigandi lit á kjöt- inu. Við rannsóknirnar hafa nýtízkulegar aðferðir verið notaðar með rafbylgjum við mælingu holdafarsins og við útreikninga alla hinir nýju rafeindaheilar. Við doktorsvörnina fékk Per Jónsson mjög mikið lof fyrir frammistöðu sína og árangur verkanna. Hinn nýi dr. agro. er íslendingur að hálfu, hann er sonur Péturs heitins Jónssonar, söngvara, hefur hlotið mestan hluta menntunar sinnar við Land- búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og um undanfarin ár unnið sem tilraunastjóri við Landökonomisk Forsögslaboratoríum. Laust eftir að hann lauk kandídatsprófi kom hann heim til íslands í þeim tilgangi að vinna að tilrai:num hér en fór fljótlega, þar eð hann fékk þann dóm húsbónda síns, að hann yrði aldrei tilraunamaður. Með frammistöðu sinni hefur Per Jóns- son nú sannað, að „ekki er allt sem sýnist“ í þessu efni, en hvað um það, með annarri þjóð hefur hann leyst þrekvirki, sem þar, og ef til vill víðar, verður ekki aðeins honum til frægðar heldur og öðrum til hagsældar. Klemens Kr. Kristjánsson Klemenz Kr. Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, varð sjötugur að aldri þann 14. maí í vor. Klemenz þarf ekki að kynna, bændastéttin er búin að njóta starfskrafta hans í full fjörutíu ár og störf hans hafa verið fjölþætt þó að flest hafi þau verið vígð ræktun landsins, en einnig á sviði félagsmála hefur hann lagt til sinn skerf. Hefur hann átt sæti á Búnaðarþingi svo að nokkurs sé getið í því sambandi. Á sviði jarðræktarinnar hefur alhliða til- raunastarfsemi verið eðlileg kvöð síðan hann gerðist tilraunastjóri á Sámsstöðum, en varla er ofmælt þótt sagt sé, að tvö atriði öðrum fremur hafi gagntekið huga hans og alúð öðru fremur, en það er kornyrkja og ræktun skjólbelta. Þegar saga tilrauna- starfseminnar hér á landi verður skráð hlýtur nafn Klemenzar að verða í röð þeirra, sem telja ber brautryðjendur á þeim vettvangi búnaðarmála okkar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.