Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 9

Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 9
FRE YR 245 íslenzkum landbúnaðarvörum, sagði for- maður frá þátttöku íslendinga í matvæla- sýningu í London í haust og stofnun mat- vælaverzlunar þar í borg í vetur. Samkvæmt tillögum lánamálanefndar var rætt um stofnlán landbúnaðarins við landbúnaðarmálaráðherra og veitti for- maður ýmsar upplýsingar um lán þessi. Þá gat formaður þess, að í sambandi við verð- samningana síðastliðið haust hefði verið samið um aukningu afurðalána. Einnig hafði viðskiptabönkunum verið skrifað um nauðsyn rekstrarlána til landbúnaðarins. Tillögur allsherjarnefndar um spjaldskrá yfir bændur landsins, varahluti í landbúnaðarvélar, eflingu iðnaðar í sveit- um og aukna samvinnu við Alþýðusam- band íslands um kjaramál höfðu allar hiot- ið fyrirgreiðslu stjórnarinnar. Varðandi tillögu allsherjarnefndar um rafvæðingu sveitanna, gat formaður þess, að í árslok 1964 hefðu 3965 af 5150—5200 sveitabýlum landsins rafmagn, þar af 2911 frá almenningsveitum. í samræmi við tillögu framleiðslunefndar um aðgerðir til hjálpar þeim bændum, sem búa í sauðfjárræktarhéruðum landsins, gat formaður þess, að samið hefði verið við rík- isstjórnina um sérstakan stuðning við þá bændur, sem við lakasta aðstöðu búa. Vegna tillögu Sveins Jónssonar um út- gáfu sérstaks málgagns til að berjast fyrir hagsmunum bændastéttarinnar, hefði stjórn Stéttarsambandsins í félagi við fleiri samtök bændastéttarinnar undirbúið ráðn- ingu sérstaks manns til að halda uppi svör- um fyrir bændur á opinberum vettvangi. Er formaður hafði gert grein fyrir af- greiðslu mála frá síðasta aðalfundi, ræddi hann ýmis störf stj órnarinnar og ástand landbúnaðarins í dag. Verður hér getið nokkurra atriða,. en að öðru leyti vísað til þess útdráttar, sem væntanlega verður birtur úr ræðu formanns. Eins og frá er skýrt í síðustu aðalfundar- gerð, beitti Stéttarsambandið sér fyrir skýrslusöfnun til að kanna framleiðslu- kostnað landbúnaðarvara. Rúmlega 500 bændum voru send eyðublöð og 387 skýrsl- ur komu til uppgjörs. í þessum skýrslum kom m. a. fram, að fjárbúin voru að meðal- tali minni en gert er ráð fyrir í verðlags- grundvellinum eða 126 kindur í stað 137 og afurðir sömuleiðis minni. Aftur á móti voru nautgripir fleiri eða 9.5 kýr í stað 7.5 og 3.9 geldneyti í stað 2.6 og afurðir kúa- búanna meiri. Margt fleira fróðlegt kom fram við könnun þessara gagna, m. a. verulega meiri kjarnfóður- og áburðar- notkun en í verðlagsbúinu og hærri skuldir og vaxtagreiðslur. Taldi formaður, að upp- lýsingar þessar hefðu orðið bændum veru- legur stuðningur í samningum um verðlag- ið s.l. ár. Ræddi formaður síðan um verðlagssamn- ingana og vísast til þess, sem áður hefur verið birt um þau mál í Árbók landbúnað- arins og Frey. Enn fremur ræddi hann þróun framleiðslunnar og hvernig sala hennar hefði orðið. Þá gaf formaður yfirlit yfir fjárfestingu í landbúnaði á árinu 1964, sem hafði orðið talsvert miklu meiri en árin næstu á und- an. Nýrækt var rúml. 6000 ha. og 1500 ha. meiri en 1959, en þá hafði hún orðið mest áður. Þá voru grafnir meiri skurðir og lengri lokræsi en nokkru sinni fyrr. Bú- vélakaup voru mikil og rafmagn leitt á 182 sveitabýli. Heildarfjárfesting í landbúnaði var um 495 milljónir og lánveitingar Stofn- lánadeildarinnar og Veðdeildar Búnaðar- bankans alls rúml. 108 milljónir. At- hyglisvert var, að nær 40% ræktunarinnar kom á tvær sýslur, Árnes- og Rangárvalla- sýslur. Formaður ræddi um hinn mikla fjárfest- ingarkostnað í landbúnaðinum og hugsan- legar leiðir til að lækka hann, einkum með niðurfellingu tolla. Þá minntist formaður á nauðsyn þess að skipuleggja aðstoð við bændur, sem yrðu fyrir veikindum, með ráðningu manna til að gegna störfum bóndans í forföllum hans. Einnig minntist hann á skólamál dreifbýl- isins og nauðsyn á endurskoðun og breyt- ingum á skólalöggjöfinni, sem m. a. þyrfti að bæta aðstöðu sveitaæskunnar til skóla- náms. Þá vék formaður að þeim erfiðleikum, sem að vissum landshlutum steðjuðu í sam-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.