Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 16
252 FREYR „Aðalfundur Stéttarsambands bænda felur stjórn sambandsins að láta prenta fundargerðir aðalfunda og senda þær til allra bænda." Breytingartillagan var samþykkt sam- hljóða og aðaltillagan því ekki borin undir atkvæði. XI. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 telur varhugavert að stofna til stóriðju með er- lendu fjármagni og álítur, að hún geti haft ó- æskileg áhrif á annað atvinnulíf og byggðaþróun r landinu og þá sérstaklega á uppbyggingu land- búnaðarins og samkeppnisaðstöðu hans um hið takmarkaða vinnuafl þjóðarinnar. Felur fundur- inn stjórninni að vera vel á verði um hagsmuni bændastéttarinnar í þessu rnáli." Til máls tóku um tillöguna: Einar Hall- dórsson, Hermóður Guðmundsson, Einar Ólafsson, Helgi Símonarson, Sveinn Jóns- son og Vilhjálmur Hjálmarsson, sem óskaði eftir, að umræðum yrði frestað. Varð fund- arstjóri við þeirri ósk. 13. Siggeir Björnsson hafði orð fyrir Bjargráðanefnd, kynnti störf hennar og bar fram eftirfarandi tillögu: „í tilefni af hinum miklu kalskemmdum um Múlasýslur á þessu sumri, samþykkir aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn á Eiðum dag- ana 19. og 20. júní 1965 að beina því til stjórna Stéttarsambands bænda, Búnaðarfélags íslands og landbúnaðarráðherra, að þessir aðiljar láti nú þegar fara fram athuganir á kalskemmdum á nefndu svæði, svo og í Norður-Þingeyjarsýslu og hvað þeim muni valda. Þá verði og gerðar athuganir á því, hvað hey- öflunarmöguleikar á svæðinu muni rýrna af völd- um kalsins á þessu sumri og að þegar í stað verði hafizt handa um aðgerðir til að fyrirbyggja svo sem unnt reynist bústofnsskerðingu á komandi hausti. Með tilliti til þessa verði útvegaður vélakostur til jarðvinnslu og sáðvörur, svo að endurrækta megi sem mest á þessu sumri. Á eftirfarandi atriði ber að leggja áherzlu fyrst og fremst: 1. Vísindalegar rannsóknir á kalskemmdum verði framkvæmdar og kostaðar af ríkinu. Skulu þær unnar þainnig, að úr því fáist skorið, hvernig takmarka megi eða fyrirbyggja kalskemmdir í framtíðinni. 2. Fjárframlög hins opinbera að meðtöldu jarð- ræktarframlagi nemi allt að 85% af endur- ræktunarkostnaði. 3. Framangreindir aðiljar aðstoði um útvegun fóðurs í sumar. 4. Leitað verði aðstoðar Bjargráðasjóðs um lán- veitingu vegna fóðurkaupa og ríkisstjórnarinn- ar um aðstoð við flutninga og annað til lausn- ar þessu máli, svo sem ástæða þykir til. Fundurinn felur stjórnum framangreindra fé- lagssamtaka að finna leiðir til framdráttar máli þessu í öllum atriðum." Samþykkt samhljóða. 14. Tillögur lánamálanefndar: Páll Diðriksson mælti fyrir eftirfarandi tillögum: I. „Fundurinn vísar til ályktana þeirra, sem samþykktar voru á aðalfundi Stéttarsambandsins 1964 um lánamál og felur stjórn sambandsins að vinna áfram að framgangi þeirra. Fundurinn leggur ríka áherzlu á hina brýnu nauðsyn, að Veðdeild Búnaðarbankans verði efld svo, að henni sé gert mögulegt að veita lán til jarða- kaupa, sem nemi a. m. k. helmingi af eðlilegu kaupverði jarða. Lánstíminn verði 40—50 ár með 4% vöxtum.“ Samþykkt samhljóða. II. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 skorar á stjórn sambandsins að vinna að því við lánastofnanir, að þeim bændum, sem erfiðast eiga með að standa í skilum með vexti og afborganir af áhvílandi lánum, sé veittur frestur með þessar greiðslur meðan þeir skapa sér betri búskapar- aðstöðu. Ennfremur felur fundurinn stjórn sambandsins að vinna að því við Iánastofnanir landbúnaðarins. að menn, sem eru að hefja búskap, hafa of lítil bú eða skortir fé til annarra nauðsynja búsins, eigi kost á lánum, sem séu afborgunarlaus fyrstu árin." Samþykkt samhljóða. Sigurður Jónsson mælti fyrir eftirfarandi tillögum lánamálanefndar:

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.