Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 27
FRE YR 263 Framhaldsdeildinni slitið á Hvanneyri 16. júní 1965 Þann 16. júní var framhaldsdeildinni á Hvanneyri slitið. Þá útskrifuðust fimm bú- fræðikandídatar. En þeir voru: Bjarni Guðmundsson, Guðbjartur Guðmundsson, Hallur Jónsson, Sigtryggur Björnsson og Þorvaldur G. Jónsson. Við þetta tækifæri hélt Guðmundur Jónsson skólastjóri ræðu. Hann sagði m. a.: „Árið 1930 lagði séra Þorsteinn Briem fram ályktun á Alþingi þess efnis, að hafinn yrði undirbúningur að æðri búnaðarmenntun hér á landi. Það varð ekki að veruleika fyrr en 1947, er fyrstu nemendur eru teknir hér að Framhaldsdeildinni. Árið 1949 er fyrsta fjárveiting til deildarinnar á fjárlögum. Frá því að deildin var stofnuð og fram á þenn- an dag hafa útskrifast héðan 63 búfræði- kandídatar, þar af eru 19 ráðunautar og 14 við tilraunastarfsemina. Mikil aðsókn hefur alltaf verið að deild- inni og að jafnaði útskrifum við héðan þrjá til fjóra búfræðikandídata á ári, og sem betur fer hefur enginn hörgull verið á at- vinnu handa þessum mönnum. Við höfum mjög góða aðstöðu til að hafa námið sem fjölbreyttast. Hér fer námið fram í sveit og hér er rekinn mjög um- fangsmikil tilraunastarfsemi. Við höfum stefnt að því að fá vel menntaða menn til að kenna hér og það hefur tekist vel.“ Næst ávarpaði Guðmundur skólastjóri nýútskrifaða búfræðikandídata og lagði á- herzlu á að þeir sýndu lítillæti og auðmýkt í starfi, að þeir fylgdust vel með nýjung- um, því verkefnin væru ótæmandi og kenn- ingar sífellt að breytast. Að síðustu sagði skólastjóri í ávarpi sinu: „Það er gott verk og göfugt að vera leiðbeinendur bænda. Hafið gott samstarf við þá.“ Næstur tók til máls Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra. Hér fara á eftir nokkur atriði úr ræðu hans: „Hvernig hefði leiðbeiningaþjónustan verið hér á landi, ef framhaldsdeildin hefði ekki verið til? Það hefði verið stór vöntun á ráðu- nautum. Eg hef þegar ákveðið, að héðan í frá skuli deildin starfa í þrjá vetur í stað tveggja eins og hingað til. Þið eigið að halda áfram að læra. Á hverjum einstakl- ingi á íslandi hvíla meiri skyldur en hjá millj ónaþj óðunum. Það þarf að vinna að því, að sem flestir bændur hafi búfræðimenntun. Næst ræddi ráðherrann um framtíðar- horfurnar og sagði m. a.: „Það er óhugsandi, að fiskurinn vigt; Nýútskrifaðir búfræðikandi- datar: F.v. Guðbjartur Guð- mundsson, Bjarni Guð- mundsson, Þorvaldur G. Jónsson, Hallur Jónsson og Sigtryggur Björnsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.