Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 38

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 38
274 FRE YR Eftir óskum — HvaS kemur til að þú glápir alltaf upp á við þegar þú gengur framhjá þessu húsi? — Hann Nonni býr hérna og hann er svo oft búinn að segja, að ég skuli líta upp til sín þegar ég eigi leið fram hjá. Landbúnaðarráðherra hefur orðið T. F. Peart, landbúnaðarráðherra Breta, spurði formann danska Búnaðarráðsins nýlega hvað hann mundi gera ef hann yrði landbúnaðarráðherra. — Ég verð nú ekki landbúnaðarráðherra en ef svo vildi til þá mundi ég koma á frjálsri landbún- aðarpólitxk. — Hvað eigið þér við með frjálsri? Þýðir það að sköp skuli ráða? — Já, ef gagnaðilji á markaðnum gerði hið sama; ef engar verndanir á verzlunarsviðinu væru í Evrópu þá væri þarflaust að viðhafa sérlegar ráð- stafanir um framleiðslumálin, og sjálfa framleiðslu búvöru Dana að tveim þriðju svo sem nú er. — Hafið þér tjáð þetta opinberlega? spurði brezki landbúnaðarráðherrann. Því játaði Anders Ander- sen, formaður Búnaðarráðsins. — Þá eruð þér vissulega djarfur maður! Vængjaðar verur — Mamma, er það satt að englar hafi vængi? 1 — Já, barnið mitt, það er alveg rétt. — Verpa þeir þá eggjum mamma? Hækkandi sjónarhóll. Sérhvert málgagn hefur sinn sjónarhól. Af hon- um er útsýni til ýmissa átta og ef um sérhæft málgagn er að ræða þá er eðlilegt, að einstefnu- viðhorf sé ráðandi. Þetta gildir um FREY eins og önnur málgögn, og því er nú svo varið, að þótt FREYR sé faglegt tímarit þá er hann ekki nærri því eins faglegur og hliðstæð málgögn eru í grannlöndunum. Hins vegar þykir ýmsum lesendum hann vera of fag- legur, þ. e. að ekki sé fjallað um málin frá nógu alþýðlegu viðhorfi heldur of fræðilegu og tormeltu. Það er til dæmis, að of mikið sé af tölum og töfl- um í lesmáli. Já, þetta er allt rétt, en viðhorfið hefur verið það að reyna að kenna bændum að hugsa faglega og brjóta málin til mergjar, smá- munina einnig, rétt eins og þeir gera, sem hafa hliðstæð málgögn annars staðar. En hvað um allt þetta? Að undanförnu hefur verið vikið ögn inn á þá leið að blanda léttu efni með, en þá hefur alltaf vantað rxim. Útgáfa er feikilega dýr orðin og of dýr til þess að verja miklu rúmi til léttara efnis, sem frekar á erindi til les- enda í dagblöðum en tímariti. En nú er það ákvörð- un útgefenda að auka lestrarefnið um komandi áramót, áskriftargjaldið hlýtur að hækka að sama skapi og starfskraftar við útgáfuna aukast. Hve mikið sjóndeildarhringurinn víkkar verður reynsl- an að leiða í ljós, enn er ekki búið að binda það fastmælum. Sjálfsagt verður reynt að viða að efni úr fleiri áttum en hingað til. Við verðum að fá svo sem 100 samverkamenn í stað 60—70 sem verið hefur, og fasta starfskrafta við útgáfuna þarf að auka. Fastmælum er bundið, að Agnar Guðnason, ráðunautur, verði þar að verki og er hann þegar farinn að starfa á þeim vettvangi svo sem lesendur hafa sjálfsagt orðið varir. Sjónarhóllinn hækkar, við þurfum að fá útsýn til ýmissa átta, en auðvitað verður FREYR málgagn landbúnaðarins eftir sem áður. ÁBURÐARKALK (Sjá forsíðumynd) Það hefur verið ræktunarmönnum nokkurt áhyggjuefni hvernig sjá skal jarðvegi rækt- unarlandanna fyrir því kalki, sem nauðsyn- lega þarf til þess að framhaldandi ræktun geti fram farið með viðunandi árangri. Sú staðreynd er alþekkt og viðurkennd, að kalk er eitt hinna nauðsynlegu næringarefna jurta og dýra, eftirtekja gróðurs rýrnar og þverr ef kalkið skortir og alþekktir eru þeir búfjárkvillar, sem stafa af kalkskorti. Nú er það staðreynd, að í áburði þeim, sem íslenzkir bændur kaupa, er ekki kalk og verð- ur því að sjá fyrir kalki sérstaklega. Jörðin verður að fá kalk í stað þess, sem flutt er burt með uppskerunni og skepnumar verða að fá kalk í stað þess sem flutt er burt með mjólkinni til bæjanna, og með beinum kjötsins fer einnig kalk, sem ekki hverfur til moldar ræktunarlandsins í sveitinni aftur. Nú vill svo vel til, að Sementsverksmiðjan lætur dæla upp úr kalknámunni í Faxaflóa öllu því kalki, sem þarf til sementsframleiðsl- unnar og getur þar að auki fullnægt þörfum bænda fyrir kalk til áburðar. Aðeins þurfa því samtök bænda og Sementsverksmiðjan í félagi að kerfa flutningafyrirkomulagið, þá á að vera hægt að leysa kalkspursmálið með auðveldu móti, landi og þjóð til gagns og heilla. Hér er aðkallandi mál, sem leysa þarf og leyst verður.________________________

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.