Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 12
248 FRE YR Til fundar komu gestir úr öðrum landshlutum. Hér má greina Þorstein frá Vatnsleysu og Guðmund Jósa- fatsson frá Brandsstöðum. Jón Magnússon, Benedikt Gíslason, Árni Jónasson. Fjárhags- og reikningsnefnd: Grímur Arnórsson, Benedikt H. Líndal, Valgeir Jónasson, Sigurður Þórólfsson, Ólafur Einarsson, Engilbert Ingvarsson. Lánamálanef nd: Páll Diðriksson, Sigurður Jónsson, Þor- steinn Guðmundsson, Kjartan Eggertsson, Sigurjón Sigurðsson, Friðbert Pétursson. 7. Erindi lögð fram: Kristján Karlsson, erindreki, lýsti þeim 50 tillögum, sem komu frá stjórn Stéttar- sambandsins og stjórninni höfðu borizt frá félagasamtökum bænda, kaupfélögum og einstaklingum. Hafði stjórnin skipt tillög- unum milli nefnda. Er hér var komið, var klukkan 10.30 og var þá fundi frestað til kl. 2 e. h. á sunnudag, en þá áttu nefndir að hafa lokið störfum. Auk þeirra fundarmanna, sem áður eru taldir, sátu fundinn formaður Bsb. Austur- lands, Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, alþingismennirnir Eysteinn Jónsson, Hall- dór Ásgrímsson og Jónas Pétursson, Hall- dór Sigurðsson, skólastjóri á Eiðum, Frið- rik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð í Vopnafirði og allmargir bændur úr nágrenninu. Kl. 3 e. h. sunnudaginn 20. júní hófst fundur að nýju. Tóku þá nefndir að skila störfum. 8. Tillögur fjárhags- og reikninganefndar: I. Grímur Arnórsson hafði framsögu. Lagði hann til, að reikningar s.l. árs yrðu samþykktir eins og þeir höfðu verið lagðir fyrir aðalfund Stéttarsambandsins. Reikn- ingarnir voru því næst bornir undir at- kvæði og samþykktir samhljóða. II. Fjárhagsáætlun Stéttarsambands bænda 1965. Grímur Arnórsson lagði fram og mælti fyrir eftirfarandi fjárhagsáætlun 1965: TEKJUR: Kr. 1. Úr Búnaðarmálasjóði .... 2.500.000.00 2. Vaxtatekjur............ 15.000.00 Samtals kr. 2.515.000.00 GJÖLD: Kr. 1. Stjórnarkostnaður........... 150.000.00 2. Framkvæmdastjórn ........... 36.000.00 3. Erindisrekstur............ 230.000.00 4. Aðalfundur ............... 250.000.00 5. Þátttaka í útgáfu Freys .. 50.000.00 6. Þátttaka í IFAP............. 18.000.00 7. Þátttaka í NBC ............. 35.000.00

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.