Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 13
FRE YR 249 8. Kostnaður v/bændafunda 20.000.00 9. Kostn. v/búnaðarnefndar 30.000.00 10. Skrifstofukostnaður ......... 20.000.00 11. Húsnæði, ljós, hiti.......... 25.000.00 12. Til viðhalds bókasafns .... 10.000.00 13. Til upplýsingastarfsemi . . 25.000.00 14. Framlag til Tryggingasjóðs.. 200.000.00 15. Framlag til Byggingarsjóðs 500.000.00 16. Óráðst. og til annarra útgj. 916.000.00 Samtals kr. 2.515.000.00 Var fjárhagsáætlunin samþykkt samhlj. 9. Tillögur Verðlagsnefndar: Vilhjálmur Hjálmarsson hafði framsögu fyrir nefndina, rakti störf hennar og gat þess, að samkomulag hefði orðið í nefnd- inni, en einstakir nefndarmenn hefðu þó áskilið sér rétt til að fylgja breytingartil- lögum. Las hann því næst upp og lagði fram eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Eiðum 20. júni 1965, telur það ástand óviðun- andi, að bændastéttin skuli ár eftir ár vera lang- lægst launaða stétt þjóðfélagsins, eins og opinberar hagskýrslur sýna. Því telur fundurinn rétt að segja upp gildandi verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða, en felur stjórn Stéttarsambandsins að taka endanlega á- kvörðun um það í samráði við fulltrúa bænda í sexmannanefnd. Við uppbyggingu næsta verðlagsgrundvallar verði unnið að eftirfarandi lagfæringum: 1. Fjárfestingarmannvirki landbúnaðarins verði afskrifuð samkvæmt fullu kostnaðarverði svip- að og heimilt er í útgerð og iðnaði. 2. Vextir og allur vinnukostnaður verði tekinn inn í verðlagsgrundvöllinn. 3. Landbúnaðarvörur verði vaxtafærðar til fram- leiðanda strax og þær eru afhentar til sölumeð- ferðar. 4. Hækkaður verði vaxta- og geymslukostnaður á kjöti, sem reiknaður hefur verið mánaðarlega. 5. Leitað verði eftir því að fá lækkanir á verði að- keyptra rekstrar- og fjárfestingarvara í því skyni að lækka framleiðslukostnaðinn. 6. Hlutur sauðfjárræktarinnar verði bættur með sérstöku tilliti til aukins útflutnings. 7. Tekið verði til athugunar, hvort ekki sé rétt að stofnsetja sérstök verðlags- og viðmiðunar- bú undir opinberu eftirliti, til þess að færa frekari sönnur á fjármagnsþörf og framleiðslu- kostnað landbúnaðarins.“ Var tillaga þessi samþykkt samhljóða. 10. Fundarstjóri las upp eftirfarandi skeyti: „Sverrir Gíslason, Hvammi. 20. aðalfundur Stéttarsambands bænda, hald- inn á Eiðum, sendir þér kveðju og þakklæti fyrir farsælt forystustarf í stjórn samfjandsins í 18 ár. Jafnframt óskar fundurinn þér heilla í fram- tíðinni. Gunnar Guðbjansson." Samþykktu fundarmenn skeyti þetta og hylltu Sverri með almennu lófataki. 11. Tillögur framleiðslunefndar: Framsögumaður Ketill Guðjónsson. Las hann upp eftirfarandi tillögur og talaði fyrir þeim: „I. Vegna umræðna um, að allt andvirði slátur- fjár verði greitt á kg. kjöts, vill aðalfundur Stétt- arsambands bænda 1965 fela stjórn þess að athuga þetta mál vel og gæta í því sambandi verðmunar á gærum.“ Samþ. með öllum þorra atkv. gegn 1. „II. Að gefnu tilefni mótmælir aðalfundur Stéttarsambands bænda hugsanlegum innflutningi á nautakjöti og annarri hliðstæðri landbúnaðar- framleiðslu. Jafnframt telur fundurinn aukna fjölbreytni innlendrar framleiðslu nauðsynlega og felur Stéttarsambandsstjórn og Framleiðsluráði að vinna að eftirfarandi atriðum því til stuðnings: a) Innfiutningi holdanautasæðis. b) Að verðlagningin örvi bændur til að full- nægja eftirspurninni. c) Góðri leiðbeiningaþjónustu um uppeldi og fóðrun þessara gripa.“ Til máls tóku um tillöguna Benedikt Lín- dal og Einar Halldórsson. Við atkvæða- greiðslu um tillöguna óskaði Benedikt Lín-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.