Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 29

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 29
FRE YR 265 SKÓGRÆKT og GARÐYRKJA 1 FNJÓSKADAL í Fnjóskadal er einn fegursti skógur landsins, Vaglaskógur. Þar blasa við and- stæðurnar, gróðurlausir melar og grósku- mikill birkiskógur, innan girðingar. Við stöldruðum við hjá skógarverðinum ísleifi Sumarliðasyni, ræddum við hann, festum lítið á blað, en tókum nokkrar myndir. ís- leifur hefur starfað sem skógarvörður síð- an árið 1949 og veitt skógræktinni á Vögl- um forstöðu. ★ Hvenœr var fyrst hafizt handa hér með skógrœkt? — Það var árið 1909, þá var landið friðað. Síðan byggðist starfið fyrst og íremst á grisjun og umhirðu í skógin- um. Fyrsti skógarvörður hér var Einar E. Sæmundsen eldri. Hvað er skógurinn stór? — Vaglaskógur sjálfur er 250 ha., en við höfum bætt við um 70 ha. úr Hálslandi, sem voru gróðurlausir melar. Þar höfum við nú sáð grasfræi, dreift áburði og birki- fræi. Einnig höfum við plantað út Alaska- lúpínu, sem vex vel í þessum melum. Hvenœr var fyrst farið að planta trjám hér í skóginum? —■ Það var árið 1923, en þá var plantað hér út lerki. Þá á þeim árum var hér heil- mikið skógarhögg, komst það upp í það að verða um 4800 hestburðir af við, sem héð- an voru seldir. Eruð þið hœttir öllu skógarhöggi? — Nei! Það er okkar atvinna á veturna að grisja skóginn. Nú seljum við árlega um 2—3 þúsund girðingarstaura til bænda. Einnig seljum við þó nokkuð af viði, til eldsneytis. Hvaða barrtré leggið þið áherzlu á? — Nú er það aðallega rauðgreni og stafa- fura, sem þrífast hér ágætlega. Við erum Svo volduga stofna getur ísleifur Sumarliða- son á Vögium sýnt vegfarendum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.