Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 36

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 36
Nýju dráttarvélarnar frá Massey-Ferguson Ekki er lengur þörf þungbyggðra dráttarvéla til að draga þung æki eða vinnutæki. Um sextán ára bil, eða frá árinu 1949 hafa flutzt inn Perguson og Massey-Ferguson dráttarvélar, og er nú svo komið að næstum önnur hver dráttarvél í landinu er af þessum gerðum, sem segir meira en mörg orð um notagildi og vinsældir þessara traustu hjálpartækja bænda um land allt. Á þessu tíma- bili hafa vélarnar verið að fullkomnast meir og meir, en í ár tóku þær mestum breytingum, og hafa Massey-Ferguson verksmiðjurnar nú kynnt bænd- um um allan heim, árangur af fimm ára undir- búningsvinnu sérfræðinga verksmiðjanna. Árang- urinn er gjörbreytt dráttarvél, sem hefur upp á að bjóða alla kosti eldri gerðanna, og auk þess margs konar nýjungar, þar sem Multi-Lift þungafærslu- kerfið er efst á blaði. Dráttarvélar h.f. hafa, eins og kunnugt er, um- boð fyrir Massey-Ferguson verksmiðjurnar, stærstu dráttarvélaverksmiðjur heims, hér á landi, og kynnti fyrirtækið þessa nýju og gjörbreyttu vélar nýlega fyrir blaðamönnum. Viðstaddir voru tveir erlendir gestir frá Massey-Ferguson, J. H. Shiner einn af forstjórum miðstjórnar verksmiðjanna í Kanada og H. A. Fruminger, sölustjóri fyrir Evrópu og búsettur í Englandi. Shiner sagði við það tæki- færi, að MF legði ekki aðeins áherzlu á að full- komna dráttarvélarnar fyrir bændur um víða ver- öld, heldur reyndi líka að stuðla að hinni hröðu uppbyggingu, sem nú á sér hvarvetna stað, með því að framleiða hjóladráttarvélar og hjálpartæki fyrir allskonar iðnað og framkvæmdir. Og íslend- ingar hafa síður en svo farið varhluta af þessari grein framleiðslu Massey-Ferguson, því megnið af hinum sambygðu gulu ámokstursvélum og traktor-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.