Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 30
266
FRE YK
Rósa Jóhannsdóttir og Rósa Tómasdóttir að
störfum í gróðrastöðinni á Vöglum.
hættir við skógarfuruna í bili. Það gerir
furulúsin, sem er mjög erfið viðureignar.
Hvað er gróðrarstöðin stór hjá ykkur?
— Hún er um li/2 ha. og þar framleiðum
við um 250 þúsund plöntur árlega.
Hafa orðið miklar breytingar á rekstri
gróðarstöðvarinnar á undanförnum árum?
— Starfsemin hefur að sjálfsögðu aukizt
mikið og starfsfólki fjölgað. En ýmislegt
höfum við fært til betri vegar varðandi
vinnubrögð. Nú er öllum plöntum pakkað í
plastpoka, og hafðar 100 í poka. Áður varð
að setja mosa utan um þær, sem síðan voru
vafðar innan í striga. Þá gátum við ekki
tekið upp nema jafnóðum og pantanir bár-
ust, eða þegar skógræktarfélögin voru til-
búin að taka á móti plöntunum. Nú getum
við sett plönturnar í þessa plastpoka og
geymt 3-4 vikur án þess að nokkur hætta
sé á að þær skemmist. Þetta leiðir til þess,
að við getum lokið við að pakka plöntum
áður en þær fara að vaxa verulega á vorin.
Áður voru plönturnar oft farnar að vaxa
verulega áður en við gátum sent þær, og
það seinkaði vexti þeirra verulega á gróð-
ursetningarstaðnum.
Hér höfum við komið upp góðum vökv-
unarútbúnaði, en vatnsskortur er hér oft
mjög mikill. Að síðustu má segja, að með
tilkomu illgresiseyðingarlyfjanna höfum
við getað sparað verulegan vinnukraft. Við
úðum öll uppeldisbeðin með Simazin og
losnum algjörlega við allt illgresi.
Hvað er hœgt að geyma plönturnar
lengi i plastpokunum?
— Haustið 1963 tók ég upp nokkrar
plöntur og geymdi þær yfir veturinn í
plastpokum; voru þær allar lifandi árið
eftir. Aðalatriðið er að plönturnar séu þurr-
ar, þegar þær eru settar í pokana og hitinn
í geymslunni ekki meiri en 3—4° C. Þá er
hægt að geyma þær í fleiri mánuði.
Er þetta ekki samt allt tilgangslaust,
friðun og gróðursetning?
— Líttu yfir ána og sjáðu Jónshöfðann.
Þarna eru gróðurlausir melar, en fyrir
röskum 150 árum var þar skógur eins og
hér. Á þeim árum var skógur á 40 bæjum
hér í Fnjóskadal, en er nú aðeins á 4. Við
skógræktarmennirnir trúum því, að með
friðun takist okkur að varðveita og bæta
þá skóga, sem fyrir eru og með gróðursetn-
ingu muni takazt að rækta hér upp nytja-
skóga, sem eiga eftir að skila margföldum
arði. Þetta er að sjálfsögðu meira en aðeins
trú, því við höfum sýnishorn af gagnviði
hér og annarsstaðar. Þannig skóg mætti
rækta upp á víðlendum svæðum.
★
Hjónin Guðmundur Gunnarsson og Pál-
ína Magnúsdóttir, búa á Reykjum, fremsta
byggða býli í Fnjóskadal. Þar er jarðhiti og
góð búskaparskilyrði. Við ræddum við bónd-
ann þar, Guðmund Gunnarsson.
Hvenœr ferð þú að búa hér?
— Árið 1951 tókum við systkinin við bú-
skapnum hér. En Reykir hafa verið í eigu