Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 34

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 34
270 FRE YR FJÓSAR/ESTING í fyrra sagöi FREYR frá því stuttlega, að frændur okkar Norðmenn, og einnig Svíar, hefðu tekið upp þá háttu að kerfa búnað og ferðast með hann milli bæja til þess að ræsta fjósin að sumrinu fyrir bænd- urna. Undanfarin ár hefur þessi starfsemi verið í þróun í Noregi og Svíþjóð — og ef til vill viðar þá FREY sé það ekki kunn- ugt — og þykir þetta gefast mjög vel. Til marks um það má segja frá því hér, að í Kalmar leni, í austanverðri Svíþjóð í suðri, er mikil aukning í þessari starfsemi. í fyrra voru 8 kerfi þar í starfi og ræst voru fjós á 850 búum, en í ár, segir Jord- brukarnas Föreningsblad að 15 búnaðir séu í gangi við fjórhreinsun og gert ráð fyrir að ræst verði 1500 fjós í landinu. Til sam- starfs um þetta verkefni, í syðra Kalmar leni, hafa sláturfélög og mjólkurfélög stað- ið að undirbúningi, útvegað fjármagn til búnaðarins o. fl. Með búnað þann, sem til þessa er not- aður, er ferðast frá bæ til bæjar, en áður en tekið er til óspilltra málanna eru bænd- um gefin fyrirmæli um undirbúning. í fyrsta lagi verða allar skepnur að vera komnar úr húsi og á fulla beit. Allir lausir hlutir skulu fjarlægðir, loft og veggi skal sópa svo að hvergi sé laust ryk og svo skal moka flóra vandlega. Nokkrum dögum áður en komið er með búnaðinn til ræstingar, skulu þeir, sem hann nota, gera bónda aðvart því að daginn fyrir komu þeirra skal bleyta allt rækilega: blása stéttir og ganga, stoðir og annað og svo veggi í axlarhæð. Sé vel „lagt í bleyti“ tekur ræstingin miklu skemmri tlma en annars og þetta hefur sína þýðingu fyrir bóndann því að sjálf ræstingin er seld sem tímavinna. Það er undirstrikað, að reynsla liðinna ára, þótt ekki sé langvinn, bendi eindregið til þess, að allir séu ánægðir með þetta kerfisbundna framtak, sem skapi stór- felldar framfarir á sviði hreinlætis í pen- ingshúsum. Við ræstingastarfið bætist svo — vegna þeirra er vilja — kölkun eða málning húsanna að innan og utan en til þess eru notaðar þrýstisprautur svo að verk- ið tekur ekki langan tíma. Þegar búið er að ræsta rækilega er tiltölulega létt að lita og mála og vilja sumir gera það sjálfir en aðrir láta vinna það verk fyrir sig, því að þar í landi er skortur á liði til allra aukavika og hver bóndi hefur nóg með dag- leg framleiðsluhlutverk, rétt eins og víðar gerist í sveitum. Rækileg fjósræsting er nauðsynleg og sjálfsögð á hverju sumri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.