Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 24

Freyr - 01.08.1965, Blaðsíða 24
260 FRE YR Meðalfallþungi dilka á Húsavík haustið 1963 var 12,70 kg en 14,86 kg haustið 1964. Ekkert hefir komið fram, sem toendir til þess, að ormar í unglömbum, sem ganga á víðu landi um sumarið, hafi áhrif á fall- þunga þeirra að haustinu. (Sjá Frey 1964: 60, 61). Engu að síður er líklegt, að þróun orma í unglömbum sé háð beitarskilyrðum fjárins og veðurfari, og því ekki ólíklegt, að ormaeggjatölur í saur haustlambanna verði lægri í góðum sumrum og gætu þann- ig verið nokkur mælikvarði á þau skilyrði, sem lömbin hafa lifað við yfir sumartím- ann. Þar sem mikill meirihluti lamba, á hverjum bæ, kemur venjulega til slátr- unar, þá er það augljóst, að niðurstöður af orma- og líffæraskoðun sláturlamba geta að jafnaði gefið nokkuð öruggar upplýs- ingar um orma- og heilbrigðisástand ásetn- ingslambanna, sem eftir lifa. Athuganir á líffærum sláturlamba geta því verið mjög mikilsverðar, til að glöggva sig á heilsufari ásetningslamba og meðferð þeirra t. d. hvenær á að taka þau á hús, hvenær gefa ormalyf o. s. frv. Frá sláturhúsinu á Kópaskeri voru haust- ið 1964 send samskonar lungna- og saur- sýni úr 59 lömbum frá þremur bæjum í Kelduneshreppi í N.-Þing. Upplýsingar fylgdu einnig um fallþunga lambanna og kjötmat, en ekki persónulegt mat á ástandi þeirra eða flokkun í léleg og væn lömb. Meðalþyngd lungnanna var 259 gr. Áber- andi ormahnútar fundust ekki í neinum lungum, en þráðormar í pípum í 9 þeirra eða 15% (alls 26 þráðormar). Dökkar rák- ir og blettir, eins og fyrr er lýst, fundust í 23 lungum (39%). Ekki fannst slím í barka í neinum lungum, né einkenni um kvef, en í tvennum lungum, sínum af hvorum bæ, voru greinilegar kregðuskemmdir. Þessi einstöku kregðulungu sanna, að sjúkdóm- urinn helzt við í fjárhópnum. Kregða virð- ist ekki að jafnaði valda verulegu tjóni, nema eitthvað komi fyrir féð, sem dregur úr mótstöðu unglambanna, svo sem t. d. léleg vetrarfóðrun, eða gróðurleysi og hret að vori og fyrrihluta sumars. Þar sem kregða er í fjárhópi, þarf að gæta fullrar varúðar við féð. Rétt er að bólusetja féð árlega með lungnapestarbóluefni og slátra að haustinu öllum kindum, sem sýnt hafa einhver sjúkleg einkenni frá lungum. Ekki má selja kindur til lífs, því að á þann hátt berst veikin milli bæja. Ég hefi nú um árabil reynt að stuðla að því að koma á lungnaskoðun á sláturhús- um, þannig að öll lungu úr sláturfé séu at- huguð. Þessi viðleitni mín hefir víðast hvar mætt fremur litlum skilningi til þessa. Ég vil því leyfa mér að taka þetta fram: Með því móti að fá það fólk, sem vinnur að haustslátrun sauðfjár, til að fylgjast með því, ef bólguskemmdir koma fram í lung- um lamba eða annars sláturfjár, má án verulegrar fyrirhafnar eða kostnaðar stað- festa í hvaða fjárhópum kregða kemur fyrir. Ef bændur síðan fá að vita hvar veikin leynist, mun oftast vera unnt að forða verulegum skaða af völdum lamba- kregðu og hindra að veikin dreifist um landið og magnist. Önnur ráð við þessum sjúkdómi eru mér ekki kunn. Við athugun saursýna úr lömbum í Keldnuneshreppi var meðaltal ormaeggja í grammi af saur og meðalfallþungi, sem hér segir: Meðalfall- þungi í kg. í öllum lömbunum, 59, var O.E.T. 206 13,95 í lömbunum m/rákum og blettum í lungum 23, — — 157 14,78 í lömbunum m/þráð- ormum í barkapípum, 9 — — 206 12,06

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.